Frjáls verslun - 01.09.1947, Side 11
lólatré í banni. — Lýsiskolan logar
aftur. — Mótrök gegn íurSulegum mdl-
flutningi. — Sœnskur spegill handa ís-
lendingum. — Kœliskápar og eldhús-
vaskar. — Skipastóllinn eykst. — Síldin
veður. — Kvöldvaka V. R.
MIKIÐ HEFUR VERIÐ RÆTT í blöðum borgar-
innar um ráðstöfun Viðskiptanefndar, að levfa eng-
an innflutning á jólatrjám í ár. Hlýtur hagur okkar
að vera mjög bágborinn, ef við í fyrsta sinn getum
ekki leyft okkur að flytja inn jólatré, á sama tíma
sem við veiðum síld margar milljónir króna hér við
Faxaflóa og í Icafjarðardjújri, og gotl útlil er um
áframhaldandi veiði. Og þessi innflutningur á jóla-
trjám mun aðeins kosta milli 30—40 þús. krónur í
erlendum gjaldeyri.
• Verður varla annað sagt en að jólin verði fátæk-
leg að þessu sinni fyrir blessuð börnin, þegar þetta
hátíðartákn vantar, því að jólatrén gera heimilin hlý-
legri og skemmtilegri um jólin, og ekki veitti hvað
sízt af því nú, þegar allskonar jólagóðgæti er ófáan-
legt og nauðsynjar skornar við nögl.
■ft-
EITT AF ÞVÍ, sem við íslendingar höfum van-
rækt mikið, er smíði á allskonar þjóðlegum minja-
gri])um fyrir útlendinga, og er það miður, því að
margir þeirra vilja eignast einhvern smáhlut til minn-
ingar um landið og komu sína hingað.
Nú hafa tvær verzlanir hér í bænum komið með
mjög þjóðlegan og skemmtilegan islenzkan minjagrij)
á markaðinn. Þessar verzlanir eru Bókabúð Lárusar
Blöndals og Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur,
en minjagripurinn er lýsislampi úr kopar (kola), af
sömu gerð og lampar þeir, sem notaðir voru hér á
landi á löngu liðnum öldum og voru aðalljósfæri
þjóðarinnar fram að síðustu aldamótum.
Er ekki að efa, að þessum minjagrij) verði vel
tekið, jafnt af útlendingum og íslendingum, sem hafa
gaman af gömlum og þjóðlegum hlutum. Fvlgja
hverjum lamna skýringai, sem þýddar liafa verið á
sænsku og ensku.
★
MARGIR HAFA FURÐAÐ SIG Á grein Finnboga
í Gsrðum, cr birtist í Morgunhlaðinu 18. nóv. s. 1.,
að tilhlutun Landssambands ísl. útvegsmanna, og fjall-
aði um afurðasölumálin og vörukaup okkar frá Ítalíu.
Þessari grein hans hefur nú verið svarað í daeblaðinu
Vísi 25. nóv. s. 1. af mikilli rökvísi. Bendir greinar-
höfundur á þær firrur, sem koma fram í grein Finn-
boga og virðast beina afurðasölunni inn á refilstigu.
„Vísir'‘ bendir á að eitt af því, sem meztu skiptir
þjóðina, er það hvaða verð fæst fyrir útflutnings-
aiurðirnar. Fn það séu einnig tvær aðrar hliðar á
afurðasölunni sem vert sé að athuga. Önnur er sú,
hvað mikið fæst af erlendu verðmæti fvrir þann- gjald-
cyri, sem inn kemur. Þetta cr svo stórt atriði í þjóðar-
búska])num, að afkoma landsmanna og verðlagið í
landinu getur að talsverðu leyti verið undir því kom-
ið. Síðan stvður hann mál sitt með röksemdum og
dæmum um vörukaup frá Ítalíu, og sýnir fram á, að
þjóðin hefur fengið minna fvrir þann fisk. sem seldur
var í lírum en nokkurn annan.
Einnig svarar hann þeirri kröfu Finnboga, að hrað-
frystihúsin fái að ráðstafa „eftir eigin vild“ 20—30%
af framleiðslu sinni, „þannig, að þeir megi kaupa fyr-
ir andvirðið hvaða vörur, sem þeim sýnist og flvtja
inn og selja á hvaða verði, er þeir þurfa til þess að
fá greiddan framleiðslukostnaðinn“, eða með öðrum
orðum, að ein framleiðslugrein heimti sér til handa
sjálfdæmi og rétt til að leggja skatt á borgarana eftir
sínum eigin geðþótta.
Færi vel á því, að menn kynntu sér þessa grein í
„Vísi“, því að að hún er sannarlega þess virði.
★
OFT HEFUR VERIÐ MINNST á það í þessu blaði,
hversu okkur íslendingum er ósýnt um allar hömlur
og skerðingu á frjálsræði okkar, sbr. grein um þetta
efni í síðasta hefti. En það er víða pottur brotinn,
og svo er t. d. í Svíþjóð.
FRJÁLS VERZLUN
163