Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1953, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.04.1953, Blaðsíða 11
þeir urðu að standast miklu meiri kostnað af verzlun sinni. Þeir urðu að hafa mikið fé bundið í húsum og áhöldum og svo var mannahald þeirra og verzlunar- kostnaður allt árið svo miklu meiri en þeirra, sem komu á skipum og stóðu aðeins stutt við, jafnvel að- eins örfáa daga. — Það var því ekkert óeðlilegt, þó fastakaupmönnum væri illa við þessa aðskotamenn. — Þetta kapphlaup var heldur ekki áhættulaust með til- liti til velferðar og öryggis hyggðalaganna, ef svo hefði farið, að þessi lausaverzlun hefði að fullu unnið slig ó kaupmönnunum í landi. — Þeim var ætlað að hirgja verzlunarstaðina upp og sjá íbúunum fyrir nauðsynjum þeirra að vetrinum, enda var þeim álas- að, ef e'kki var nóg til af kornvöru, þegar harðnaði í ári og allt ætlaði að hrynja úr hungri. En hvernig áttu þeir að uppfylla þessar kröfur, þegar að vorinu komu ólal lausakaupmenn og tældu út úr fólkinu af- urðirnar, en létu svo oft ekki annað en girnilegt glingur og óþarfan varning fyrir þær. — Kaupmenn- irnir sátu þá oft með skuldir sínar, sem ekkert fékkst upp í. Það rak líka í strand með verzlunina í Ólafsvík, því að Plum kaupmaður komst í greiðsluþrot fyrir alda- mótin 1800, svo að hann gat ekki keypt vörur til verzl- unar sinnar. Horfði til vandræða í héraðinu, en þá voru líka lausakaupmennirnir samtímis búnir að hlaupa af sér hornin og fá dýrkeypta reynslu, þar sem þeir höfðu tapað stórfé á leiðöngrum sínum vegna ó- hæfilegrar samkeppni. Þeir hurfu þá allir af sjónar- sviðinu nema einn, en það var Jörgen Bladt frá Al- tona, en hann hafði alltaf farið sér hægt og aldrei sprengt upp verð á afurðum eða rekið óheiðarlega samkeppni. Eins og ég áður gat um, varð hlé á verzlun lausa- kaupmanna fyrstu tvo áratugi 19. aldar vegna sigl- ingaörðugleika, styrjaldanna, bankahruns og verð- falls. En úr því kom fram yfir 1820 fóru þeir að koma aftur, en þá komu engir Norðmenn, af því að Noregur var þá kominn undir Svía (1814), og höfðu Norð- menn því ekki lengur rétt til þess að verzla hér, þar sem þeir voru ekki þegnar Danakonungs. Sá lausakaupmaður, er kom fyrstur eftir þetta lil Breiðafjarðar, var danskur og hét Sonne, — hann kom á hverju ári eftir 1820. Það var hann sem lenti í kastinu við Guðmund Scheving á Flateyjarhöfn og sagt er frá á öðrum stað. — Árið 1827 komu tveir og verzluðu á Stykkishólms- og Flateyjarhöfn. Þeir hétu Broðersen og Hans Chr. Bonde og voru báðir dansk- ir.1) Margir hinna dönsku lausakaupmanna voru frá Slésvík og HoljSetalandi. Þannig kom árið 1833 skip frá Kopperhold og Siemsen í Flensborg og árið eftir frá kaupmanni, er Hjorth hét í Flensborg, en þekkt- astir allra lausakaupmanna voru þeir Lemann Gram frá Ballum í Holsetalandi og Glad frá Nýborg. Lemann Gram kom hingað fyrst sjálfstæður lausa- kaupmaður árið 1833, en hafði oft komið áður, ung- lingur, til aðstoðar „spekulöntum“. Hann kom á allar hafnirnar í Breiðafirði á hverju ári, samfleytt í 30 ár, en hafði alltaf komið við í Reykjavík á leiðinni. Þar átti hann mikilsháttar viðskiptamenn, þar sem var biskup landsins og ýmsir hærri embættismenn. Frúr þeirra fóru um borð í skip gamla Grams og kaup- slöguðu við hann, og hélt hann þeim þá veizlu í káetu sinni. — Oft hafði hann á skipi sínu ýmislegt góð- gæti og fáséðar vörur, sem aðrir kaupmenn höfðu ekki í verzlunum sínum, og var því oft tilhlökkun hjá mönnum á vorin, þegar mátti fara að vænta komu Grams. — Gamli Gram, sem var svo kallaður, dó í maí 1863 suður í Ballum2), en þá tók sonur hans Niels Chr. Gram við, og kom hann á skipi sínu nokkur ár á eftir, en setti síðan fasta verzlun í Stykkishólmi og var S. Richter verzlunarstjóri þar, svo keypti hann verzlunarstaðinn á Þingeyri og setti þar verzlunar- stjóra Vendel, sem var Suður-Jóti. N. Chr. Gram rak mikla verzlun og var dugnaðarmaður, eignaðist líka Ólafsvíkurverzlun. — Alltaf var sami skipstjórinn á spekúlanlsskipi Grams; hann hét Paulsen og kynnti sig vel, en afgreiðslumaður var þar, sem hét Eberhard Dalgaard og þótti drengur góður3). Niels Gram dó á Þingeyri um síðustu aldamót og var jarðaður þar. Verzlanir hans vorú svo seldar hlutafélagi, en það hætti störfum eftir fá ár og var leyst upp. Carl Fr. Glad var hér í kaupferðum í samfleytt 30 ár; sumarið 1862 kom hann á skipi sínu, eins og liann var vanur, í Breiðafjörð og verzlaði í Stykkis- hólmi og Flatey, en fór svo til Vestfjarðar og alla leið norður á Strandir. Hann var kominn heim á leið, suður fyrir )and, er hann fékk slag (heilablóðfall) og sigldi skipstjórinn með hann til Reykjavíkur, en þar dó Glad gamli í skipi sínu á Reykjavíkurhöfn og var jarðaður í Reykjavík4). Siemsen frá Flensborg kom líka í mörg ár til Breiða- fjarðar, en setti-st svo að í Reykjavík og varð þar mik- ill kaupmaður og virðulegur borgari, giftist íslenzkri D Lbs 1288 4 to bls. 184. FRJÁLS VERZLUN 2) Lbs 1289 4to bls. 109. 3) S.st. 4) S.sl. bls. 49. 43

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.