Frjáls verslun - 01.09.1947, Side 5
Fulltruarnir á alþjofiaþingi J. (.. I. í borginni Dallas s. i. vor. A myndinni sjást borfifánar allra þátttakandi þjófia. Þ. á. m.
er íslenzki jáninn.
liendur. Meðlímatala hafði aukizt að mun eftir
að stríðinu lauk og aðkallandi þarfir voru víða
fyrir hendi til þess að hrinda af stað ýmsum
málum í þágu bæjarfélaga og þjóðfélaga í lieild.
Verkefnin voru misjöfn í hinurn ýmsu lönd-
um, en þau áttu það sameiginlegt að vera þörf-
menningar- og hagsmunamál á þeint stöðum, er
þeim var hrundið í framkvæmd. Sókn var víða
hafin, með aðstoð útvarps og blaða gegn slíkum
óskyldum þjóðfélagsvandamálum sem kynsjúk-
dómum, umferðaslysum, skorti á fullnægjandi
menntun til handa börnum á skólaskyldualdri,
o. s. frv.
Þá var rekin ýmiskonar fræðslustarfsemi fyrir
meðUmi á sviði verzlunar- og atvinnumála
og þeim gefinn köstur á að æfa sig í ræðu-
mennsku, sem er mjög þýðingarmikið atriði fyr-
ir hvern þann ungan mann að leggja stund á,
sem ætlar sér að komast áfram í þjóðfélaginu.
Rœtt um heimsmál.
Einum fulltrúa frá hverju hinna 27 ríkja, sem
sátu þetta alþjóðaþing, var gefinn kostur á að
taka til máls og tala frá eigin brjósti um ástand
og horfur í alþjóðamálum. Stóðu þessar umræð-
ur í þrjá daga og bar þar margt á góma. Umræð-
unnar fóru fram á fjórum tungumálum, ensku,
frönsku, spönsku og portúgölsku. Sett höfðu ver-
ið upp heyrnartæki fyrir fundarmenn, líkt og
notað er hjá Sameinuðu þjóðunum í Lake
Success, svo að menn gátu heyrt ræðu, sem flutt
var á spönsku, í enskri, franskri eða portú-
gakskri þýðingu, með því að færa til sérstakan
stilli. Gátu menn því fylgzt með öllu, sem fram
fór, þótt ekki skildu þeir þá tungu, er mælt
var á.
Sjónarmið hinna ttngu manna, sem tóku til
máls í þe'ssum umræðum voru ótrúlega lík, þótt
þjóðernin væru fjarskyld og sundurleit. Viss
stefna markaði allar ræðurnar, en hún var sú.
að vandasamasta hlutverk un.gu kynslóðaririnar
væri að afstýra öðru stríði, sent leiða mundi al-
gert böl yfir mannkynið.
Hin sameiginlegu sjónarmið, sent fram kotnu
í þessum umræðum um heimsmál, voru aðal-
lega þessi:
1. Leggja yrði niður með öllu jtá vfirdrottnun-
FRJÁLS VERZLUN
157