Vísbending


Vísbending - 15.01.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 15.01.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING 15.janúar 1999 2. tölublað V i k u r i t u m v i ð s k i p t i og efnahagsmál 17.árgangur Spáð í nýja árið ótt ýmsar blikur kunni að vera á lofti virðist sem nokkur bjartsýni ríki um horfiir í efnahagsmálum hér á landi á þessu ári. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir 5% hagvexti í ár og yrði það fjórða árið í röð sem skipaði þessu tímabili á háan stall í samanburði við önnur hagvaxtarskeið aldarinnar. Helsti íylgikvilli góðærisins er aukning á einka- neyslu sem veldur miklum viðskipta- halla. Öðrum algengum fylgikvillum, svo sem verðbólgu, hefur verið haldið niðri með skynsamlegri notkun hagstjómar- tækja og hafa margir hagstæðir atburðir hjálpað til við að gera þetta tímabil einstakt. Alþingiskosningar verða í ár og merkja hefur mátt ákveðinn slaka í opinberu aðhaldi vegna þessa, bæði í íjárlögum fyrir árið og einnig hefur verið upplýst um framtíðaráform stjórnvalda, svo sem byggingu tónlistar- og ráð- stefnuhúss í Reykjavík og nokk- urra menningarmiðstöðva úti á landi. Sennilegt er að nokkurrar spennu muni gæta á verðbréfa- markaði vegna aukins lífeyris- spamaðar, ekki aðeins vegna við- bótarlífeyrisspamaðar heldur einnig vegna þess að í hönd fer fyrsta heila árið þar sem allir laun- þegar (líka atvinnurekendur og sjálfstætt starfandi einstaklingar) verða að greiða 10% framlag í líf- eyrissjóð. Ahrif hinnar nýju myntar, evrunnar, munu sennilega koma fram smátt og smátt eftir því sem tíminn líður og ekki er víst að íslensk fyrirtæki verði fyrst um sinn vör við lægri viðskipta- kostnað en áður. í Norður-Ameríku og Evrópu virðist sem varfærin bjartsýni ríki, ekki síður en hér á landi. Þjóðhagsstofnun Um miðjan desember var birt endur- skoðuð spá Þjóðhagsstofnunar sem gerir ráð fyrir að á þessu ári verði hagvöxtur 5%, viðskiptajöfnuður verði neikvæður um 30 milljarða, kaupmáttur vaxi um 5%, atvinnuleysi lækki í 2,5% og verðbólga vaxi í 2,5%. Bent er á vax- andi þrýsting á vöru- og vinnumarkaði og hvatt til aðgæslu í opinberum fjár- málum og efnahagsstjómun. Bent er á mikinn útlánavöxt sem dæmi um þennan þrýsting. Þenslumerki eru víða Flestum stórframkvæmdum síðustu ára er lokið eða þær langt komnar ef frá eru taldar virkjunarframkvæmdir. Verðlag á flestum sjávarafurðum hefiir fremur hækkað en hitt og ytri skilyrði hafa reynst islensku þjóðarbúi hagstæð. Fjárstreymi til einstaklinga og fyrirtækja hefur því vaxið töluvert um nokkurt skeið og hefur það komið ff am i verulegri aukningu á einkaneyslu, auk aukningar á fjárfestingu fyrirtækja. En það er ekki nóg, því að verulegurvöxturhefúreinnig orðið í útlánum bankastofnana sem bendir til þess að almenningur eyði um- fram tekjur og fjármagni hluta af neysl- unni með lántökum. Helst hefur mátt merkja aukna neyslu í ört vaxandi bif- reiðainnflutningi, auk þess sem mikil eftirspum hefur verið á fasteignamark- aði. Vextir hafa farið fremur lækkandi, sem enn hefur ýtt undir þessa þróun. Það að verðbólga hefúr ekki látið á sér kræla má þakka gengisstýringu en geng- ið var lækkað um 3% á síðasta ári. Verk- efni þessa árs verða mjög krefjandi, sér- staklega ef almenningur rifar ekki seglin í tíma og ef ytri aðstæður verða óhag- stæðari en nú er. Aukinn sparnaður, bæði þvingaður og frjáls lífeyrisspam- aður, mun vega nokkuð upp á móti þessu ástandi en getur þó stuðlað að þenslu á verðbréfamarkaði vegna auk- innar samkeppni og stóraukins fjár- magns sem verður til umsýslu. Kosningaár rátt fyrir yfirlýsingar um hið gagn- stæðabera fjárlög þess nokkur merki að kosningar fara í hönd. Staða ríkis- sjóðs er þó þokkaleg og nokkur árangur hefur náðst við að lækka skuldirríkisins. Sveitarfélögin hafa hins vegar sleppt nokkuð fram af sér beislinu og grefur það undan þeim jákvæðu áhrifúm sem annars hefðu orðið í opinbemm fjármálum. Tónlistar- og ráðstefúuhöll sem byggja skal ánæstu ámm, auknokk- urra menninganniðstöðva sem byggja skal vítt og breitt um landið, em ávísanir sem gefnar eru út til fr amtíðar ogþarf að greiða þótt síðar verði. Kosningaskjálfti olli því að þorið skorti þegar tækifæri buðust til að hraða einkavæðingu ríkis- bankanna á síðasta ári og er það miður, sérstaklega vegna þess hve almenningur hefur virst jákvæður í garð þessarar aðgerðar. Varfæmisleg bj artsýni A fskrifum erlendra dagblaða og tíma- .iYrita má ráða að menn em tiltölulega bjartsýnir á framvindu efnahagsmála, sérstaklega í Evrópu og einnig virðist útlitið vera nokkuð hagstætt í Norður- Ameríku. Auðvitað setja menn íjöldann allan af fyrirvömm, t.d. um áhrif réttar- halda y fir Bandaríkj aforseta, áhri f krepp- unnar í heiminum og áhrif evrunnar á aðragjaldmiðla en viðhorfið virðist krist- allast í því hvort bandarískir neytendur muni halda áfrarn sinni frjálslegu neyslu- stefnu (og þá verði allt í lagi) eða hvort þeir kunni að draga saman seglin (og þá Framhald á síðu 4 Mynd 1. Þrónn hag\>axtar og spár um fram- vindu. 7 Horfur á nýju ári litasta ^ Þórður Friðjónsson Ijallar Þór Sigfússon veltir fyrir m Framhald á grein ÞórsN I nokkuðafóvissuumáhrif / um aflgjafa góðærisins en -2 sér ferlinu sem hófst mcð /| Sigfússonar urn þróun _L kreppunnar sem stungið hann er að hans mati stór- einkavæðingu ríkisbank- ™T banka hér á landi og grein hefur sér niður víða. iðjuframkvæmdir. anna. Hvað gerist næst? um horfur á nýju ári. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.