Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1953, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.04.1953, Blaðsíða 6
— Var ekki S.F.G. fyrst til að hefja hrað- frystingu á grœnmeti til sölu i venlunum bœjarins? Hvemig hefi«- =»a tilraun gefizt? Hinn stntti nppokerutími og takmarkaða gevmslu- jjol utiræktaðs grænmetis (að undanskyldum rófum og kartöflum) var snemma títt umræðuefni innan S. F. G. Sölutíma hvítkáls og blómkáls er í hæsta lagi hægt að telja íjóra mánuði úr ári. Eins og kunnugt er þol- ir ferskt blómkál mjög litla geymslu, og hvítkálsteg- undir þær, sem venjulega eru ræktanlegar hérlendis — sumarhvítkálið — geymist einnig tiltölulega skamman tíma. Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum geta hinsvegar ræktað svo harðgerðar (seinvaxnar) hvítkálstegundir, að þær geymast venjulega mjög auðveldlega allan veturinn og á nær kostnaðarlausan hátt. Hjá okkur er ekki um slíkt að ræða, og j>ar sem takmarkið er að hafa sem flestar grænmetistegundir á boðstólum allt árið, helzt í fersku ástandi eða sem næst því, var fljótlega komið auga á kosti hraðfryst- ingarinnar eftir að hún kom til sögunnar hér á landi. Þær tegundir, sem okkur hafa reynzt beztar til lirað- frystingar, eru blómkál, agúrkur og hvítkál. Undanfarin ár höfum við hraðfryst nokkurt magn af þessum tegundum, og hafa þær líkað mjög vel og1 mikið notaðar í sjúkrahúsum, hótelum og veitinga- stöðum. Hinsvegar hefur salan í verzlunum ekki geng- ið eins greiðlega, og eru til þess ýmsar orsakir. Ekki hvað sízt óhentugar umbúðir (pakkningar), sem við höfum orðið að notast við vegna gjaldeyrisskorts und- anfarinna ára. Einnig hafa fæstar verzlanir möguleika á að hafa slíkar vörur til sölu, að undanskyldum kjöt- búðunum, sem flestar hafa frystiklefa. Spurningunni um, hvort við höfum ekki orðið fyrst- ir til að hefja sölu á hraðfrystu grænmeti í verzlunum hér, Iæt ég ósvarað. Enda þótt ég telji líklegt, að svo hafi verið, hirði ég ekki um að leita mér upplýsinga um þetta atriði, en læt það eftir öðrum, sem meira gaman hafa að slíku. Satt að segja blöskrar mér oftlega sá metingur, sem virðist mjög í tízku, um hver hafi byrjað eða átt frum- kvæði að þessu eða hinu. Þetta gengur stundum svo langt, að málefnið hverfur jafnvel í skugga þessa ,,að- alatriðis“. i : . i Hverjar eru svo helztu framtíðaráœtlanir félagsins? Enda þótt mörg verkefni bíði úrlausnar, eins og eðlilegt er hjá svo ungu fyrirtæki, ber eitt þó hæst og Úr m.yndasafni V./?. XXXIX, Magnús Kjaran „Ekkert án erji'ðis“. er mest aðkallandi, en það er þörfin á auknu, og þó einkum hentugu húsnæði. Gott húsnæði, sem fullnægir þeim kröfum, er nú- tíminn gerir til vörumeðferðar, hefur Iengi verið eitt aðaláhugamál félagsins. Úr þessu er nú loks að ræt- ast, þar sem nýlega fékkst fjárfestingarleyfi til bygg- ingar 500 m2 húss — ein hæð og kjallari. Bæjarráð hefur einnig af miklum skilningi veitt okkur mjög hentuga lóð á horni (gamla) Laufásvegar og Reykja- nesbrautar (í daglegu tali nefnt Hafnarfjarðarvegur). Lóð þessi er svo rúm, að ætla má, að hún nægi fvrir væntanlegar viðbótarbyggingar félagsins um nokkuð langa framtíð. Við hús þetta eru margar vonir tengdar, og vænt- um við þess, að það auðveldi okkur í framtíðinni að rækja hlutverk okkar sem þjónustufyrirtæki til hags- bóta fyrir almenning, engu síður en framleiðendur. 38 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.