Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1947, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.09.1947, Blaðsíða 8
Hegel var rödd sinnar aldar, en ekki var hann þó byltingamaður. En það, sem gerði hann svo fádæma dáðan, var að hann skapaði á umbóta- tímum kerfi, sem átti að fela í sér skýringu á hinum flóknustu fyrirbrigðum sögunnar, lag- anna, stjórnmálanna, siðfræðinnar og líffræðinn- ar. Það má geta nærri, hve kærkomið það var á slíkum umrótstímum að fá í hendurnar regl- ur, sem gáfu svar við flóknustu ráðgátum, og síðan liefur það einkennt: sósíalismann, sem spratt upp úr þessum jarðvegi, að í honum á að felast endanlegt svar við flóknustu ráðgátum, sem saga og samtíð liefur að geyma. Það er engan veginn létt að gera í fáum drátt- um grein fyrir kjarnanum í kennin.gum Hegels, því þær eru tyrfnar og sannarlega enginn barna- matur. Hegel kallaði meginkennin°n sína „día- lectia", og má vel vera að þýðing sé til á því orði á íslenzku, þó ég kunni hana ekki. — En með aðferð Hegels átti að vera hægt að finna eðli þeirra árekstra, sem verða milli hugsjóna- manna, milli stofnana og ntilli þjóðfélaga. Einnig átti að vera hægt að sjá með augum Heg- Hcgel. els, að í öllum þessum árekstrum fólst þó afl, sem sameinaði og kom öllu í jafnvægi að lok- um. „Díalectic" kallaði Hegel það fyrirbrigði, að allt vex, breytist og endurnýjast. Tökum til dæmis e.gg. Það virðist vera eins og dauður hlutur, en það felur í sér frjó, sem á stuttum tíma breytir innihaldi þess. Þessi breyting er ekki til eyðingar heldur þvert á móti, liún veldur því að ný lífvera verður til. Þannig var það kennig Hegeis, að ekkert sé föstum skorðum bundið heldur sé allt breytingum háð. Annað kynið er andstæða hins, en þegar kynin koma saman sprettur af því ný lífvera. Hegel taldi að menn yrðu að httgsa í andstæðum eða „díalectiskt", vegna þess að andstæðurnar væru grundvöllur allrar þróunar. Hann taldi að sér- hvert fyrirbrigði ætti sér andstæðu, en út af því kæmi síðan samruninn — hin endanle.ga mynd. En hver var orsökin til allra þessara breyt inga — hvað var það, sent kom þessunr árekstr- ttm tveggja andstæðra afla af stað, en sameinaði þau að lokttm? Þegar hér er komið, verður fram- setning Hegels svo myrk, að maður sér varla handa sinna skil. Hann ritar um að það sé guð, heimsandinn, sem sé allsstaðar nálegur á ölfum tímum. Guð er andi sameiningarinnar og sköp- unarverk hans ertt ólík — þau eru náttúran, mennirnir og hlutirnir. Nú er Hegel á leiðum flókinnar hásneki, sem hann ritar á mjö,g þungu máli. En niðurstaða Hegels varð sú, að ríkið væri æðsti aðilinn, og Itafði hann þá sérstaklega prússneska ríkið í liuga. I slíku ríki.átti að vera unnt að sameina þjóðerni, sjálfsákvörðunarrétt, velmegun og að ioktim heimsyfirráð. Þetta er ltinn „heimspekilegi" grundvölhtr, sem Marx. byggði á. Marx átti sér fleiri fyrirrennara en Hegel, en þeir verða ekki teknir liér til meðferðár. Þeir voru á ýmsan hátt ólíkir liver öðrum, en Marx tók fiá hverjum þeirra það, sem honum þótti Jienta, en kastaði Jiinu. Uppruni Marx og fyrstu skref. Marx var Gyðingur að ætt og liét að réttu lagi Karl Mordecai. Þegar Marx var á unga aldri, snerist faðir Jians, af stjórnmálaástæðum, frá trú feðra sinna og Jét skírast til málamynda. Marx var því livorki í samíélagi Gyðinga né heldur Þjóðverji. Hann var rótJaus. Þegar hann liafði aldur til, var liann sendur í skóla en þótti þar með afbrigðum pöróttur og ódæll, og endaði með því að hann var rekinn. Síðar gekk lrann í liáskóla, en ekkert Irar þar á lionum. Hann var fjölgáfaður og átti bágt með að festa sig við nokkuð ákveðið, enda bregður faðir lians Jionum um að liann „flækist frá einni vísindagreininni til annarrar." En dýpst álirif Jiöfðu fyrirlestrar Hegels á hann. í fvrstu gleypti liann kenningar Hegels liráar og fylgdi hug- sjónastefnu lians um leiðir til betri samlrúðar mannanna. En brátt kynntist Marx manni þeim, sem Feuerbacli Jiét, og lrinum svoköll- uðu ungu Hegelslið- um, sem Jögðu róttæk- ari og byltingarkennd- ari mérkingu í orð Karl Murx. meistara síns, en Jtann liafði ætlazt til. Hegel var enginn elnisltyggjumaður, en máltak Feuer- bachs var: „Der Mencsli ist was er isst“ — mað- 16(1 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.