Frjáls verslun - 01.09.1947, Page 7
EINAR ÁSMUNDSSON, hrl.:
Hvernig sósíalisminn vard til:
0NNUR
GRE IN
Karl RBarn
Það er engin tilviljun, að kominúnismi og
þjóðernis-sósíalismi festu djúpar rætur í Þýzka-
landi. Dýrkun Þjóðverja á valdboðum „ofan að“
á sér langa sögu, enda hefur engin siðmenntuð
þjóð lagzt eins flöt í dýrkun ríkisvaldsins, eins
og hin þýzka. Kommúnisminn felur í sér, að
með yfirvöld fara fáir menn eða jafnvel aðeins
einn maður og engin andstaða leyfð. Þjóðernis-
sósíalisminn felur liið sama í sér. Þetta fellur
vrel við hinn gamla þýzka anda, sem gerði þá að
miklum hermönnum, og það jafnvel í fornöld,
þegar þeir fyrstir allra þjóða sigruðu Rómverja
og ráktt þá úr landi sínu.
Þýzkir sósíalistar voru ekki á því máli, að ai
nema ríkisvaldið, lieldur jn’ert á móti. Lýðurinn
skyldi taka ríkisvaldið í
sínar hendur og nota
það sér í hag. Þjóðverjar
óskuðu þess innilega að
geta, eftir hörmungar
Napoleonsstyrjaldanna,
fetað í fótspor Englend-
inga og verða mikil iðn-
aðar- og verzlunarþjóð,
en ráðið, sem þeir sáu
til þess, var að ríkisvald-
ið væri nógu sterkt. —
Landið var ouiao i smáríki, en braLt komst á
hreyfing í þá átt að koma öllum þessum mörgu
ríkjum undir eina yfirstjórn. Það var raunar
ekki fyrr en 1871 að slíkt tókst með forystu Bis-
marks, en þó var verkið ekki fullkomnað fyrr
en Hitler sameinaði allar þýzkumælandi þjóðir
með töku Austurríkis, þótt skammvinnt yrði.
Þetta smiðshögg Hitlers kostaði niðurhlutun
landsins á ný.
Fíc.htc.
Fyrirrennarar Karls Marx.
En áður en komið er að sjálfum aðalpostula
sósíalismans, Karli Marx, verður að gera nokkra
grein fyrir þeim mönnum, sem mest áhrif höfðu
á hann og lögðu að verulegu leyti grundvöll-
inn að kenningum hans.
Árið 1806 biðu Þjóðverjar smánarlegan' ósig-
ur fyrir Napoleon við Jena. Reis þá upp maður
að nafni riehte og hélt „ræður Iiinnar þýzku
þjóðar“ scm eru mjög þekktar og dáðar í Þýzka-
landi. Hann var ákafur þjóðernissinni og talcli
að endurreisn mannkynsins eftir styrjaldarvoð-
ar.:i gæti aðeins orðið fyrir tilverknað hinna
gvrmansk-norrænu þjóða. Hann taldi að föður-
landið stæði ofar öllum einstaklingshagsmunum,
og hann bjó til kerli, sem fól í sér að allri fram-
leiðslu skyldi stjórnað af því opinbera, svo og
allri dreyfingu vara o. s. frv. Það hefur með réttu
verið litið svo á, að Fichte væri hinn fyrsti, sem
kom sósíaliskri hreyfingu á í Þýzkalandi.
En sá maður, sem lang mest áhrif hafði á
Marx, var þó Hegel, háskólakennari í Berlín.
Hann var á sínum tíma talinn allra manna vitr
astur, og bækur lians þóttu lnein uppsprettulind
vizkunnar. Islenzkir stúdentar í Höfn á árunum
uin og eftir 1830 þekktu kenningar Hegels vel,
eins og kemur fram í gömlum bréfum þeirra
á milli, t. d. bréfum Jónasar Hallgrímssonar.
„Ert þú Hegelianer eða ertu það ekki?“ spurðu
jieir hvor annan. En einn var sá af stúdentun-
um, sem geðjaðist síður en svo að kenningum
Hegels. Það var Jón Sigurðsson. Ef liann hefði
gert það, hefði hann naumast orðið þjóðhetja
íslendinga. — Nú munu fáir aðrir en þeir, sem
sérstaklega leggja stund á heimsspeki til skóla-
prófs, lesa stafkrók eftir Hegel.
FRJÁLS VERZLUN
15')