Alþýðublaðið - 02.07.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 02.07.1969, Blaðsíða 14
14 AlþýSublagjg 2. júlí 1969 Juliet Armstrong Töfrahringurinn | I Smáauglýsingar I I 33. I Sandra kinkaSi kolli. — Þá breytast augun í henni. Það er víst vegna þess, að hún er.sannsögu! að eðlisfari. Það eru þeir, sem ganga um síljúgandi, sem komast upp meö það, eins og hún María í mínum bekk. Helen svaiaði þesu engu, og hún þagði, þangað til að Toní gekk til hennar og settist á stólarminn og sagði: — Skilurðu þá, hvers vegna við getum ekki búið í heimavistinni? Helen svaraði þessu engu, og hún þagði, þangað til mikið. Þegar hún fékk loksins málið aftur, bað hún dauðhrædda telpuna að sækjá 'frú Codgett. . Frú Codgett hafði alltaf sama heimilisráðið við hönd- ina, ef einhver veiktist. Það var bolli af sterku og heitu te og Helen fékk hann áður en Toní fylgdi henni til herbergis hennar Toní vildi endilega fá að vera inni hjá henni og gæta hennar, en frú Codgett og Sandra fóru niður til að hita meira te. Helen hugsaði um það, þótt ringluð væri, að hún hefði aldrei trúað því, að svona ungt barn gæti verið jafn blíð og indæl. Toní neitaði að fara, þegar frú Codgett kom upp með teið. Hún sagði að þær Sandra skyldu skiptast á um að gæta hennar og þótt Helen hefði heldur kosið að fá að vera einr, gladdi þessi umhyggja barnanna hana meira en svo, að hún vildi neita boðinu. — En hvað þú ert góð að vera hjá mér, sagði hún við Toní, þegar þær voru tvær einar. Toní laut niður og kyssti hana á kinnina með mjúk- um vörunum. \ — Við höfum verið andstyggilegar við þig, Helen, sagði hún og tárin runnu niður kinnar hennar. — Eða ég þá. Ég var svo reið, þegar þú giftist pabba og komst hingað. Eg ætlaði aö neyða pabba til að senda þig aftur til Ástralíu. Helen klappaði á kinnina á telpunni. — Hvers vegna skiptirðu um skoðun, elskan mín litla? Toní brosti í gegnum tárin. — IVIér fór að þykja vænt um þig fyrir löngu, tautaði hún. — Ég reyndi að láta mér ekki þykja vænt um þig vegna alls þess, sem Anna sagði um, að nú kæmi önnur kona í stað mömmu. En það er svo erfitt núna. Það er mikið skemmtilegra eftir að þú komst. Og svo þegar ég sá, að Anna reyndi að koma illu til leiðar milli ykkar pabba, þá... þá var eins og ég vaknaði af dvala. Eg vissi, að það hefði mömmu þótt Ijótt og voðalegt. — Það lield ég líka, hjartað mitt. Heldurðu ekki, að hún væri fegin því, að nú eigið þið stjúpmóður, Seui þykir mjög vænt um ykkur Söndru báðar? Ég get aldrei komið í stað móður þinnar, én ég get reynt að gera það, sem hún hefði gert, ef hún hefði lifað. | Toní andvarpaði. — Þú verður víst að segja pabba, ■ að við viljum ekki vera í heimavistinni og útskýra | fyrir honum, að við elskum þig meira en Önnu núna | eftir að við höfum kynnzt þér. En þú þarft þó ekki g að segja honum, hvað Anna gerði, er það? Þaö er ekki | þín vegna, sem hún gerði þetta. Það er vegna Tom I Merryls. g — Tom vegna? Helen opnaði augunf og fann sér I til mikils léttis, að sviminn var horfinn. 1 — Já ,sagði Toní hin rólegasta. — Hún vill gift-1 ast honum, en hann vill ekki biðja hennar — eða svo I segir Rósa. Ég held, að hún hefði aldrei hagað sé ■ svorra illa á föstudaginn, ef það hefði ekki verið vegna g þess, að þú fórst út með Tom. Svo strauk hún hendinni yfir ennið á Helen. — Talaðu nú ekki meira. Reyndu að sofna. Helen sofnaði næstum því á stundinni sér til mik- 8 illar undrunar. Þegar hún vaknaði, svimaði hana alls ■ ekkert lengur og hún var banhungruð. —Þú ert fljót.að jafna þig! sagði Sandra mótmæl-1 andi. — Ég átti að hjúkra þér eftir matinn, og nú þarf ■ enginn að gera það! — Nei, alls ekki! sagði Helen glaðlega. — í dag I skulum við koma í langa gönguferð saman, ef þið 1 viljið þá koma með mér. Pabbi lofaði að koma heim I um fjögurleytið og þá getum við komið nægilega I snemma heim til að rista brauð. —Hvernig gat þér batnað svona fljótt? spurði J Sandra. — Það kom enginn læknir, og þú fékkst [ ekki dropa af meðali. i — Ég læknaðist af fögrum draumum og góðum 1 hugsunum, sagði Helen lágt. Dermot stóð við orð sín og var kominn heim klukk-1 an fjögur, og þau skemmtu sér vel við kaffiborðið. Þegar þau voru búin að drekka teið, fóru telpurn I ar út eftir að þær höfðu litið þýðingarmiklu augnaráði 1 á stjúpu sína. Helen ákvað að nú skyldi talað við | Dermot, en hún var ekki byrjuð á máíi sínu, þegar" dyrnar opnuðust, og Rósa kom inn. — Hr. Merryl og Anna eru komin og þau vilja fá I að tala við ykkur bæði, sagði hún og forvitnin skein * úr svip hennar. -r- Þau sögðust vilja tala einslega I við ykkur og því bauð ég þeim inn í dagstofuna. — Merryl og Anna! Hvað í ósköpunum vilja þau? • spurði Dermot undrandi. Helen hikaði. — Ég skil vel, að þau skuli vilja tala I við þið —'en mig.. . . TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Látið fagmann annast viðgerðir og viðhald á tréverki húseigna yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra hústnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggja'ndi: Bretti — Hurðir — Véiarlok kveðið verð. — Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25, Símar 19099 og 20988. GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. Vönduð og góð vinna. Pantið í tíma í síma 15787. BIFREIÐA STJORAR Gerum við aUar tegundir bifreiða. — Sérgrein: hemlaviðgeðir, hemliavaraMlutir. Hemlastilling h.f., Súðavogi 14, Sími 30135. BÓLSTRUN — SÍMI 83513. Hef fkvtt að Skaftahlíð 28, klæði og geri við bóistruð húsgögn. Bólstrun Jóns Árnasonar, Skaftahlíg 28, sírni 83513. BIRKIPLÖNTUR til sölu, af ýmsum stærðum, við Lynghvamm 4, — sími 50572. JÓN MAGNÚSSON, Skuld, Hafnarfirði. PIPULAGNIR Tek að mér viðgerðir, uppsetningu á hrein- lætistækjum, frárennslis-og vatnslagnir Guðmundur Sigurðsson Súni 18717 Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgröf- ur og bílkrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgarinnar. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Súnar 32480 Heimasímar 83882 — 33982. 31080. MATUR OG BENSÍN allan sölarhringinn. Veitingaskálinn, Geithálsi. Áuglýsingasíminn er 14906.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.