Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1953, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.04.1953, Blaðsíða 22
Island. Vöruskiptajöfnuðurinn í apríl- mánuði var óhagstæður um 38,3 millj. kr. Inn voru fluttar vörur fyrir 77,8 millj. kr., en út fyrir 39,5 millj. kr. Stærstu liðirnir í innflutn- ingnum í apríl eru: Eldsneyti og olíur 18,5 millj. kr., vefnaðarvara 9,2 millj. kr., vélar 5,7 millj. kr., korn og kornvörur 5,1 millj. kr. og tilbúinn áburður 4,8 millj. Vöruskiptajöfnuðurinn í maí var óhagstæður um 37,7 millj. kr. Inn voru fluttar vörur fyrir 66,7 millj. kr., en út fyrir 29 millj. kr. Eftir fimm fyrstu mánuði ársins er vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð- ur um 150,3 millj. kr. Nemur verð- mæti innflutningsins 359,4 millj. kr., en útflutningsins 209,1 millj. kr. Á sama tíma í fyrra var vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um 151,3 millj. kr. Hinn 6. júní s.l. var undirritaður viðskiptasamningur við Brasilíu og gildir hann til 1. júlí 1954. Samkvæmt samningnum mun Brasilía leyfa innflutning á salt- fiski frá íslandi fyrir allt að 36.5 milljón krónur. Er hér um að ræða mikla aukningu á saltfisksölunni, því að á s.l. ári nam saltfisksalan til Brasilíu 22 millj. kr. Islending- ar munu kaupa kaffi og nokkrar aðrar vörur fyrir sömu upphæð frá Brasilíu. Undirritað hefur verið sam- komulag um viðskipti íslands og Frakklands, er gildir frá 1. apríl s. 1. til 30. sept. n.k. Frakkar munu á umræddu tímabili Ieyfa innflutn- ing á fiski frá Islandi, nýjum og frystum, fyrir tæj)ar 8,9 millj. kr. og á ýmsum öðrum vörum, svo sem fiskniðursuðu, lýsið hrognum, lax og silungi fyrir 1,6 millj. krónur. Noregur. I apríl s.l. var hleypt af stokk- unum hjá Rosenberg-skipasmíða- stöðinni í Stavanger nýtt olíuskip, 32 þús. smálestir að stærð. Er þetta fyrsta skipið af þessari stærð, sem byggt er í Noregi. Fyrrnefnd skipa- smíðastöð hefur þegar pantanir á sjö öðrum olíuskipum af sömu stærð. Eiga þau að fullgerast á næstu 6 til 7 árum. Auk þeirra á að smíða fimm olíuskip, sem hvert um sig verður 16 þús. smálestir að stærð. Járngrýti og málmvörur eru nú ca. fjórði liluti af verðmæti alls út- flutnings landsins. Nam útflutnings- verðmæti þessara vörutegunda 45,1 millj. sterlingspund á síðasta ári og er það 10 millj. £ meira en árið á undan. Árið 1947 var flutt út járn- grýti og málmvörur fyrir 12 millj. £, og var það 14% af heildarút- flutningi landsmanna. Arið 1952 heimsóttu 600 þúsund ferðamenn Noreg. Tekjur af ferða- mönnum námu 28 millj. dollara, og er það sjötti hæsti liðurinn í gjald- eyristekjum þjóðarinnar. Svíþjóð. Timburútflutningurinn hefur far- ið vaxandi á þessu vori. Seldir hafa verið úr landi 650 þús. standardar af timbri, og er það helmingi meira magn en á sama tíma í fyrra. Á- ætlað er, að alls verði seldir úr landi í ár yfir 700 þús. standardar af timbri. Ein ástæðan fyrir hinni óvenjulega góðu sölu í ár er, að Bretar hafa að þessu sinni keypt mjög mikið af timbri, eða meira en helming af seldu magni. Vestur- Þýzkaland kaupir nú mun minna en 1952, en eru ef til vill að bíða eftir lægra verði. Austurríkismenn flytja út nærri 500 þús. standarda af timbri í ár og hafa lækkað c. i. f. verðið til flestra staða í Suður- og Mið-Þýzkalandi. Áætlað er, að útflutningur lands- ins á yfirstandandi ári muni verða eitthvað meiri en 1952, en þá nam verðmæti útfluttra vara 8.087.000.- 000 sænskar krónur. Verðmæti inn- fluttra vara er talið muni verða svipað og s.l. ár, kr. 9.225.000.000. Nú eru í notkun í landinu samtals 90 þús. dráttarvélar, en árið 1945 voru þær tæplega 20 þúsund. Um helmingur af bændum landsins hafa mjaltavélar á búum sínum. Nú er talið, að árleg fjárfesting í land- búnaðarvélum nemi um 300 millj. sænskar krónur. 54 FRlÁtS VBRZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.