Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1947, Síða 23

Frjáls verslun - 01.09.1947, Síða 23
Leiðbeiningar fyrir vörumóttakendur. Sem umboðsmenn LLOYDs í London (LLOYD’s AGENTS) hér á landi, svo og fjölda annarra erl. tryggingarfélaga, er taka fiað fram í tryggingarskjöl- um sínum, að snúa beri sér til okkar sem Lloyd’s Agents í tilfelli af tjónum, höfum við bafl með hönd- um skoðanir á ymsum vörum, sem komið hafa hingað til landsins og orðið liaf-a fyrir skemmdum í flutn- ingnum og/eða stolið úr umbúðunum, og eru það bein skilyrði fyrir viðurkenningu LLOYD’s og/eða annarra tryggingarfélaga á bótaskyldu jjeirra, að vott- orð og skýrsla um tjónið frá umboðsmönnum LLOYD’s liggi fyrir. Meðal fjölda annarra upplýsinga, sem umboðsm. Lloyd’s verður að láta vátryggjendum í té, eru upp- lýsingar um hverskonar kvittun eða viðurkenningu vörumóttakandi hefur gefið hlutaðeigandi ski]taaf- greiðslu fyrir móttöku sendingarinnar. Samkvæmt reynslu Jteirri er við höfum aflað okkur hefur jtað komið fram, að vörumóttakendur hafa í allflestum tilfellum veitt skipaafgreiðslunum athuga- semda-lausa kvittun fyrir móttöku varanna, þrátt fyrir það, að umbúðir sendingarinnar hafi ótvírætt borið það með sér, að jtær hafi ekki verið í því ástandi, sem þær ættu að vera, þ. e. að þær hafa borið þess merki að þær hafi verið brotnar upp og/eða rifnar og inni- hald þeirra sumpart skemmt og/eða sumpart horfið. Þegar þannig hefur staðið á, hefur það orsakað ýms vandræði og erfiðleika við að fá vátryggjendur til að viðurkenna bótaskyldu sína, jtar sem athugasemda- laus yfirlýsing móttakanda um að hann hafi móttekið sendinguna gefur tilefni til að ætla, að sendingin hafi verið móttekin í gallalausu ástandi og hafa slíkar yfirlýsingar ekki ósjaldan verið orsök til fullkominn- ar neitunar vátrvggjenda um að greiða tjónbætur fyrir hlutaðeigandi tjón. — Vörumóttakendum skal Jwí bent á, Jjegar grunur liggur fyrir um Jrað, að eitthvað sé athugavert við sendingarnar, er þeir veita þeim móttöku hjá skipa- afgreiðslunum, ávallt oð gjöra atliugasemd Jtar að lútandi á kvittun þá, er Jteir veita afgreiðslunum fvrir móttöku sendinganna. — Við skulum í þessu sambandi geta þess, að það er orðin svo að segja almenn venja um nær'allan heim, að slíkar yfirlýsingar eða móttökuskilríki séu útgefin af hlutaðeigandi manni, er veitir vörunni móttöku, og að það er slíkt skjal, sem meðal annars legst til grund- vallar fyrir ábyrgð vátryggjenda eða vöruflytjenda, hvað snertir bvert einstakt tjón, sem orsakast kann á meðan á flutningnum stendur. Þetta getur komið í veg fyrir að erfiðleikar verði á, að vátrvggjendur viðurkenni bótaskvldu sína og flýti fyrir afgreiðslu tjónbótanna frá þeirra hendi. — TROLLE & ROTHE H.F., Carl Finsen. FRJÁLS VERZLUN Bókadálkur STRANDAMANNASAGA Gísla Konráðssonar. (18- unnarútgáfan). Siigur Gísla Konráðssonar eru svo kunnar, að þær Jtarf naumst að kynna. Strandamanna- saga er falleg bók og fróðleg. Séra Jón Guðnason hefur ritað formála og ýtarlegar skýringar og leið- réttingar. ■k STURLUNGASAGA. Þetta er með jtrýðilegustu bók- um og ætti raunar að vera í bvers manns eigu. í bók- inni er fjöldi mýnda af sögustöðum, sem lífga og skýra efnið. Þessi útgáfa er miðuð við að gera Sturl- ungu sem aðgengilegasla öllum, og Jtað hefur tekist. Þelta er bók, sem væri vegleg gjöf. ★ VÍSINDAMENN ALLRA LANDA. (Draupnir). Þessi bók er einstæð í sinni röð. Þrír ungir stúdent- ar taka sig til og semja frásagnir, skemmtilegar og myndum skreyttar, um 21 vísindamann. Það er rétt, .sem stendur framan á bókinni, að hún hlýtur að „hvetja sérhvern óspilltan æskumann til dáða og drengskapar“. Þess vegna er )>essi bók tilvalin hverj- um góðum unglingi. ★ ANNA BOLEYN, ejtir Momigliano. Þýtt hefur séra Siguröur Einarsson. (Druupnisútgáfun). Ævisögur erlendra manna eða kvenna hafa einkum á síðustu tímum notið mjög mikillar hylli. Hver slík ævisagan hefur rekið aðra, og þær þykja fýsilegar til lestrar. Þetta er að mörgu leyti vel farið, því í slík- um bókum felst ofl mjög mikill fróðleikur, og okkar J>jóð hefur ætíð unnað sögum og sagnfræði. Anna Boleyn var eins og kunnugt er ein af drottningum Hinriks VII1. Englandskonungs, sem er frægur fyrir að hafa átt sér sex konur og drepið tvær Jieirra. Eins og Jjýðandinn segir í formála sínum, greinir bókin frá átakanlegum harmleik. Þessi ævisaga hlýtur að verða öllum hugstæð. ■—- Anna Boleyn var móðir hinnar frægu Elísabetar drottningar. Nú verður ef til vill ekki langt ]>ar til önnur Elísabet sezt á sama konungs- stól. Saga Englands milli þessara tveggja Elísabeta er beimssaga, en hver endirinn verður veit enginn. Bókin um Onnu Boleyn er glæsilega útgefin og með afbrigðum skemmtileg aflestrar. ★ (SLANDSFÖR ÍNGU, eftir jrú Estrid Ott. (Noröri). Þetta er hugþekk ævintýrasaga um Ingu, sem flýr til Islands undan Þjóðverjunum og lendir hér í ýms- um ævintýrum og kynnist landinu. Frú Ott hefur ritað rnargar unglingabækur og var á ferð hér fyrir ekki löngu. E. Á. 175

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.