Vísbending


Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 17

Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 17
Newt Gingrich, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna eftir Jónmund Guðmarsson, stjórnmálafræðing Newton Leroy Gingrich. Newt Gingrich er einn kunnasti stjórnmála- maður Bandaríkjanna og um leið einn sá umdeildasti. Surnir telja hann boðbera nýrra siðlerðisgilda og stjórnarhátta, aðrir að þar fari ofstækisfullur tækifærissinni og ógeð- felldur lýðskrumari. Með kjöri Gingrich í embætti þingforseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins varð hann einn áhrifamesti meðlimur Repúblikanaflokksins og formlega þriðji valdamesti maður Bandaríkjanna. Newton Leroy Gingrich fæddist í Pennsyl- vaníufylki, árið 1943, sonur Newt McPher- sons og konu hans Kathleen. Samband þeirra hjóna varð hvorki langt né hamingjurikt. Þau skildu og Kathleen giftist Bob Gingrich, sem upp frá þvf gekk Newton í föðurstað. Newt stóð sig dável í skóla þótt ekki væri hann þar í fremstu röð. Menntaskólaár Gingrich eru sennilega markverðust fyrir þær sakir að nítján ára gamall kvæntist hann fyrri eiginkonu sinni, Jackey Battley, sem þá var tuttugu og sex ára að aldri. Á háskólaárum sínum afréð Gingrich að gerast fræðimaður og háskólakennari. Að lokinni gráðu í sagnfræði frá Emory háskólan- um í Atlanta, hóf hann doktorsnám við Tulane háskólann. Að námi loknu fékk Gingrich kennarastöðu við háskólann í Vestur-Georgíu. Afskipti hans af stjórnmálum hófust af alvöru árið 1974, er hann bauð sig fram í alrfkiskosn- ingunum í Georgíu undir veifu Repúblik- anallokksins. Þrátt fyrir talsverðar vinsældir náði Gingrich ekki kjöri. Hann bauð sig fram að nýju árið 1976 en án árangurs. Loks, árið 1978, var Newton Leroy Ging- rich kjörinn til setu í fulltrúadeild bandaríska þingsins eftir sérlega ósvífna kosningabaráttu. Þrátt fyrir að fá loksins tækifæri til virkrar þátttöku, var Gingrich í fyrstu lítt áberandi á Capitol hæðinni. í þinginu talaði hann af ákefð gegn velferðarkerfinu en þáttur hans í lagasetningum var rýr. Um og eftir 1985 fór Gingrich að láta meira að sér kveða á stjómmálasviðinu með magnþrunginni og oft tilgerðarlegri ádeilu á leiðtoga Demókrataflokksins, sem hann sagði gerspillta misindismenn. Flokkinn sjálfan sagði hann hafa að stel'nu sinni að veikja mátt Bandaríkjanna á öllum sviðum. Þetta vakti athygli fjölmiðla á Gingrich, sem upp frá því hefur gætt þess að honum fylgi myndvélar við hvert fótmál. Árið 1986 tók hann við formennsku í GOPAC þrýstihópnum og breytti honum í einni svipan í auglýsinga- og fjáröflunarmiðil fyrir sjálfan sig. Eitt af þeim málum sem Gingrich lagði áherslu á í boðskap sínum var að repúblikanar stefndu á að ná meirihluta þingmanna í báðum deildum þingsins. Full- trúar Repúblikanaflokksins hafa oftast verið þar í minnihluta og hefur það rýrt mjög áhrif flokksins, óháð því hvort forsetinn hafi verið þeirra eður ei. Þingkosningarnar 1994 Flestir repúblikanar voru þeirrar skoðunar fyrir þingkosningarnar í nóvember, 1994, að meirihluti flokksins á þingi væri fjarlægur draumur. Raunin varð hins vegar sú að í kosn- ingabaráttunni fór loks að hylla undir mögu- leika þeirra á því að auka styrk sinn í báðunt deildunt þingsins. Helsta ástæða þessa var óánægja kjósenda með fyrstu tvö árin af forsetatíð Clintons. Þegar Clinton var kjörinn forseti Banda- ríkjanna haustið I992, var það talið til marks um sterka kröfu kjósenda um margháttaðar breytingar á bandarísku þjóðfélagi, rneðal annars á heilbrigðiskerfinu. Eftir valdatöku Clintons létu umbæturnar hins vegar á sér standa. Bölsýni bandarískra kjósenda virtist ganga þvert á árangurinn af efnahagsstefnu Clintons sem mátti teljast viðunandi - hag- VÍSBENDING 17

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.