Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Side 33

Frjáls verslun - 01.10.1946, Side 33
sókn ráðstjórnarinnar eða bægt henni frá á- lilaupum. Einasta viðunandi svarið við rússneska hags- munabeltinu er enskt-amerískt lýðræðisbelti. Og því verðum við að lóða saman slíka varnar- keðju nú þegar, áður en það er um seinan, — svo er okkur sagt. Sem stendur liöfum við kjarn- orkusprengjuna, yfirburði á sjó og í lofti, full- komnustu iðnaðarverksmiðjur heimsins og fær- ustu tæknisérfræðinga. Auk þess njótum við hróðursins af stríðssigrinum og siðferðislegri stríðsforustu. Þessi áhrifatæki okkar verðum við að hagnýta, til þess að sameina allar demokrat- iskar og frelsisunnandi þjóðir í eina stóra og órjúfandi heild. Ekki er gott að gera sér glögga grein fyrir, hvaða lönd ættu að vera GAGNVARNAR- í þessu vesturríkjabelti. BELTIÐ Uppistaða þcss yrði þó án' efa hinar enskumæl- andi þjóðir: Bandarík- in, Bretland og sjálf- stjórnarnýlendur þess. Vestur-Evrópa yrði að vera innifalin, sömuleið- is Ítalía, skandínavisku löndin og kannske Pyr- eneaskaginn. Suður-Ameríka þyrfti að fylgja í kjölfarið. Verið getur að Japan komist á lýð- ræðislegan fót, og með tilstyrk þjóðvarnarflokks- ins kínverska er hægt að reisa hindranir í veg rússnesku útþenslunnar í austurátt. Sumar þessar tillögur fela í sér ýmisleg af- brigði. T. d. stakk Bullitt upp á nokkrum þjóða- bandalögum eða samböndum, — bandalagi ame- rískra lýðræðisríkja, bandalagi lýðræðisríkja Ev- rópu og bandalagi lýðræðisríkja heimsins — sem öll yrðu studd af veldi og auðlindum Bandaríkj- anna. Hann leggur til að við hefjum strax lianda um stofnun slíkra bandalaga, ábyrgumst nú þeg- ar öryggi hverrar þeirrar Jjjóðar, sem áhuga hef- ur á að ganga í slíkt bandalag, útvegum þessum Jjjóðum nauðsynjar og hergögn og lýsum síðan opinberlega yfir þessum samtökum við Rússa, livað sem þeir segja. Aðrir, sem eru dálítið raunsærri, láta sér nægja að benda á bandalag enskumælandi Jrjóða til að byrja með og vænta Jress, að viturleg utan- ríkisstefna og frjálsari samskipti þjóðanna muni smám saman laða fleiri þjóðir að. Hægt er að segja kynstrin öll um slík áform sem Jaessi, og hlutverk okkar í þesskonar sam- tökum, og J^að á líka að ræða margt og mikið FRJÁLS VERZLUN um þau. Það er óhætt að segja, að ráðagerðin sjálf er næsta varhugaverð og órökræn. Hún byggist öllu fremur á trúnni á nauðsyn styrj- alda en friðarvilja, og virðist sýnilegt að endir- inn yrði óhjákvæmilega ný heimsstyrjöld. Það liggur líka beint við að álykta sem svo, að lýðræðisjrjóðasamtök yrðu engu efldari en kommúnistisku samtökin, Jiegar tekið er tillit til nýjustu hernaðartækni. Ekki er hægt að bú- ast við að samtökin geti á nokkurn hátt komið í veg fyrir beitingu loftknúinna kjarnorku- sprengja gegn Bretlandi eða aftrað svipaðri árás á Bandaríkin úr Norðurhöfum. Öll áform, sem rniða að því að fara í kring- um eða grafa undan Sameinuðu Jrjóðunum, eru ófyrirleitnar tilraunir til að rnola niður einustu undirstöðuna, sem von er til að hægt sé að byggja á liöll varanlegs friðar. Hagsmunasvæðakerfið er ekkert annað en ný útgáfa af gamla „vega-salt“-leiknum í valdapóli- tíkinni. Við höfum alltaf álitið Jrennan æsinga- leik óheilbrigðan og háskalegan, og eins og nú standa sakir erum við hvorki pólitískt né sálrænt fullfær um að iðka hann. Þessi framantalin mót- rök og enda fleiri liggja beint við augum gegn tillögum um skiptingu heimsins í tvö andstæð áhrifabelti. Enn eru ó- talin augljósustu gagn- rökin, sem sé Jressi: Þótt Rússland geti sennilega hlaðið upp sínum virkismúrum, er engin ástæða til að halda, að Bretland og Bandaríkin geti steypt upp öflug varnarvirki. Áður en farið er út í umræður um afleiðingar áhrifasvæðastefnunnar, er rétt að hugleiða, hvort tiltækilegt er að koma henni í framkvæmd. Það er erfitt fyrir leikmenn í stjórnmálum að dæma um, hvort Rússland áformar að reka heimsáhrifapólitík (fremur en eingöngu mið- evrópiska), og Joótt svo væri, hvort því myndi heppnast sú fyrirætlun. Lítill vafi leikur á því, að Rússland er nú að skapa sér ítakasvæði í Mið-Evrópu og sækist það greiðlega. Pólland, Rúmenía, Búlgaría, Júgó- slavía og Albanía eru nú J^egar með báða fætur innan dyra hjá Rússum. Ungverjaland og Tékkóslóvakía hneigjast til samvinnu við þá, og með sæmilegri áleitni mætti trúlega fá þau til að ganga skrefið heilt. Finnland er ekki sjálfu BLESSAST ÞETTA? 193

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.