Vísbending


Vísbending - 07.01.2005, Side 3

Vísbending - 07.01.2005, Side 3
V ISBENDING Efnahagshorfur í byrjun árs egar horft er fram á við skiptir mjög i tvo hom varðandi efnahagshorf- ur. Annars vegar eru horfur um hagvöxt, framleiðslu, atvinnu og lífskjör afskaplega góðar. Til marks um það er spáð að hagvöxturinn á íslandi verði nær tvöfalt meiri á þessu ári og því næsta en að meðaltali í aðildarríkjum OECD. Við má bæta að vöxturinn hefur verið meiri hér á landi en víðast hvar um langt skeið (sjá mynd). Hinsvegareruóneitanlegablikur á lofti. Verðbólgan er rneiri en æskilegt væri og viðskiptahallinn stærri. Að nokkru liggja hér að baki eðlilegar skýringar eins og hátt olíuverð, þótt það haJfi lækkað á ný að undanfomu, og um- fangsmiklar fjárfestingar í virkjunum og álframleiðslu. En eftirspum heimilanna fer einnig vaxandi sem veldur þrýstingi á verðlag og kallar á aukinn innflutning. Um margt minnir þessi þróun á það sem gerðist á árunum 1999-2001. A þessum tíma fór verðbólguþrýstingur vaxandi, raungengi krónunnar hækkaði og inn- flutningur færðist í aukana. Eins og gef- ur að skilja hlaut eitthvað undan að láta og svo fór að gengið féll og verðbólgan rauk upp. Þótt jafnvægi kæmist á í þjóð- arbúskapnum á undraskjótum tíma fylgdu þessu róti töluverð óþægindi. Spumingin er hvort tekst að koma í veg fyrir að ójafn- vægið verði svo mikið að þessu sinni að harkaleg lending verði á ný óhjákvæmi- leg innan fárra missera. Eða endurtekur sagan sig? Alþjóðahorfur Skemmst er frá því að segja að íslenskt efnahagslífverðuræalþjóðavæddara. Myndbirting þessa fyrirbæris er ekki ein- vörðungu sívaxandi umfang utanríkis- viðskipta heldur einnig sókn íslenskra fyrirtækjatil annarra landa—útrásin svo- nefnda—og aukin fjármálatengsl við er- lenda markaði. Fyrir vikið eru erlend áhrif á þjóðarbúskapinn orðin víðtækari en áður. Það skiptir því íslenskt efnahagslíf rniklu máli hvar heimsbúskapurinn er staddur í hagsveiflunni. Ef fram undan er hagvaxtarskeið, eins og alþjóðaefnahags- stofnanir spá, er líklegt að útrásin hafi verið vel tímasett og almennt megi reikna með hagfelldum áhrifum á þjóðarbúskap- innutan úrheimi. Einsog endranærerþó ekki á vísan að róa í þessum efnum. Hvað getur farið úrskeiðis í alþjóða- efnahagsmálum? Sennilega er ríkust ástæða til að hafa áhyggjur af ástandi rnála í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur hagvöxtur í Bandaríkjunum eink- um knúið áfram vöxt heimsbúskaparins. En tvíburahallinn þar — fjárlagahalli og viðskiptahalli — fær ekki staðist til lengdar og til þess hlýtur því að draga að aðrar þjóðir, einkum í Asíu, veigri sér við því að ijármagna þennan halla með eigin afgangi. Ekki eru nema tvær leiðir til að draga úr viðskiptahalla Bandaríkjanna:annarsvegaraðhaldssöm fjármálastjóm og peningastefna; hins veg- ar gengislækkun dollarans. Bandaríkja- stjóm hefur enga tilburði sýnt til að herða tökin í ríkisfjármálum og peningastefna seðlabankans þar er enn tiltölulega slök þrátt fyrir nokkra hækkun vaxta á síðasta ári. Af þessum sökum hefúr verið mikill þrýstingur til lækkunar á gengi dollar- ans, einkum gagnvart evru og jeni. Og gengislækkunin gæti átt eftir að verða meiri. Slík þróun gæti leitt til þess að heimsbúskapurinn yrði lengur að ná sér á strik en nú er spáð. Rjúkandi gangur Ekki verður annað sagt en að það sé rjúkandi gangur í íslenskri efnahagsstarfsemi urn þessar mundir. Hagspár, bæði opinberar spár og spár greiningardeilda bankanna, eru flestar á sömu lund. Hagvöxtur ætti að verða 5-6% á ári næstu tvö árin en svo hægist á honum þegar mestu framkvæmdum við virkjanir og álver lýkur. Einnig er gert ráð fyrir að einkaneysla og fjárfesting í íbúðarhúsnæði vaxi ört. Verðbólga næstu tvö árin gæti orðið á bilinu 3,5-4% ef Seðlabankanum tekst ætlunarverk sitt. Þetta er talsvert yfir verðbólgumarkmiði bankans en undir eða við efri þolmörk þess. Viðskiptahallinn mun magnast til rnuna vegna aukins innflutnings og gæti hann orðið sá mesti í sögunni árið 2006 þegar stóriðjuframkvæmdir standa sem hæst, á bilinu 12-14% af landsfram- leiðslu, en svo ætti heldur að draga úr honum þótt hann verði áfram mikill. Þá Hagvöxtur á íslandi, Bandaríkjununt og Evrusvœði 1996-2003 og 2004-2006 2% % !'ó isiand Bandaríkln EvrusvæO, verður atvinnuleysi vafalaust afar lítið. Víðast hvar tækju menn svona spám fagnandi — og í raun eru flestir sammála um að þetta gæti orðið niðurstaðan ef vel tekst til um hagstjórn. Umgjörð ríkis- fjármálanna liggur að mestu leyti fyrir og þótt margir telj i að á því sviði vanti meira aðhaldvegurþarámóti að Seðlabankinn virðist staðráðinn i að beita vöxtum af afli til að koma í veg fyrir að verðbólga fari úr böndum. Til marks um það er nýleg vaxtahækkun bankans sem var mun meiri en markaðurinn reiknaði með. Þannig gæti atburðarásin orðið í samræmi við spár a.rn.k. næstu tvö árin. Endurtekur sagan sig? Flestir eru sammála um að einhvers konar lending eftir þetta háflug sé óhjákvæmileg — og jafnframt eru ntenn sammála unt að hún feli í sér aðlögun á raungenginu. Menn greinir hins vegar á um hvenær hún verði og hvemig. Til þess að átta sig betur á þessu má hugsa sér tvö mismunandi tilvik: annars vegar harka- lega lendingu og hins vega mjúka. Lítum fyrst á fyrri kostinn. Seðlabank- inn gæti þurft að hækka vexti meira en nú er búist við til að halda aftur af verð- bólgu og eftirspurn. Hærri vextir ýttu undir frekara innstreymi fjármagns til landsins og fyrir vikið hækkaði gengi krónunnar. Þetta héldi verðbólgu niðri til skamms tíma en yki á ójafnvægið í utanríkisviðskipum.Afþessumsökumyk- ist hættan á skarpri gengisfellingu þegar að því kæmi að fjárstreymið til landsins minnkaði. I slíkri atburðarásfælistlíklega að sagan endurtæki sig frá 2000-2001. Þá var lendingin töluvert harkaleg. Sem dæmi dróst einkaneysla saman um 5% milli ára. Þessi aðlögun var knúin áfrarn af mikilli gengislækkun og henni fylgdi talsvert verðbólguskot. Við það minnk- aði almennur kaupmáttur og skuldastaða heimilanna versnaði, sem hafði í för með sér umtalsverðan samdrátt í einkaneyslu og fjárfestingu. Þetta dugði til að snúa viðskiptahallanum, sem mældist 10% af landsframleiðslu árið 2000, í afgang upp á 1% af landsffamleiðslu árið 2002. Er von til að lendingin verði mýkri að þessu sinni? Sunit hnígur í þá átt. Þar má nefna að gengi krónunnar er nú fljótandi og umgjörð peningastefnunnar er mun öflugri en hún var. Við bætist að við erunt reynslunni ríkari — þótt við vitum svo sent ekki hvað sú reynsla vegur þungt. Ef vel tekst til gæti sú aðlögun sem þarf að verða á raungenginu gerst smám saman á lengra tímabili. 3

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.