Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1965, Síða 2

Frjáls verslun - 01.07.1965, Síða 2
Hinn ixægi fílabeinshamar SOTHEBY'S Uppboðsíyrirtækið mikla í London Nú fyrir skemmstu varð nafnið Sotheby’s skyndi- lega fleygt á íslandi, en það er fyrirtæki, sem til- tölulega fáir höfðu þekkt til þess tíma. Þann 30. nóvember brá hinsvegar svo við, að öll íslenzku dagblöðin birtu fréttir frá Sotheby’s á forsíðum, og jafnvel símamyndir úr húsakynnum fyrirtækisins. Ástæðan var sú, að á vegum uppboðsfyrirtækisins Sotheby’s var eina íslenzka handritið í einkaeigu, hin margumtalaða Skarðsbók, seld á uppboði fyrir 36.000 sterlingspund eða um 4,3 milljónir íslenzkra króna. Mörgum mun vafalaust þykja fróðlegt að kynnast nokkuð hinum frægu listmuna- og bóka- uppboðum í London, og þá Sotheby’s sérstaklega. Sú staðreynd, að London er viðurkennd sem mið- stöð hins alþjóðlega listmarkaðs, á einkum rót sína að rekja til hinna frægu uppboðshaldara og list- sölustaða þar. Listmunauppboð íoru fyrst fram í Hollandi, og þessi venja fluttist til Englands 1676, en það var hinsvegar ekki fyrr en árið 1744 að Samuel Baker í Itussel Street, Covent Garden, hinn upprunalegi stofnandi fyrirtækis þess, sem nú ber naínið Sothe- by’s, hélt fyrstu reglulegu uppboð sín. Áður en þetta varð, höfðu bókasölur farið fram á sam- keppnisgrundvelli hjá bóksölum, en þeir uppgötv- uðu smátt og smátt fjárhagslegt gildi uppboðanna, og hagkvæmni þess að selja þar ýmsan listvarning, sem oftlega var fluttur til Bretlands frá meginlandi Evrópu. Ekki leið á löngu þar til slíkir uppboðssölustaðir tóku að skjóta upp kollinum, og var málum þá hagað svo, að almenningi gafst kostur á skoða bæk- ur, málverk og listmuni þá, sem bjóða átti upp, áður en til uppboðsins sjálfs kom. Þessir uppboðs- sölustaðir urðu brátt samkomustaðir þeirra, sem afskipti höfðu af listum og bókmenntum, og komust mjög í tízku. Viðskipti Samuel Bakers gengu hægt framan af. Heildarvelta hans fyrsta árið var þannig 826 sterl- ingspund. Þetta er hógvær tala miðað við þær stjarnfræðilegu upphæðir, sem Sotheby’s selur ár- lega fyrir nú. (Sem dæmi má nefna, að 1963—1964 seldi uppboðsfyrirtækið muni fyrir 13.251.455 sterl- ingspund!) Þessar tölur sýna, hversu fyrirtækið hef- ur stækkað og blómstrað með tímanum. Fyrstu viku af október þessa árs hófst 222. upp- boðstímabil Sotheby’s, og að vanda lentu þá margir dýrgripir úr öllum heimshornum undir hinn fræga, hvíta fílabeinshamar í húsinu nr. 34 & 35 við Bond Street í London, og einnig í Parke-Bernet Galleries, Inc., í New York, sem nýlega er orðið dótturfyrir- tæki Sotheby’s. Árið 1767 tókst viðskiptafélagsskapur með þeim Samuel Baker og George Leigh. Málverk af George Leigh hangir nú í skrifstofum Sotheby’s, og sýnir hann sem hæglátan en ákveðinn mann með hvíta lokka og plómulitaðan hatt. Uppboðshamar hans UppboðlS um gervllunglið „Early Bird". Boðin er mynd eitir Churchill, sem seldist fyrir 14.000 pund. % FRJÁL8 VXRZLTTN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.