Vísbending - 19.12.2001, Page 3
ISBENDING
Horfur um orku í heiminum
Þórður Friðjónsson
hagfræðingur
Horfur um orku í heiminum virðast
með ágætum þrátt fyrir þráláta
umræðu um hið gagnstæða.
Staðfest hefur verið að orkuforði sé
nægur til að mæta eftirspurn til 2020 og
vel það. Upp úr 2020 er búist við að ný
tækni ryðji sér til rúms og geri m.a. kleift
að hagnýta vetni og kolefnisbindingu
(e. carbon sequestration) til orkufram-
leiðslu í þeim mæli að næg orka verði
tryggð um langa framtíð. Orkukreppa
virðist því ekki í sjónmáli þegar litið er
fram eftir öldinni. Hér á eftir verður gerð
grein fyrir líklegri þróun á efitirspurn eftir
orku á næstu tuttugu árum. Einkum er
stuðst við ritið World Energy Outlook
2001 sem Alþjóðaorkumálastofnunin
gaf nýlega út.
Orkuspá
r
Aætlað er að spurn eftir frumorku
muni aukast um 57% milli áranna
1997 og2020, eðasem samsvararárlegum
vexti um 2,0%. Til samanburðar jókst
eftirspurnin árlega um 2,2% frá 1971 til
1997. Eftirspurnin er talin minnka um
1,1 % á ári að tiltölu við Iandsfranileiðslu
á umræddu tímabili sem er það sama og
gerðist frá 1971. Á mynd 1, sem fylgir
hér með, er sýnd þróun eftirspurnar eftir
mismunandiorkugjöfumfrá 1971 ogspá
til ársins 2020. Nánar verður fjallað um
einstaka orkugjafa hér á eftir.
Olía
Samkvæmt spánni verður olía áfram
inikilvægasti orkugjafinn með um 40%
af heildareftirspurninni árið 2020. Þetta
jafngildir 1,9% vexti á ári og fyrir vikið
verðurhlutdeild olíu áfram nær hin sama
og hún er um þessar mundir. Magnið
semhérumræðirer 115 milljónir hráolíu-
fata á dag, borið saman við 75 milljónir
fata árið 1997. Aukin eftirspurn er eink-
um talin koma frá flutningastarfsemi og
samgöngum því takmarkaðir möguleik-
ar eru á að aðrir orkugjafar geti leyst
olíunaafhólmi í sIíkumgreinum.Nægur
ol íuforði er til að mæta þessari eftirspurn
en þó er talið að svokölluð óhefðbundin
olía, sem unnin er úr olíusandi, skipi
smám saman veigameiri sess.
Gas
Eftirspum eftir gasi fer ört vaxandi í
heiminum og er búist við að hún aukist
um 2,7% á ári fram til 2020. Hlutur þess
í heildareftirspurninni er talinn fara úr
Mynd 1. Spá um spurn eftir orku til ársins 2020
Mynd 2. Koltvíoxíðlosun við raforkuframleiðslu eftir
orkugjöfum
milljón tonn C02
10.000/
Kjarnorka
□ 1997 12020
22% í 26%. Mikill gasforði er til í heim-
inum. Þannig dugar þekktur gasforði til
næstu 60 ára miðað við framleiðslu um
þessar mundir og með áætluðum en
óstaðfestum forða dugar hann til 170-
200 ára.
Kol
Áætluð spurn eftir kolum eykst um
1,7% á ári og lækkar hlutdeild þeirra í
heildareftirspurninni nokkuð á næstu
tveimuráratugum, eða úr 26% í 24% árið
2020. Þetta stafar ekki af skorti á kolum
þvíaðgífurlegtmagn ertil afþeim. Miðað
við núverandi franileiðslu nægir forðinn
til a.m.k. 200 ára. Að baki liggja hins
vegar umhverfissjónarmið og er Ijóst
að hagnýting kola í framtíðinni verður
mjög háð því hvernig gengur að þróa
tækni sem skilar nægjanlega hreinni
orku á samkeppnishæfu verði.
Aðrir orkugjafar
Aðrir orkugjafar vega ekki þungt í
heildareftirspurn eftir frumorku eins og
meðfylgjandi rnynd sýnir. Hins vegar er
talið að hagnýting vatnsafls aukist
verulega og söniu sögu er að segja af
öðrum endurnýjanlegum orkulindum,
svo sem vindorku, sólarorku og lífræn-
um orkugjöfum. Framtíð kjarnorku er
óviss en þó er gert ráð fyrir að hlutdeild
hennar í orkuframleiðslunni fari minnk-
andi.
Sérstaða vatnsorkunnar
Af því sem hér á undan hefur verið
rakið má sjá að vatnsaflið er ekki
stór þáttur í orkuframleiðslu heimsins.
Rétt er þó að benda á að ef eingöngu er
litið til raforkuframleiðslu er hlutur
vatnsorkunnar áætlaður 15,2% árið
2020. Einnig er rétt að benda á að hag-
nýting vatnsafls leiðirtil mun minni los-
unar gróðurluisalofttegunda en helstu
orkugjafar aðrir. Þetta má sjá á mynd 2
sem fylgir hér með (sjá Pál Harðarson 0.
fl. Conventional Energy Resources for
(Framhald á síðu 4)
3