Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1953, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.04.1953, Blaðsíða 4
Ylhúsaræktun hefur fleygt stórlcsa fram í landinu síð- asta áratuffinn. Er hún þegar orðin að álitlegri búgrein og: fer vaxandi. Sölufélag: garðyrkjumanna er samtök velflestra garðyrkju- bænda landsins og- annast dreifingu á afurðum þeirra. FRJALS VERZLUN beindi nokkrum spurningum til I»or- valds Porsteinssonar, framkvæmdarstjóra S.F.G., og bað hann segja lesendum blaðsins nokkuð frá starfsemi félagsins og grænmetisræktun almennt. Varð hann góðfúslega við þeirri beiðni. — Ritstj. — Hveuœr er Sölufélag garSYrkjumanna stofn- að, og hver voru tildrög að stofnun þess? Ems og flestum er kunnugt, þá er garðyrkjan til- tölulega ung atvinnugrein hér á landi, og ræktun í gróðurhúsum ennþá yngri, þar sem aðeins 29 ár (1924) eru liðin síðan fyrsta gróðurhúsið var reist. Fyrstu árin hafa menn sennilega ekki liaft mikla trú á framtíð gróðurhúsanna, þar sem aukning þeirra var hverfandi lítil fram til ársins 1938. Síðustu árin er hinsvegar svo komið, að búgrein þessi er orðin að atvinnuvegi, sem eigi allfáir hafa atvinnu sína af, og sem í vaxandi mæli hefur sínu hlutverki að gegna í þjóðarbúskapnum. Á fyrstu árum gróðurhúsanna seldi hver framleið- andi afurðir sínar sjálfur, ýmist til verzlana eða beint til neytenda á torgum bæjarins. Þegar framleiðslan jókst, var ekki hjá því komizl, að koma sölunni í fastari skorður, í þeim margþætta tilgangi, að spara vinnu og erfiði, samræma flokkun varanna, stuðla að bættri meðferð og vöruvöndun, annast geymslu og dreifingu, samræma verðlag og kynna vörurnar, sem sumar hverjar voru landsmönn- um lítt kunnar. Eins og flestar aðrar stéttir í nútíma þjóðfélagi skyldu garðyrkjubændur brátt nauðsyn samtakanna og stofnuðu „Sölufélag garðyrkjumanna“ 13. janúar 1940 í þeim tilgangi, er að ofan getur. — Hvað er að segja um grœnmetissöluna almennt, t.d. vörutegundir, framboð og eftirspurn. Hér, sem á mörgum öðrum sviðum, hefur átt sér stað mjög ör þróun. Svo að dæmi sé tekið af einni aðalframleiðsluvörunni, tómötum, hefur sala þeirra rúmlega fjórfaldazt frá stofnun félagsins og nam ár- ið sem leið röskum 177 smálestum. Enda þótt salan sé ekki nema rúmt kíló á hvern landsbúa, má telja þetta mjög góðan árangur, þegar tillit er tekið til þess, hve stutt er síðan almenningur átti þess kost að kynn- ast þessum ágæta ávexti. Næst tómötunum, sem eru eftirsóttastir, koma agúrkurnar og hefur sala þeirra einnig margfaldazt á síðustu árum og er stöðugt að aukast. Af útiræktuðu grænmeti (kartöflur og gulrófur undanskildar) eru gulrætur, hvítkál og blómkál vin- sælustu tegundirnar. Svo undarlegt sem það má virðast, eiga flestar aðr- ar grænmetistegundir heldur erfitt up])dráttar, og það jafnvel tegundir, sem í nágrannalöndum okkar eru mjög eftirsóttar. Nægir þar til að nefna salat, græn- kál og steinselju (persille). Allar þessar tegundir eru mjög fjörefnaríkar. Síðustu rannsóknir á steinselju sýna t.d., að í hverjum 100 gr. eru 174 mg. C-víta- mín. Er það mjög mikið samanborið við aðrar græn- metistegundir, t. d. fjórum sinnum meira en í hvít- káli. Auk þess er A-vítamín innihald steinselju um 86 sinnum meira cn hvítkáls og járninnihald 13 sinn- um meira. Þessa kosti kunna húsmæður nágranna- landanna vel að meta og haga innkaupum sínum eftir því. Um framboð og eftirspurn almennt er það að segja, að reynt er að haga framleiðslunni eftir eftirspurn- inni. Á þessu eru þó ýmsir örðugleikar og flestir þannig vaxnir, að engum er hennt að yfirstíga þá. Þo:s er þá fyrst að geta, að eftirspurnin er ákaf- lega misjöfn frá degi til dags, og ári til árs. Ber þar margt til, enda þótt veigamesta atriðið sé hið almenna efnahagsástand á hverjum tíma, og hvernig menn kjósa að verja kaupgetu sinni. Þótt öðrum þjóðum myndi finnast það undarlegt, er oft byrjað á að spara grænmetiskaup, ef ekki er 36 FRJÁLS VERZLUl*

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.