Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1963, Síða 23

Frjáls verslun - 01.10.1963, Síða 23
/------------------------------------------------------------------------------------ Nýr bankastjóri Alþjóðabankans Fyrir nokkru urðu breytingar á æðstu stjórn Alþjóðabankans í Washington. Eugene Black, sem verið hefur aðal- bankastjóri bankans í 13 ár hefur látið af störfum, en við hefur tekið George D. Woods, sem verið hefur einn af forstjórum eins stærsta bankafirmans í Wall Street, First Boston Corporation. Eugene Black gat sér mjög gott orð i starfi sínu á vcgum Alþjóðabankans. Hann ferðaðist mikið um þróunarlöndin og lagði sig fram um að aðstoða þau við útvegun fjármagns til hinna margvíslegustu framkvæmda. Eftirmaður hans hefur einnig látið töluvert að sér kveða í alþjóðlegum fjármálum. Iíaun hefur átt þátt í að endurskipuleggja járn- og stálframleiðslu Indlands og tók þátt í þeim samningum sem fram fóru milli Egyptalandsstjórnar og hinn fyrri eigenda Súezskurðarins, þegar hin fyrrnefnda féllst á að greiða hinum síðarnefndu nokkrar bætur vegna þjóðnýtingar Súezskurðarins 1956. _____________________________________________________________________________________/ Eugene Black George D. Woods EGILL VILHJALMSS9N Framhald aí bis. 18 þakki helzt vöxt og velgengni fyr- irtækisins, og svarar hann: „Ég tel það að þakka fyrst og fremst reglusemi og löngum vinnutíma. Ég hef aldrei vanið mig á neyzlu áfengis eða tóbaks, og ég hef alla tíð haft langan vinnudag. Ég er þeirrar skoðunar, að þeim sem hugsa sér að byggja upp slík fvr- irtæki, þýði ekki annað en taka daginn snemma og megi ekki vera að því að eyða dagstundunum í að sitja lon og don inni á veitinga- stofum. I>að er ekki eðlilegt, að neinn komist áfram í lífinu nema með því að vinna. Og ég lít svo á, að sá sem vill verða forstjóri og settur yfir mikið, verði jafnvel að gera sér að góðu að taka á sig allt að því þrefaldan vinnudag.“ Egill var fyrir nokkru gerður heiðursfélagi Leikfélags Reykja- víkur fyrir það, að hann liefur hvað eftir annað styrkt félagið með fégjöfum, en um þetta vill Egill helzt ekkert tala, segir ráða- menn félagsins hafa ljóstrað þessu upp að sér forspurðum, sem hann kvaðst ekki hafa kært sig um, jafnvel j)ótt hann hafi aðstoðað þá til endurgjalds fyrir margar góðar stundir, sem þau hjónin hafi notið á leiksýningum, og sé félagið alls góðs maklegt. Kona Egils er Iíelga Sigurðar- dóttir, verkamanns í Reykjavík Amundasonar frá Miðengi í Grímsnesi. Börn þeirra eru þrjú, Sigurður, Ingunn og Egill, og starfa synirnir báðir við fyrirtæki föður síns, og einnig tengdasonur hans. SMÆLKI Hún settist við hliðina á honum. „Elskan“, hvíslaði hún, „ekkert getur nokkru sinni aðskil- ið okkur. Framtíðin er okkar. Ég elska þig og vil taka þátt í gleði þinni og sorgum“. „En mín kæra, ég hef engar sorgir,“ sagði hann. „Ég veit að þú hefur þær ekki núna,“ hvísl- aði hún, „ég meina þegar við erum gift.“ FRJÁLS VERZLUN 23

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.