Frjáls verslun - 01.09.1947, Page 14
VELSMIÐJAN HEÐINN ára
Þann 1. nóv. s. 1. átli eitt stærsta iðnaðar- og verzl-
unarfyrirtæki landsins 25 ára afmæli. „Frjálsri Verzl-
un“ þykir því við’eigandi að minnast þessa afmælis
með nokkrum orðum og skýra frá starfi þessa merka
fyrirtækis, því að þróun járniðnaðarins hér á iandi
hefui verið slórkostlegri á síðustu árum heldur en
menn almennl gera sér grein fvrir, og á Héðinn h.f.
sinn stóra þátl í því.
Stofnendur Héðins voru þeir Bjarni Þorsteinsson,
vélfr., og Markús Ivarsson, vélstjóri, er nú eru báðir
látnir. Keyptu þeir 1. nóv. 1922 smiðju, er Bjarn-
héðinn Jónsson járnsm. hafði rekið um marga ára
skeið í húsinu Aðalstræti 6 B, en rekstur þeirrar
smiðju hafði legið niðri um þriggja ára skeið eftir
lát Bjarnhéðins. Gáfu þeir félagar smiðjunni nafnið
Héðinn til virðingar þessum iðnaðarmanni.
Fyrst í stað voru húsakynnin mjög takmörkuð, og
vélar og tæki af skornum skammti, en þó þótti í upp-
hafi myndarbragur á rekstri og framkvæmdum véi-
smiðjunnar. Þeir félagar létu það vera sitt fyrsta verk
að auka húsakosl hennar og tvöfalda Jjannig
húsrýmið. Aðalviðfangsefni smiðjunnar á þessum
fyrstu árum voru viðgerðir á fiskiskipum, aðallega
togurum. Vöxtur smiðjunnar hélt áfram ár frá ári,
og fjölgaði vélum og tækjum smám saman, þótt aukn-
ingin hafi orðið mest á síðustu árum. Hefur Héðinn
oft verið braulryðjandi í að útvega ný og fullkomnari
Hluti uj mótorverkstœði „Hé&ins." Vélasalir smi&junnar eru
geysistórir og vel búnir a<5 tœkjum.
166
Illuti aj olíukyndingartœkjum fyrir síldarverksmíSjuna SR’46
á Siglufir&i. Tœkin voru jyrst tekin í notkun nú vi'ö brœ&slu
Vestjjnr&a- ng F'axajlóasíldur og reynast mun brtri en sams-
konar crlend tœki.
tæki og vélar, hcldur en áður höfðu þekkzt hér á
landi.
Vélsmiðjan hefui frá byrjun verið mjög nátengd
sjávarútveginum, og með byggingu Lifrarsamlags
Veslmannaeyja árið 1932 hófst nýr þáttur í sögu fyrir-
tækisins, og þá jafnframt í vinnslu sjávarafurða hér á
landi, því þá hóf Héðinn smíði á nýjum og fullkomn-
um lifrarvinnslutækjum, sem b.ætu þessa útflutnings-
vöru að miklum mun. Síðar kom bygging fleirri lýsis-
bræðslna, svo og smiði á lifrarvinnslutækjum í allan
togaraflotann. Með smíði þessara vcrksmiðja og tækja
hófust stórstígar framkvæmdir á öðrum sviðum sjáv-
arútvegsins, má þar nefna byggingu fjölda síldar- og
fiskimjölsverksmiðja, kaldhreinsunarstöðva fyrir lýsi.
löndunartæki fvrii síld og margt fleira.
Þannig hefur þróunin haldið áfram og smiðjan alll-
af sótt fram á við og verið brautryðjandi á sviði
sjávarútvegsins. Má þar m. a. nefna framkvæmdir
smiðjunnar á síðustu árum, eins og t. d. byggingu
síldarverksm. Kauðku á Siglufirði 1945, og í sam-
bandi við þá verksmiðju, smíði á stærstu síldarpress-
FRJÁLS VERZLUN