Frjáls verslun - 01.09.1947, Síða 24
dúAÍHUt
Bóndi úr Grírasey var staddur í Húsavík, ev
geymsluhús Guð'jóhnsens-verzlunar brunnu þar. Til
þess aS draga úr bálinu var nokkru af olíutunnum
velt ofan fyrir bakkann. Tunnurnar sprungu er ofan
komu og kviknaði í öllu saman, en olían rann log-
andi á sœ út. Þá varð honum að orði:
,.Þeir mæla ekki olíuna í pelamálum núna, hel-
vítin þau arna!“ — ÍSLENZK FYNDNI.
•
Tímabœr þjóriustu og tímabœr gjöf hufu tvöfalt
gildi. — GEORGE McDONALD.
•
Það er löng biðröð i’raman við bíóið. Maður kem-
ur gangandi fram með röðinni og tekur sér stöðu
meðal hinna fremstu. Lögregluþjónn gengur til hans
og segir að hann verði að stilla sér upp aftast í röð-
inni.
. — Það get ég þvi miður ekki, svarar maðurinn, það
stendur einhver aftast.
Óefnt loforð er ógoldin skuld. —
CHRISTOPHER PALMQUIST.
Kau])maðurinn: „Góður verzlunarmaður er jafnan
hygginn og heiðarlegur.“
Sonurinn: „Hvað er að vera heiðarlegur, ]>abbi?“
Kaupmaðurinn: „Það er að halda öll sín loforð.“
Sonurinn: „En hvað er þá að vera hygginn.“
Kaupmaðurinn: ,.Það er að lofa aldrei neinu.“
I tösku póstmunnsins er margt uS finna: Vottor'i)
um eilífa ást og kröfur um tafarlausa borgun! —
DOUGLAS JERROLD.
Eorstjórinn ( við sendisveininn, sem kom hálftíma
of seint). — Þú áttir að vera kominn hingað fyrir
hálftíma síðan.
Sendillinn: - Nú, livað hefur skeð.
176
„Frjáls Verzlun64
Útgefandi: Verzlunarmannafélag Reykjavikur.
FormaSur: Guðjón Einarsson.
Ritstjóri: Baldur Pálmason.
Ritnefnd: Vilhjálmur Þ. Gíslason, form , Þor-
steinn Bernharðsson, Baldur Pálmason. Njáll
Símonarson og Gunnar Magnússon.
Skrifstofu: Vonarstra-ti 4, 1. hæð, Reykjavík.
Sími 5293.
BORCARPRENT
Vonin ræSur lojorSum okkur en óttinn jramkvœmd-
unum. — ROCHEFOUCOULD.
•
Tveir vitgrannii settust að í smábæog stofnuðu klæða-
verzlun saman. Annar þeirra fór til New York til vöru-
kaupa, en hinn var heima og gætti verzlunarinnai'. Eit-
ir nokkurn tíma fóru reikningarnir að streyma inn frá
NewYork. Einn var á þessa leið: 24 dús.yfirfrakkarog
8 dús. ditto; 25 buxur og 4 ditto; 18 dús. hattar og
12 dús. ditto. Öll þessi ditto ollu þeim, sem heima
sat, töluverðum áhyggjum, og þegar vinur hans kom
aftur frá New York, sýndi hann honum reikningana
og spurði: „Hvað meinarðu eiginlegar með því að
vera að kaupa öll þessi ditto fyrir klæðaverzlun?“
„Keypti ég ditto?“ spurði hinn. „Jæja, þá hafa
þeir svindlað á mér í New York.“
Svo sneri hann aftur lil New York og komst að
raun um það að ditto þýddi „sama“. Hann fór því
strax heim aflur, og þegar þangað kom, spurði vinur
hans: „Jæja, Stjáni minn, gaztu komizt að því, hvað
ditto er?‘ ‘
„Já,“ svaraði Stjáni. „Nú veit ég, livað ditto er. Ég
er bölvaður asni, og þú ert ditto!“
•
Vinnan er undanfari hvíldarinnur. —
LONGFELLOW.
•
Kau]jmaður einn, sem talinn var nokkuð fégjarn.
var að slá upp kassa í búð sinni.
Gamall maður, er Jón hét, kom inn í búðina og
spyr-kaupmanninn, hvað sé í kassanum.
„Það er forvitni, Jón,“ segir kaupmaður.
„Jæja, ég hélt það væri ágirnd,“ svarar Jón. -
ÍSLENZK FYNDNI.
•
Þekkingin er takmarkalaus, en mótlœkileiki mann-
anna takmörkunum háSur. CHAMFORT.
FRJÁLS VERZLUN