Vísbending - 22.09.2006, Blaðsíða 1
V
V i k u
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
22. september 2006
36. tölublað
24. árgangur
ISSN 1021-8483
Skuldir fyrirtækja
Mynd: Skuldir nokkui ra aðila i milljördum króna J)
200,0
150,0
100,0
50,0
-50,0 □ Skuldir alls
m Skuldir-veltufé
Heimild: Arsreikningar Jyrirtœkjanna.
Að undanförnu hafa í
Morgunblaðinu ver-
ið birt greinaskrif um
skuldir Dagsbúnar annars vegar
og íslenska ríkisins hins vegar.
Kveikjan er færsla á vefsíðu
Björns Bjarnasonar (BB) 12.
september síðastliðinn: „I frétt-
um var sagt frá því, að Dagsbrún,
Baugsmiðlafyrirtækinu, hefði
verið skipt í tvennt. Mikill tap-
rekstur var á fyrri hluta ársins
eða nálægt 1,5 milljörðum og
Dagsbrún skuldar um 73 millj-
arða króna eða meira en íslenska
ríkið.“
Hreinn Loftsson (HL) segir í
Mbl. 19. september: „Hannsegir
að skuldir Dagsbrúnar séu um 73
milljarðar króna „eða meiri en
skuldir íslenska ríkisins". Sam-
kvæmt mánaðarskýrslu Lána-
sýslu ríkisins nú í september árið
2006 nema innlendar skuldir rík-
isins tæplega 122 milljörðum króna og
erlendar skuldir tæpum 84 milljörðum
króna. Samtals erþví um að ræða u.þ.b.
206 milljarða króna.“
BB í Mbl. 20. september: „Staðatek-
inna lána lækkaði úr 253 milljörðum í
196 milljarða í árslok 2005. Þar afvoru
erlend lán 85 milljarðar samanborið við
141 milljarðáriðáður. Hreinskuldastaða
rikissjóðs, þ.e. skuldir að frádregnum
veittum lánum, var í árslok 60 milljarðar
í stað 156 milljarða króna i ársbyrjun,
að því er fram kemur.“
HL í Mbl. 21. september: „Nú þyk-
ist Björn hafa sagt 73 milljarða króna
skuld Dagsbrúnar„hærri en 60 milljarða
hreina skuldastöðu ríkisins." Ef þetta
er það sem Björn vildi sagt hafa, þá
hefði hann til samanburðar átt að draga
veltufjármuni frá heildarskuldum Dags-
brúnar. Þá kemur út mun lægri fjárhæð
en 73 milljarðar króna eða u.þ.b. 54
milljarðar króna. I grein minni dró ég
enga dul á, að þetta væru nriklar skuldir
hjá Dagsbrún og að skuldastaða ríkis-
sjóðs væri góð“.
Orðaskiptin sýna hve mikilvægt er
að menn séu sammála um grundvallarat-
riði áður en deilur hefjast, en hún vekur
upp áhugaverða spurningu: Hve rnikið
skulda íslensk fyrirtæki?
Hve hreinar skuldir?
itt afþví sem hefur einkennt hagkerf-
ið álslandi að undanfömu er hve auð-
velt hefur verið að fá lán. Sumir orða það
svo að góðærið hafí verið fengið að láni.
Skuldsettar yfirtökur hafa verið algengar
á undanfömum ámm og mörg fyrirtæki
hafa vaxið hratt með þeim hætti.
Hér skoðum við hve mikið nokkur
þekkt íslensk fyrirtæki skulda.
Eins og kemur fram í ofan-
greindri deilu er ljóst að mikil-
vægt er að menn skilgreini vel
hvað átt er við þegar talað er
um skuldir. Sá sem á peninga í
banka eða aðrar eignir sem hann
getur fengið greiðslu fyrir fyrir-
varalaust (eða a.m.k. með mjög
skömmum fyrirvara) á auðvitað
létt með að greiða skuldir sínar.
Astæður fyrir því að menn gera
það ekki geta verið margvísleg-
ar.
Heildarskuldir er auðvelt að
finna í ársreikningum. A með-
fylgjandi mynd koma í flestum
tilvikum fram skuldir samkvæmt
sex mánaða uppgjöri árið 2006.
I sumum tilvikunr er miðað við
lokauppgjör árið 2005. Markmið-
ið er ekki að raða fyrirtækjunum í gæða-
röð eftir skuldum heldur að fá hugmynd
um það af hvaða stærðargráðu skuldir
stórra íslenskra fyrirtækja eru. 1 mörg-
um tilvikum hefur skuldastaðan batnað
síðan þessar upplýsingar komu frarn
vegna þess að krónan hefur styrkst. í
öðrum fyrirtækjum hafa skuldir hækkað
vegna þess að fyrirtæki hafa fjárfest. Þar
að auki skipta umsvif fyrirtækjanna líka
miklumáli. Skuldirsemhlutfall afveltu
eru áhugaverð kennitala. Hún segir þó
ekki allt vegna þess að sum fyrirtæki,
til dæmis stóriðja og orkuver, eru byggð
upp í kringum langtímafjárfestingar.
Hreinar skuldir (nettóskuldir) er erf-
iðara að skilgreina svo að allir séu sanr-
mála. Ein leiðerað draga veltufjármuni
frá líkt ogHL gerir. Ekki virðast þó allir
(Framhald á síðu 4)
IFyrirtæki hafa meðal an- A Norðmenn hafa farið aðra ^ Er auglýsingakrónunum A íslenskan er í vörn og
nars stækkað með skuld- / leið í sínu kvótakerfi en “S rétt varið? Mikilvægt er <lJ.enskanístórsókn.Útkoman
settum yfirtökum. Skuldir íslendingar. Kerfið er að auglýsa fyrir þann hóp 1 verður ófögur blanda.
rnargra þeirra nema tugum flókið. sem hefur kaupgetu.
^ milljarða.____________________________________________________________________________________________________