Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Qupperneq 40

Frjáls verslun - 01.10.1946, Qupperneq 40
Jóhannes Nordal, fyrrv. íshússtjóri, lézt 8. okt. s. I. r. háum aldri. Jóhannes var fæddur 8. apr. 1850 að Kirkjubæ í Norðurárdal, A.-Hún., sonur hjónanna Guðmundar Ólafssonar og Margrétar Jónsdóttur, er voru bæði hún- vetnsk. Ungur missli Jóhannes föður sinn, en er hann komst til fullorðinsára, vann hann um allmörg ár að hústörfum hjá bróður sínum, Jónasi bónda á Eyjólfs- stöðum í Vatnsdal, eða lil ársins 1887. Þá fór hann til Vesturheims og slundaði fiskveiðar á Winnipeg- vatni á sumrum en vann við íshús um vetur. Árið 1894 kom Jóhannes heim aftur og gekk þá í þjónustu ísfélagsins við Faxaflóa. Stóð hann fyrir hyggingu fyrsta íshússins í Reykjavík og var forstjóri þess alla stund síðan til ársins 1933. íshúsið var jafnan við hann kennt og kallað „Nordalsíshús“. Var það eitt þekktasta atvinnu- og verzlunarfyrirtæki bæjarins um marga tugi ára, eða allt til þess er það var rifið fvrir fáeinum árum. Þessi fyrsti íshúsrekstur mark- aði tímamót í atvinnulífi höfuðstaðarins, með fryst- ingu beitusíldar og matvæla. Jóhannes Nordal var óvenju heilsteyptur maður, greindur, starfssamur, viljafastur, glaðvær, trygglynd- ur og hóglátur. Þessir mannkostir lians áunnu honum óskoraðar vinsældir allra þeirra, sem höfðu af honum náin kynni, og sennilega flestra viðskiptamanna sinna. Hann var riddari Fálkaorðunnar og heiðursfélagi Styrktar- og sjúkrasjóðs verzlunarmanna. Jóhannes var ókvæntur en átti tvö börn: Sigurð Nordal prófessor og frú Önnu, konu séra Ingólfs Þor- valdssonar í Ólafsfirði. Samúel Púlsson, fyrrv. kaupmaSur í Bíldudal, and- aðist hér í Reykjavík 25. nóv. s. 1. Samúel var fæddur 6. marz 1878 á Brennistöðum í Borgarfirði. Foreldrar hans voru hjónin Páll Guð- mundsson bóndi þar og Oddrún Sigurðardóttir. Hann fluttist til Bíldudals árið 1901 og stundaði þar skó- smíðar. Árið 1916 setti hann þar á stofn verzlun, sem hann rak með hagsýni og atorku fram á síðasta ár, er hann tók sig upp þaðan og settist að í höfuðstaðn- um. 200 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.