Vísbending - 24.03.2000, Side 3
ISBENDING
Kynþáttamismunun í ljósi hagfræðinnar
Ásgeii' Jónsson
hagfræðingur
Asíðasta ári ásakaði blökku-
mannaleiðtoginn Jesse Jackson
hátæknifyrirtækin í Kísildal í
Kaliforníu um kynþáttamismunun
vegna þess hversu fáir blökkumenn eru
þar við vinnu. Þetta var aðeins ein af
mörgum slíkum herferðum. Árið áður
hafði Jackson ráðist gegn verð-
bréfafyrirtækjum á Wall Street og upp-
skorið drjúgar fjárhæðir í sjóði hreyfing-
ar sinnar auk loforðs um lokun fjármála-
markaða á fæðingardegi Marteins Lút-
ers King. En fyrirtækin í Kísildal voru
fljót að benda á að um 30% af vinnuafli
þar um slóðir væri dökkt á hörund og
t.d. af indverskum eða kínverskum upp-
runa. Ástæðan fyrir því að blökkumenn
væru þar ekki fleiri væri sú að fáir úr
þeirra hópi hefðu tæknimenntun eða
áhuga á því að starfa við tæknifyrirtæki.
Eftir nokkurt þóf varð Jackson að gefast
upp og sneri athygli sinni að banda-
rískum sjónvarpsstöðvum og um
síðustu jól hafði honum heppnast að
herja út bæði fé og loforð um að fleiri
blökkumenn sæjust í sjónvarpsþáttum.
Hins vegar vekur þetta spurningar um
áhrif hörundslitar og uppruna á
efnahagslega velgengni.
Kynþættir og menning
Pólitísk umræða hefur lengi snúist um
kynþætti. Á fyrri hluta aldarinnar
hafði sú skoðun fylgi að erfðafræði réði
því að sumir kynþættir væru einfaldlega
betri en aðrir. Nú virðist hins vegar margir
neita því að nokkur munur geti verið til
staðar og kynþáttahatur sé eina skýr-
ingin á því að fólk af mismunandi
uppruna er misjafnlega áberandi eftir
greinum. Þó er ljóst að það er munur á
milli kynþátta í margvíslegum efnum en
jafnframt að mjög erfitt er að skýra hann
með líffræði- eða samsæriskenningum.
Meiru máli skipta þau menningargildi
sem ólíkir hópar aðhyllast og geta verið
mjög breytileg innan samfélags. Svo
vill til að menning skiptist oft upp eftir
kynþáttum eða þjóðernisuppruna og
rennur því saman við líkamseinkenni í
hugafólks. Þessi menningarmunurgetur
haft efnahagslega þýðingu. Landnáms-
saga Bandaríkjanna geymir ótal dæmi
um hvernig ólík þjóðarbrot lögðu sig
eftir mismunandi atvinnugreinum.
Nærtækast er þó að líta til Kanada.
Á síðustu öld seltust Úkraínumenn
og íslendingar að í Manitoba. Þeir fyrr-
nefndu voru ólæsir en vanir kornrækt
pg þeim aðstæðum sem ríkja þar vestra.
íslendingar voru aftur á móti læsir en
vissu ekkert um akuryrkju. Fljótlega
myndaðist sérhæfmg þar sem Úkraínu-
menn héldu sig við landbúnað en
íslendingar fóru út í verslun og þjón-
ustu þar sem kunnátta þeirra nýttist
betur. Þessi sérhæfing varð til þess að
sem hópur urðu Vestur-íslendingar vel
efnaðir og áberandi í viðskiptum og
stjómmálum og þó að nú sé rúmlega öld
liðin frá landnámi er enn nokkur munur
á þessum hópum.
Hagfræðiskýringar?
Hagfræðikenningar um hvernig
utanríkisviðskipti verða til þess að
lönd og þjóðir sérhæfa sig í framleiðslu
em vel kunnar. Stundum er þetta vegna
náttúruskilyrða eða auðlinda, en oft
virðast tilviljanir og sögulegar ástæður
ráða því hvaða sérhæfingarmynstur
myndast. Hið sama ætti því að geta gerst
innan hagkerfa þegar ólfkir menningar-
hópar versla sín á milli og ætti það að
vera til góðs. En hvað á við ef sérhæfingin
sprettur fyrst og fremst af mismunandi
menntunarstigi? Slíkt gerist í utannkis-
viðskiptum þar sem þróunarlönd flytja
út vinnuaflsfrekar vörur en iðnþróuð
lönd sérhæfa sig í hugvitsgreinum. Ber
að líta á menntun sem val eða forréttindi?
Það er heldur ekki sjálfgefið að allir sætti
sig við sérhæfingarmynstrið sem mynd-
ast og oft vakna grunsemdir um að
velgengni eins sé á kostnað annars.
Tuttugasta öldin geymir mörg dæmi
um átök á milli stétta en versta hatrið
blossar upp ef hægt er tengja „efna-
hagslegt óréttlæti" við kynþætti og
þjóðerni, sérstaklega ef einhverjum
minnihluta gengur vel og meirihlutanum
finnst á sér troðið og reynir að leiðrétta
niðurstöðu frjálsrar samkeppni með
pólitískum leiðum. Sé aftur litið til
Úkraínumanna og íslendinga er ljóst að
þessir tveir hópar hafa áþekkt útlit,
samlöguðust ágætlega og því var ekkert
tilefni til kynþáttatogstreitu. Þeirbjuggu
líka ílandi þar sem hagvöxtur hefur skilað
sér til allra þjóðfélagsþegna og auði er
dreift í gegnum skatta, skóla og heilsu-
gæslu. En önnur lönd eru ekki svo láns-
söm.
Kúgun meirihlutans
Arið 1994 fylltist öll heimsbyggðin
hryllingi þegar fregnir bárust af
þjóðarmorði hálfrar milljónar manna í
Rúanda. Þar í landi bjuggu tveir þjóð-
flokkar, hinir upprunalegu svörtu bænd-
ur sem kallast Hútú og mynduðu 82%
þjóðarinnar og svo þjóðflokkur frá
norðanverðri Afríku sem kallast Tútsí
en í honum eru margir kaupsýslumenn
og ýmsir sem eru áberandi í stjómmálum
og viðskiptum. Sá þjóðflokkur hefur
lengi vakið hatur og öfund nágranna
sinna. Svo fór að upp úr sauð og Hútú-
meirihlutinn hóf að „hreinsa" landið
með því að drepa Tútsí-menn með
skipulögðum fjöldaaftökum. Morðin
stóðu yfir í tvo mánuði og enduðu loks
eftir að Tútsí-menn höfðu gert uppreisn
og náð öllu landinu á sitt vald þrátt fyrir
að þeir væru mun færri en Hútú-menn.
Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um
hvernig fátækur meirihluti getur brugð-
ist við velgengni minnihluta með kyn-
þáttahatri. Hið sama gerðist í Úganda
þar sem Idi Amin rak indverskar „blóð-
sugur“ úr landi og gerði eignir þeirra
upptækar. Sama gerðist þegar Indónes-
ar hófu uppþot og réðust á fólk af kín-
verskum uppruna nú fyrir stuttu. Saga
gyðingaofsókna í Evrópu lýsir því
einnig vel hvernig svipaðir híutir áttu
sér stað á Vesturlöndum.
Menningai'gildi?
Allir frnna fyrir menningargildum en
þó er erfitt að henda reiður á þeim.
Efnahagsleg velgengni hefur oft verið
tengd trúarbrögðum, s.s. kenningar Max
Webers um ágæti mótmælendatrúar í
auðsköpun. Á seinni árum hefur hag-
fræðingurinn Avner Greif t.d. sýnt fram
á með leikjafræði hvemig einstaklings-
frelsi varð til þess að byggja upp
stofnanir sem tryggðu samkeppni og
eignarrétt á Ítalíu. En hið sama gat ekki
gerst í Múhameðstrúarlöndum Norður-
Afríku þar sem samfélagið stóð strangan
vörð um hegðun fólks. Þjóðareinkenni
eiga sér þó yfirleitt djúpar rætur sem ná
oft aldir aftur í tímann og varða grund-
vallarlífsgildi s.s. vinnusemi, áhættu-
sækni og velferð afkvæma. Áhersla
evrópskra gyðinga á menntun stafar ef
til vill af því að þekking er sá auður sem
ekki er hægt að gera upptækan. Asíubúar
eru oft fljótir að vinna sig upp innan
þjóðfélaga vegna þess að foreldrar eru
fúsir að fóma sinni eigin velferð og spara
til þess að koma börnum sínum áfram.
Lokaniðurstaðan gæti jafnvel verið
sú að yppa öxlum og tala aðeins um
smekk. Það kynni ef til vill að skýra
fjarveru blökkumanna í Kísildal. En þrátt
fyrir að æ fleiri blökkumenn gangi nú
menntaveginn leita flestir í þjóðfélags-
greinar, s.s. lögfræði, kennslu og félags-
fræði, en leiða hjá sér tæknigreinar. Ef sá
póllinn er tekin í hæðina verður að virða
skoðanir hvers og eins svo lengi sem
(Framhald á síðu 4)
3