Vísbending - 22.08.1997, Síða 2
V
ISBENDING
Miðstjóm og markaður: Eitt dæmi enn
M
Hversu algild eru lögmál efna-
hagslífsins? Á eitt við á einum
stað og annað á öðrum? Margir
hagfræðingar töldu lengi vel, að s vo væri
á vissum sviðum. Menn gerðu að vísu
mismikið úr þessu. Þetta leiddi til þess,
að til varð sérstök tegund hagfræði handa
þróunarlöndum, þróunarhagfræði. Fá-
tækralönd þriðja heimsins voru eftir
þessari kenningu talin svo frábrugðin iðn-
ríkjunum, að venjuleg hagfræði var ekki
talin henta í hitabeltinu.
Menn settu sig þá í allt
aðrar stellingar, þegar
efnahagsvandamál fá-
tækra landa bar á góma.
Sumir töldu jafnvel, að
tilskipanabúskapur gæti
hentað í Afríku og annars
staðar um þriðja heim-
inn, þótt hann ætti ekki
við í Evrópu og Ameríku.
Nú er öldin önnur. Það
eru líklega engar umtals-
verðarýkjur, þótt sagt sé,
að þróunarhagfræði sé í
þann veginn að innlim-
ast í aðra hagfræði: það
virðist m.ö.o. gagnlegra
yfirleitt að leggja rækt
við það, sem rík lönd og
fátæk eiga sameiginlegt,
en hitt, sem skilur þau að.
Eitt af því, sem skildi þau
helzt að fyrr á þessum aldarhelmingi, var
það, að mörg þróunarlönd kusu að taka
upp miðstýrðan áætlunarbúskap að
sovézkri fyrirmynd að fengnu sjálfstæði
eftir 1960 frekar en markaðsbúskap. Nú
er Ijóst, að markaðslöndunum hefur reitt
miklu betur af en miðstjórnarlöndum, án
undantekningar, nær og fjær. Það er hægt
að nefna mörg pör 1 anda, sem stóðu í svip-
uðum sporum í efnahagslegu tilliti og
bjuggu nokkrum áratugum síðar við
gerólík lífskjör vegna þess, að annað
stundaði áætlunarbúskap og hitt mark-
aðsbúskap. Kunnustu dæmin eru Eistland
og Finnland, Austur- og Vestur-Þýzka-
land, Tékkland og Austurríki, Tansanía
og Kenía, Búrma og Tafland, Norður- og
Suður-Kórea, Kína og Taívan. Ég sagði
söguna af Tansaníu og Keníu og af
Búrmu, sem herforingjarnir kalla nú
Mjanmar, og Taílandi hér í Vísbendingu
í sumar leið, og nú langar mig að bæta
einu dæmi við.
Víkur þá sögunni austur á Indlandshaf.
Madagaskar og Máritíus
ar eru m.a. eyjar tvær, og heitir önnur
Madagaskar og hin Máritíus. Mada-
gaskar er risavaxið eyland um 400 kfló-
metra frá austurströnd Afríku, fjórða
stærsta eyja heims, tæplega 600 þúsund
ferkflómetrar að flatarmáli eins og Texas,
þ.e.a.s. stærra en Frakkland. Máritíus er
hins vegar dvergvaxin í allar áttir, aðeins
um 2 þúsund ferkílómetrar. Madagaskar
er miklu strjálbýlli: þar búa nú 14 millj-
ónir manns á móti 1 milljón á Máritíus.
Madagaskar var frönsk nýlenda og fékk
sjálfstæði árið 1960. Máritíus var fyrst
undir hollenzkum yfirráðum, síðan
frönskum og loks brezkum, áður en eyjan
varð sjálfstæð árið 1968. Frakkar mörk-
uðu djúp spor í Máritíus eins og víða
annars staðar, svo að margireyjarskeggjar
eru betur heima í frönsku en ensku.
Myndin sýnir, hvernig landsframleiðsla
á mann hefur þróazt í löndunum tveim
s.l. 30 ár. Þennan tíma hefur framleiðsla
á mann á Máritíus aukizt um 3lA% á ári
að jafnaði, á meðan hún hefur dregizt
saman um næstum 2% á ári á Madagaskar.
Við upphaf tímabilsins, 1966, voru tekjur
á mann í Máritíus u.þ.b. tvöfalt meiri en
á Madagaskar. Fram til ársins 1972 virtist
miðstjórnin (sjálfir kölluðu þeir það rót-
tækan sósíalisma) á Madagaskar hafa
vinninginn yfir hið blandaða búskaparlag
á Máritíus, en þá skildu leiðir. Síðan hafa
tekjur á mann minnkað um helming á
Madagaskar, á meðan þær hafa aukizt
um 150% á Máritíus. Á kaupmáttar-
kvarða, sem er ætlað að eyða áhrifum
óraunhæfrar gengiskráningar á skráðar
þjóðartekjur, ertekjumunurinn enn meiri:
þáeru tekjur á mann orðnarríflega tuttugu
sinnum meiri á Máritíus en á Madagaskar,
eða 13200 Bandaríkjadollarar á móti 600.
Sem sagt: tvöfaldur munur er orðinn tví-
tugfaldur á minna en einum mannsaldri.
Hagvaxtarmunurinn hefur verið enn meiri
s.l. 10 ár, eða næstum 6% vöxtur á ári að
jafnaði á Máritíus 1985-1995 á móti -2%
á Madagaskar.
Aðrir hagvísar, sama saga
Ef menn vissu ekkert annað en þetta
um þessi tvö lönd, á hvað my ndu þeir
þá gizka varðandi aðra hagvísa?
• í hvoru landinu ætli verðbólgan hafi
verið meiri? Svarið er Madagaskar. Þar
var verðbólga 13% áári aðjafnaði s.l. 30
ár og 18% ár ári s.l. 10 ár
á móti 9% á ári á Máritíus,
hvort tímabilið sem tekið
er. Meiri verðbólga hélzt í
hendur við minni hag-
vöxt—og kemur Islend-
ingi ekki á óvart.
• Hvort landið ætli flytji
meira út af hráefnum?
Svarið er aftur Madagask-
ar. Þar nemur hráefnaút-
flutningur 80% af heildar-
útflutningi á móti 10% á
Máritíus. Þetta rímar vel
við þá hugmynd, að of
mikil hráefnaútgerð geti
verið blendin blessun.
Hvort landið ætli sé
skuldugra við umheim-
inn? Svarið er enn Mada-
gaskar. Þar neinur núvirði
erlendra skulda 160% af
landsframleiðslu á móti
35% í Máritíus. Erlendu lánsfé var á
Madagaskar mokað í óarðbærar fram-
kvæmdir, sem drógu úr hagvexti, þegar
frá leið.
• Hvort landið ætli leggi annars meiri rækt
við erlend viðskipti? Svarið er Máritíus.
Þar námu útflutningur og innflutningur
samtals 120% af landsframleiðslu 1994
á móti 54% á Madagaskar. Munurinn var
enn meiri fyrr á tímabilinu. Erlend við-
skipti örva hagvöxt og öfugt—ekkert nýtt
í því.
• Hvort landið ætli verji meira fé til fjár-
festingar? Svarið er aftur Máritíus. Þar
nam fjárfestingin fjórðungi af landsfram-
leiðslu 1994 á móti 11% á Madagaskar.
Arðbær ljárfesting er ein helzta upp-
spretta hagvaxtar, engu síður í afskekkt-
um plássum en annars staðar.
■ Hvort landið ætl i sé lengra komið á leið-
inni frá landbúnaði til iðnaðar, verzlunar
og þjónustu? Svarið er enn Máritíus. Þar
stendur landbúnaður á bak við 9% af
Framhald á síðu 4
Þorvaldur Gylfason
prófessor
2