Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Qupperneq 2

Frjáls verslun - 01.04.1954, Qupperneq 2
 » Buick * (hevrolet * Vauxhall ■ Opel Langstærsti bifreiðaframleiðandi i heimi eru General Motors verksmiðjurnar í Bandaríkjun- um, en þær senda árlega á markaðinn milljónir af Chevrolet, Buick og fjölmörgum öðrum teg- undum. Báðar þessar tegundir hafa árum sam- an verið meðal vinsælustu bifreiða hér á Islandi. Astæðurnar til þessara vinsælda eru margar. General Motors hafa 500 manna starfslið, sem teiknar nýjar gerðir og hefur tryggt stöðuga þróun í útliti bifreiðanna, gert þær með hverju ári fallegri í línum og litum. Þúsundir sérfræð- inga vinna við smíði og endurbætur á hverjum smáhlut í vélum bílanna og öðrum tækjum. Þá er það höfuðkostur, hversu mikið er um þessa bíla, því að tryggt er að ávallt séu til, víðs veg- ar um landið, nægar birgðir varahluta. Véla- deild Sambands íslenzkra samvinnufélaga hefur umboð hér á landi fyrir Chevrolet og Buick og veitir allar nánari upplýsingar. General Motors á einnig verksmiðjur í öðrum löndum. í Englandi eru það Vauxhall bifreiða- verksmiðjurnar, sem framleiða ýmsar gerðir Vauxhall bifreiða. Hafa þær náð svo miklum vinsældum víðs vegar um heim, að nú stendur fyrir dyrum stórfelld stækkun á verksmiðjun- um, svo að þær ge’ti aukið að mun framleiðslu sína. Hér á landi er fjöldi Vauxhali bifreiða og hafa þær reynzt með ágætum. Véladeild SÍS selur einnig þessar bifreiðir hér á landi og veitir , allar upplýsingar um þær. I Þýzkalandi á General Motors Opel verk- smiðjurnar, sem hafa risið úr rústum styrjaldar- innar með undraverðum þrótti. Fyrir nokkru hófst innflútningur á þessum bifreiðum aftur til íslands og hefur fjöldi þeirra þegar borizt hingað. Hafa þær vakið mikla og verðskuldaða athygli. Sú stærsta þeirra, Opel Kapitan, er óvenjulega glæsileg bifreið, sem margir halda í fyrstu að sé Chevrolet. Hinar minni hafa einnig vakið mikla athygli, bæði Olympia, sendiferða- bíllinn og Caravan, sem er lítill stationvagn, mjög þægilegur, livort sem er til mannflutninga eða vörnflutninga. Véladeild STS veitir allar nán- ari upplýsingar um Opel hér á landi. Skoðið þessar bifreiðar. Það er mikið af þeim á götum og vegum íslands [ og þær hafa reynzt vel. I bílavali er reynslan meira virði en nokkuð annað og um þessa bíla talar hún slcýru máli. OPEL

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.