Vísbending


Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 29

Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 29
notuð til þess að komast í vímu, til dæmis skósverta. Sannast sagna var hann svo fá- kunnandi á þessu sviði að vímuefnaneyslan hafði að mestu takmarkast við messuvín. Af öllu sá hann að hann hlaut að standa langt að baki öðrum á þessu sviði og fremur en að koma upp um sig skilaði hann aldrei inn spurningalistanum. Niðurstöður könnunarinn- ar sýndu mun meiri vímuefnaneyslu en könn- uðurinn hafði búist við, en gæti skýringarinnar ekki einmitt verið að leita í því að þeir sem minnsl notuðu af vímuefnum hafi ekki svarað könnuninni, og hinir kannski heldur ýkt en dregið úr lil þess að vera ekki eftirbátar annarra? Það er mjög erfitt að sannreyna svör við persónulegum spurningum. Kannanir um kyn- lffsreynslu sýna stundum mun hömlulausara líferni en talið hefur verið að tíðkist. Þetta er svið þar sem menn vilja ekki sýnast neinir aukvisar. Sá hefur líklega komist nærri kjarna málsins sem svaraði spurningunni um það hvenær hann hefði öðlast sína fyrstu kynlífs- reynslu þannig: „Ég var mun eldri en flestir segjast hafa verið!“ Öllum svörum um atriði sem teljast per- sónuleg verður að taka með varúð. Til viðbót- ar við það sem hér að ofan er talið má telja spurningar um tekjur eða jafnvel lífsviðhorf. Er líklegt að við förum að viðurkenna fyrir bláókunnugu fólki að við séum ekki ham- ingjusöm? Suma næst hvorki í símleiðis né gegnum póstþjónustuna. Þetta eru til dæmis þeir sem vinna mikið, skemmta sér mikið á kvöldin, eru langdvölum erlendis eða af öðrum ástæð- um ekki inikið heima við. Sama gildir um þá sem eru á hælum eða sjúkrahúsum. Ef þessir einstaklingar eru með aðrar skoðanir eða venj- ur en allur fjöldinn, gefur venjulegt úrtak ranga mynd. Sem dæmi má nefna, að væntan- lega hafa sjúklingar að jafnaði mun lægri tekjur en heilbrigðir og könnun þar sem ekki næðist í menn á spítölum gæti því ofmetið meðaltekjur þjóðarinnar. Sumar kannanir reyna að leiðrétta þennan mismun út frá fyrri reynslu, en það gefst mis- jafnlega. Það skiptir þá miklu að könnunin hefur tapað aðalsmerki sínu, hún er ekki leng- ur eingöngu byggð á hreinu handahófsúrtaki. Það er oft hægt að leika sér með prósentur. Vorið 1992 var sagt frá því að alvarlegum umferðarslysum á börnum í Reykjavík hefði fjölgað um rúm 40% á árinu 1991. Þessi mikla hækkun vakti mikinn ugg með mönnum og farið var að ræða um til hvaða aðgerða skyldi grípa. Þegar málið var kannað nánar kom í ljós að slysunum hafði fjölgað úr 27 í 38 eða um ellefu. Árin 1989-90 voru slysin heldur færri en að meðaltali, þannig að í raun var út- koma ársins 1991 ekki ósvipuð meðaltali næstu tíu árin þar á undan. Þegar tölumar eru lágar munar mikið um hvern einstakan. 1 þessu dæini var hver einstaklingur tæp 4% af slysafjölda ársins 1990. Búningur talna getur oft skipt mestu um það hvernig okkur verður við að heyra þær. Á íslandi vakti það mikinn óhug þegar fyrst birt- ust fréttir af því að einstaklingur hefði fundist með eyðnismit. Jafnframt kentur það alltaf illa við menn þegar nýjustu tölur berast urn fjölda þeirra sem hefur greinst með sjúkdóminn. Segjum að fjöldi þeirra sem smitast hafí sé nú 250. Það er vissulega skuggalega há tala. En ef bent er á að innan við einn af hverjum þúsund Islendingum hafi smitast gæti það róað ýmsa. Smit hefur einkum verið tengt ákveðnum áhættuhópum, þannig að innan þeirra hefur hlutfall smitaðra verið mun hærra, en um leið mun lægra meðal hinna sem eru utan hópanna. Til dæmis gæti einn af hverjum fjórum fíkniefnasjúklingum verið smitaður. Vandamálið kann að stækka eða minnka eltir því hvernig frá því er sagt, jafnvel án þess að sá sem segir frá ætli sér að villa unt fyrir okkur. Þetta getum við aðeins varast með því að vera vel á verði. Glanstímarit og helgarblöð birta öðru hvoru „kannanir" um það t.d. hver sé best klædda konan hér á landi eða gáfaðasti Islend- ingurinn. Þessar kannanir þykja gott lesefni og stundum er vitnað í þær sem skýrslur urn það að þessi eða hinn sé afskaplega gáfaður, eða beri af öðrum í klæðaburði. Einhver kynni að hugsa með sér að hann þekkti ekki alla Islendinga og gæti þess vegna ekki dæmt um hver væri gáfaðastur, hvað þá að hann vissi hvernig allar konur væru klæddar. En þessar „kannanir" eru ekki gerðar með sama móti og venjulegar skoðanakannanir heldur eru valdar dómnefndir sem í sitja örfáir einstaklingar, oftast valdir úr kunningjahópi blaðamanna. Þeir velja svo aftur einhverja sem þeir þekkja sent best klæddan eða jalnvel verst klæddan. Menn geta aldrei valið úr öðrum en þeir þekkja, þannig að annað hvort velja menn úr VÍSBENDING 29

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.