Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1963, Síða 18

Frjáls verslun - 01.10.1963, Síða 18
Athafnamenn og frjálst framtak^) EGILL YILHJÁLMSSQN bílakaupmaðut' Egill Vilhjálmsson bílakaupmað- ur fæddist í Hafnarfirði 28. júní 1893 og átti því sjötugsafmæli í sumar eð leið. Foreldrar hans voru Vilhjálmur sjómaður Gunnarsson Gunnarssonar, eins af elztu Hafn- firðingum, sem gatan Gunnarssund í Hafnarfirði er skírð eftir, og Anna Magnea Egilsdóttir frá Arabæ pósts, Gunnlaugssonar. Egill fluttist til Bíldudals með foreldrum sínum, en þar stundaði faðir hann sjóinn á skipurn Pétur.s Thorsteinssonar. Aftur kom Egill suður og var næst veturinn 1911— 12 í Viðey í fiskvinnu hjá útgerð- arfélaginu, sem gekk undir nafn- inu Milljón. Kveðst Egili eftir þetta fyrst fara að vinna fyrir sjálfan sig, en fram að þcim tíma verið eins og faðir hans, fvrirvinna heimilisins, en systkin hans voru mörg og öll yngri en hann. Arið 1914 fer Egill að læra að aka bíl, var meðal hinna fyrstu hér, er það gerðu. Seinna var hann prófdóm- ari við bílstjórapróf í átta ár í Reykjavík. En 1921 stofnaði hann Bifreiðastöð Reykjavíkur og var framkvæmdastjóri henuar til 1929, er hann stofnaði bifreiðaverkstæði að Grettisgötu l(i—18 og byrjaði jafnframt bílasölu. Hafði sölum- boð á Studebaker, Pontiac og Morris, en Willv’s síðar. Hann var og einn af stofnendum Stræt- isvagnafélags Reykjavíkur. At- hafnasvæði fannst Agli fljótt of þröngt við Grettisgötuna, og því keypti hann lóð á horni Lauga- vegs og Rauðarárstígs 1932 og byggði fyrsla húsið beint yfir þar sem Rauðaráin rann. Var Egill einn þeirra fyrstu, sem hóf að hyggja yfir strætisvagna hér. En eftir að hann tók að sér innflutn- ing og sölu á hinum frægu Willy’s jeppum, átti verkstæði hans svo annríkt við að smíða hús á jepp- ana, því að kaupendur hér vildu þau heldur en hin innfluttu arn- erísku, hætti hann að byggja yfir strætisvagna. Ekki fékk Egill um- boð fyrir jeppana fyrr en 1951, en löngu áður hafði liann kynnzt verksmiðjum þeirra. Hann fór sem sé mállaus til Bandaríkjanna 1910 og vann um hálfs árs skeið í Will- y’s Overland verksmiðjunum í To- ledo í Ohio-ríki. Þá fyrst lærði Egill erlent mál, en skólagöngu hafði hann engrar notið í upp- vextinum nema barnaskóla. Þegar Egill Vilhjálmsson byggði og flutti fyrirtæki sitt að Lauga- vegi 118 árið 1932, hafði liann þar 1500 fermetra lóð til umráða. Ekki leið á löngu unz þar var allt- of lítið olnbogarúm, og með tím- anum var lóð hans stækkuð, stór- hýsið breiddi úr sér og nær nú milli Laugavegs, Rauðarárstígs og Snorrabrautar, en lóðin alls um 6500 fermetrar. lnnflutningur og sala á jeppunum hefur verið feyki- lega ör, og hafa þegar selzt yfir 2500 Willy’s jeppar síðan Egill tók við umboði þeirra árið 1951. A þessu ári verðlaunaði hann eig- anda þúsundasta jeppans, sem hús var srníðað yfir hér, með því að gefa honum húsið. Eru því jeppa- yfirbyggingar í smíðaverkstæði Egils komnar á annað þúsund. Um líkt leyti afhenti Egill gullúr að gjöf þeim fimm mönnum, sem starfað höfðu í þrjátíu ár við fyr- irtæki hans, svo mjög er hann þakklátur þeim fvrir góða þjón- ustu. A verkstæði hans unnu fyrst að Laugavcgi 118 um 30 manns, en í búðinni þá fyrstu árin aðeins tveir, Egill og Gunnar bróðir hans. Gunnar var síðan verzlunarstjóri hans þangað til fyrir nokkrum ár- um, að hann hóf rekstur kjörbúð- ar með nýlenduvörur í þessu sama stórhýsi. En Gcorg bróðir þeirra er einn hinna fimrn, senr unnið hafa óslitið við fyrirtækið í þrjá- tíu ár og veitir forstöðu málning- arverkstæðinu. Þegar flest var unnu við fyrirtækið um 140 manns, en nú starfa þar rúmlega hundrað. Fyrirtækið er löngu frægt fyrir kjörorðið „Allt á sama stað“. Eg- ill er spurður að því, hverju hann Framhald ó bls. 23 18 FRJÁLS VF.RZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.