Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1949, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.05.1949, Blaðsíða 10
JSJokkru síðar eða árið 1934 voru gerðar tvær áætlanir um þjóðarauðinn, en mjög mikið bar í milli um niðurstöður þeirra. Milliþinganefnd í launamálum áætlaði þjóðarauðmn 205 millj- ónir króna, en skipulagsnefnd atvinnumála 302 milljónir. Engar nýrri áætlanir eru til um þjóð- arauðinn, en ef gengið væri fit frá, að þjóðar- auðurinn hefði á tíu áruin aukizt að sama skapi og þjóðatekjurnar, ætti hann nú að vera kominn upp í þrjá milljarða króna. Bein ástæða þarf þó ekki að vera til þess að ætla, að slík sanrstiga þróun hafi átt sér stað á þjóðartekjum og þjóð- arauð. Og sökum algers skorts á upplýsingum um þetta efni er tölu þessari frekar slegið liér fram til gamans, en að ég haldi, að hún fari nokkuð nærri lagi. Eins og sjá má af ýmsum þeinr ágizkunum um tölur, sem ég hef flutt hér og sumar hverjar án rökstuðnings, vegna skorts á heimildum, þá vant- ar enn mikið á að við íslendingar höfum tæm- andi tölulegt yfirlit um þjóðarbúskap okkar. Er það mjög eðlilegt, sökum þess að stofnun sú, sem aðallega hefur aflað þessara upplýsinga, Hagstof- an, er tiltölulega ung að árum og hefur löngum átt við nauman fjárhag og erfið starfsskilyrði að búa og hefur þó framkvæmt margar þýðingar- miklar rannsóknir. í ýmsum öðrum löndum eru upplýsingar um þjóðarhag orðnar mjög full- kornnar og ítarlegar. Einkum hefur nú síðasta áratuginn orðið mikil framför á þessu sviði, eft- ir að farið var að semja hin svonefndu „National Budgets“, eða þjóðhagsáætlanir. Er venjan að á- ætlanir þessar eru lagðar fram í þjóðþingunum með fjárlagafrumvörpum ríkisstjórnanna og að nokkru leyti fjárlögunum til skýringar. Gera á- ætlanirnar grein fyrir hugsuðum þjóðartekjum á fjárlagaárinu, fjárfestingu, innfl. og útfl., vinmnnarkaðnum, þjóðarauðnum o. fl. Áætlanir þessar eru mjög fróðlegar og geta verið til veru- legs gagns, því að þær er nokkur vísbending um atvinnuþróunina á komandi ári. Tilgangur slíkr- ar áætlunar þarf ekki að vera að keyra atvinnu- lífið í einhvern fyrirfram sniðinn stakk, heldur má miklu frekar líkja henni við það, að góður búmaður gerir sér í byrjun árs grein fyrir hag sínum, væntanlegum tekjum á komandi ári og hvernig hann telji hyggilegt að verja þeim. Þjóð- hagsáætlunin ætti því jafnt að koma að notum í þjóðfélagi með frjálsu athafnalífi og í plan-bú- skap. Ef þjóðarbúskapurinn á að geta starfað snurðu- lítið og þegnarnir almennt að hafa sæmilegt efna- hagslegt öryggi, þarf þjóðarbtiskapurinn að vera í jafnvægi. Með jafnvægi er hér át:t við visst sam- ræmi milli framleiðslu og neyzlu, milli vöru- framboðs og peninga, milli sparnaðar og fjárfest- ingar, milli innflutnings og útflutnings, milli kaupmáttar peninganna innanlands og utan og milli tilkostnaðar og söluverðs. I atvinnulífinu eru ákveðin lögrnál að verki, sem stuðla að því, að tilhneiging er til þess, að jafnvægið haldist, en stundum fer það þó af eðlileguin ástæðum úr skorðunr. Er ríkisvaldinu þá oft mjög lrætt við að grípa til ýmiskonar hafta, banna og takmarkana á atvinnufrelsi og frjálsu neyzluvali þegnanna. Venjulega er tilgangur þessara aðgerða að viðhalda efnahagsástandi, sem ejiki er í samræmi við eðlilegt viðskiptalögmál, eða tilraun til þess að skapa eitthvert nýtt jafn- yægi í samræmi við félags- og stjórnmálaskoðanir ríkjandi stjórnvalda, t. d. að koma á nýrri tekju- skiptingu eða annað þvíumlíkt. Einnig getur verið, að aðgerðir í efnahagsmálum annarra landa hafi knúið fram afskipti ríkisins af atvinnu og viðskiptamálunum. Eins og mönnum er almennt kunnugt, er þjóð- arbúskapur Islendinga nú mjög úr jafnvægi, sem lýsir sér í því, að verulegur hluti þjóðarbúskapar- ins ber sig ekki, tilkostnaðurinn er tneiri en það verð, sem hægt er að fá fyrir vörurnar. Ástæð- urnar fyrir þessu eru, að jafnvægið var rofið milli kaupgetunnar og vöruframboðsins, rnenn hafa meira handbært fé en hægt er að fá vörur fyrir, fjárfestingin er örari en sparnaðurinn, til- kostnaðurinn á útflutningsafurðunum er hærri en verð það, sem menn vilja greiða fyrir þær erlendis, og kaupmáttur peninganna er meiri erlendis en heima fvrir. Öll eru þessi fyrirbæri í nánum tengslum við það, sem við köllurn verð- bólgu. Allir kannast nú orðið við efnahagsöngþveiti þetta, en almennt virðast menn enn ekki skilja, að hagsjúkdómur þessi verður ekki læknaður með því einu að ráðast aðeins gegn sjt'tkdóms- einkennunum, en ekki orsökum hans. Á meðan svo er, kemst ekki jafnvægi á þjóðarbúskapinn, og verða menn þá að búa við það þjóðfélags- ástand, að fæstar vörur eru seldar í samræmi við framleiðslukostnað þeirra og ótal takmarkanir eru settar á allt atvinnu- og athafnafrelsi, og frjálst neyzluval stórlega skert. Birgir Kjaran. 54 FRJÁLS VERZLUJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.