Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1953, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.04.1953, Blaðsíða 8
Melbourne, höfuðborg Viktoríu- ríkis, stendur við ána Yarra. íbúar borgjarinnar eru yfir 1,2 milljón að tölu, og er hún önn- ur stærsta borp: landsins, o«; sú sjöunda að stærð í brezka heimsveldinu. Borffin er stofn- uð árið 1835. ★ k aðgerðarleysinu að „mublera“ heilt hús. Ég notaði tækifærið því strax: — Af hverju fannst þér mest garnan í Ástralíu? — Svörtu mennirnir voru skrítnastir, svaraði hann samstundis. — Og sástu eitthvað annað merkilegt? — Já, já, hlátursfuglinn, nefdýr, já og pokadýrið. Það stekkur svo voða hátt, næstum því eins og hús, og svo er það með poka á maganum. — En heldurðu, að það hefði ekki verið gaman að fá að vera í pokanum? Það stóð ekki á svarinu: — Ég hef verið í honum — í sögu, sem mamma bjó til, bætti hann við — og svo var hann horfinn. — Já, það er þetta með nefdýrið, sagði Eggert. Við sáum það aðeins í dýragarði. Utlendingar sækjast mjög eftir að fá að sjá það sjaldgæfa dýr, en það heldur sig mest undir vatnsskorpunni og biðin getur verið löng, þar til því þóknast að sýna ásjónu sína. Umsjónarmaður dýragarðsins kom okkur þó þegar til aðstoðar, er hann frétti um þjóðernið. íslendingar væru þar sannarlega jafn sjaldgæfir gestir og flatnef- ur væri útlendingum. „tslandssíld" frd Noregi. >— Vegalengdirnar koma sennilega í veg fyrir öll verzlunarviðskipti okkar við Ástralíumenn? — Getur verið, en benda má á það, að þriðjungur íbúanna í Drottningarlandi eru kaþólskir og þar er tæplega hægt að fá sallfisk. Norðmenn hafa selt eitt- hvað þangað, fréttum við. — Ég gerði fyrirspurn um það, hvort til væri þar Íslandssíld. Nei, hún var nú ekki til í svipinn, en hægt væri að útvega hana — frá Noregi. Lífskjör góð. — En hvað um lífskjörin í Ástralíu? — Almenningur lifir jiar yfirleitt við góð kjör. Nóg er þar til af öllu. Vinnuvikan er nú almennt orð- in 40 klukkustundir. Þegar við komum til Ástralíu var þar allt ódýrt og hægt var að lifa á litlum efrium, en svo tók verðið að stíga mjög — og um það leyti, er við fórum þaðan, voru lífsnauðsynjar óneitanlega orðnar dýrar þar. — Það var eitt, er vakti sérstaka athygli okkar, segja þau hjón, hve allt fólk í borgunum var vel klætt. Við sáum þar aldrei menn í verkamannafötum á götum úti. Seinna komumst við að því, hvernig á þessu stóð. Þar er alltaf skipt um föt á vinnustað. íþróttir og útilíf. — Hvernig er svo fritímunum varið? — Auðvitað á nokkuð mismuandi hátt, en það er injög áberandi, hve margir þar, bæði ungir og gaml- ir, ióka ýmiskonar íþróttir, þótt mest beri á ýmiskon- ar knattleikjum. Ástralíumenn hafa og yndi af veð- reiðum — og yfirleitt öllu öðru, þar sem veðmálum er hægt að koma að. Þeir veðja um allt mögulegt. 40 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.