Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1949, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.05.1949, Blaðsíða 32
um stærðum, hinu stærsta 270 smál. Þegar flytja þurfti heil hús um set, var oft til Magnúsar leitað með góð- um og tilætluðum árangri. Handlagni hans og verk- hyggni brást sjaldnast eða aldrei, því að hvorutveggja þessu var óhemju dugnaður samfara. -—• Magnús stofn- aði Meistarafélag skipasmiða í Reykjavík árið 1938 og var formaður þess ávallt síðan. Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri kveður svo að orði í eftirmælum eftir Magnús, m. a.: ,,Þó að Magnús sinnti fyrst og fremst iðn sinni, átti hann ýmis önnur áhugamál. Hann var félagslyndur og góður félags- maður. Hann var bókamaður og las mikið, einkum sagnfræði og skáldskap, og átti allmikið og gott bóka- safn, sem hann hafði miklar mætur á. Hann var gest- risinn og glaðvær í vinahóp og góður heirn að sækja. — Magnús Guðmundsson var einn af öndvegismönn- um stéttar sinnar, hann var karlmenni að burðum og hraustmenni, ósérhlífinn atorkumaður, hjálpsamur og raungóður svo af bar og hverjum manni vinsælli.“ Kvæntur var Magnús Kristínu Benediktsdóttur frá Garði í Fnjóskadal, og er húri enn á lífi. Eignuðust þau hjónin tvo sonu, misstu annan þeirra kornungan, en hinn er Ingi verkfr. hjá Reykjavíkurbæ. Einnig áttu ]>au hjón tvær fósturdætur. Þorsteinn Jónsson bókari í manntalsskrifstofu Reykjavíkurbæjar, andað- ist 22. febr. þ. á., og bar dauða hans snögglega og óvænt að. Þorsteinn var fæddur í Reykjavík 30. ajiríl 1887, sonur hjónanna Jóns Árna- sonar verzlunarstjóra og Juliane Sigríðar Margrétar Bjarnasen. Hann fór barn- ungur að vinna í Lands- banka íslands og gerðist þar brátt hinn nýtasti starfs- maður, og er hann náði meiri þroska, fór liann á veg- um bankans til Kaupmannahafnar, þar sem hann dvaldi um eins árs bil við nám í Landmandsbanken. Ekki löngu síðar atvikaðist svo, fyrir atbeina Péturs óperusöngvara, bróður hans, sem þá hafði verið á ferð í Bandaríkjunum, að Þorsteinn réðist til starfs í banka einum í Chicago. Var hann vestra um nokkur ár en ekki allténd í þeirri sömu borg, heldur á ýmsum stöð- um. Svo fór, að hann undi ekki lengur í vesturálfu, hvarf þá heim aftur og gekk í þjónustu íslandsbanka og síðar Landsbankans, unz hann gerðist bókari hjá Reykjavíkurbæ. Því starfi gengdi hann til æviloka, með mestu sæmd og prýði. Allt dagfar Þorsteins var mótað af velvilja, glaðlyndi og góðum hæfileikum, og má óhikað segja að hann hafi verið hvers manns hugljúfi, ætíð reiðubúinn til að rétta hjálparhönd til góðra og gagnlegra verka. Guðbrandur prófessor Jónsson ritaði í Vísi minn- ingarorð um Þorstein, og stendur þar m. a.: „Þor- steinn var mörgum ágætum kostum búinn. Hann var maður greindur, prýðilega vel verki farinn og stál- iðinn, er svo bar við að horfa. Lundin var létt, og hann var manna kátastur og fann vel hvað feitt var á stykkinu. Hann var trygglyndur og góðviljaður á alla vegu. Þetta eru kostir, sem allir kunna að meta. Hann var og ekki við eina fjöl felldur, því að hann fékkst við leikaramennt og var íþróttamaður góður, fimur og frár, sem K.R. má vel minnast, því að hann var með Pétri bróður sínum einn af stofnendum þess félagsskapar.“ Þorsteinn var ekki aðeins stofnandi Knattspyrnufélags Reykjavíkur vorið 1899 heldur og fyrsti formaður þess, og bar dauða hans að höndum fáum vikum fyrir hálfrar aldar afmæli félagsins. — Þorsteinn var mörg ár í Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur, og fylgja honum þaðan hlýjar kveðjur. Þorsteinn Jónsson dó ókvæntur og barnlaus. Jón tíjörnsson kaupmaS- ur í Borgarnesi andaðist í Landakotsspítala 24. marz s.l. og hafði þá átt við þung veikindi að stríða. Jón var fæddur 11. júní 1878 í Bæ í Bæjarsveit, og við þann stað kenndi hann sig jafnan. Foreldrar lians voru Björn Þorsteinsson bóndi í Bæ og kona hans, Guðrún Jónsdóttir. Jón gaf sig snemnia við verzlunar- námi og sigldi í því skyni til Danmerkur og Englands. Dvaldi hann þar um hríð, en slíkt var mikil nýlunda á þeim tímum, ekki sízt þegar bóndasonur átti í hlut. Eftir námsdvölina erlendis settist Jón að heima í hér- aði sínu og lét þá þegar til sín taka umbætur í verzl- unarmálum Borgfirðinga, sem bjuggu þá eins og aðrir landsmenn við mislynd kjör erlendra kaupmanna. Gerðist hann mikill atbeinamaður við myndun héraðs- samtaka til útvegunar á erlendum þurftarvörum og út- flutnings á innlendum afurðum bænda, og urðu þessi samtök seinna vísir að stofnun ICaupfélags Borgfirð- inga sem og Sláturfélags Suðurlands, a. m. k. að nokkru leyti, og var Jón meðal stofnenda hins síðar- nefnda félags og lengi fulltrúi Borgfirðinga í þeim 76 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.