Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Page 25

Frjáls verslun - 01.10.1946, Page 25
önnur og jafnari og árangurinn kannske betri, að því er viðskiptin snertir. Þetta er ekki sagt til ámælis slíkum tilraunum, sem þessum, heldur til ábendingar þeim, sem hafa lík áform í huga. í Simpsons-verzluninni við Piccadilly í Lond- on er að finna fluorescent-lýsingu, sem er alveg gagnstæð þessari (sjá mynd). Þar eru ljósastæðin fremur lágt yfir söluborðunum, og lýsingunni er þannig háttað, að ljósin beinast niður á borð- in og kastast þaðan upp í vöruhillurnar á bak við, í stað þess að skella framan í viðskiptamenn- ina. Þetta er einkar heppileg lýsing, vegna þess að hin skæra birta yfir söluborðunum laðar alla búðargesti að sjálfu „viðskiptasvæðinu". Hinn eini verulegi ókostur við þessa lýsingar- aðferð er sá, að möguleikarnir til ljósbrigða hag- nýtast ekki út í æsar, þar sem söluborðin eru aðallega notuð til afgreiðslu en að litlu leyti til útstillinga. Fallega niðurraðaðar verzlunarvörur mundu vera miklu rneira aðlaðandi í þessu hríf- andi ljósi heldur en fegurstu afgreiðslustúlkur á bak við auð borð! Upplýstir sýningarstaðir annarsstaðar í verzl- uninni mundu líka auka á hin þægilegu ljósá- hrif og gefa birtunni skennntilegt misræmis- jafnvægi, og býst ég við að lýsingin verði endur- bætt þannig innan skannns. Þessi lýsing er í al- gjörri mótsögn við aðrar, þar sem lamparnir hanga óskyggðir yfir búðarborðunum og valda óþægindum og truflunum, og er augljóst að verkið hefur kostað mikla vandvirkni og ná- kvæma athugun. Þetta er því til áherzlu vís- bendingum þeim, sem gefnar voru hér að frarn- an, að æskilegt sé að liafa samvinnu við ljósa- sérfræðing um allt. það, er varðar afbrigðilegan 1 jósaútbúnað. Hér verður að lokum getið einnar skemmti- legrar lýsingar enn, sem ég hef rekizt á hjá Dolcis í Oxford Street í London. Þar inni ríkir hljóðlátt og róandi andrúmsloft, sem stafar af hinni óbeinu lýsingu. Reyndar er flestum vel kunnugt, að óbein lýsing er ekki eins áhrifarík og hein eða hálfbein lýsing, en árangur hennar er oft hinn ágætasti og réttlætir iðulega þann auka-tilkostnað, sent hún útheimtir. Sá galli er þó á þessari lýsingu, að hún virkar nokkuð ,,þung“ til loftsins, en ég er viss um að þetta atriði má lagfæra, með því að setja upp fáeina bjarta lampa í beinni sjónarhæð. Einnig má gera þetta með uppljómuðum sýningarköss- um eða ljósaskiltum. (Þýtt úr ,,Display“). 1. Kasiljós-lampi. 2. Útstillingarlampar. 3. Hálsbindá„stativ“. FIUÁLS VERZLUN 185

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.