Frjáls verslun - 01.07.1965, Blaðsíða 4
Málverkið eftir Churchill, sem sslt var um Early Bird. Myndin
var máluð 1954.
endur listaverka, sem vilja selja, ellegar væntan-
lega kaupendur. Mat hans á verðmæti listmuna er
viðurkennt um allan heim. Oft kemur það fyrir,
að hann verður að taka skyndiákvarðanir um að
fara í snatri til New York, og hefur þetta færzt í
aukana eftir að Sotheby’s keypti mcirihluta hluta-
bréfa í fyrirtækinu Parke-Bernet Galleries í New
York í júlí 1904. Rætur Parke-Bernet má rekja til
Bandaríska listabandalagsins, sem stofnað var 1885,
og það varð brátt fremsta fyrirtæki Bandaríkjanna
varðandi uppboð á listmunum. Fyrirtækið fékk nú-
verandi nafn 1937, skírt eftir Hiram Ií. Parke,
fremsta uppboðshaldara Bandaríkjanna, og starfs-
bróður hans, Otto Bernet.
Vorið 1960 fór aðstoðarmaður Wilsons, Mr. Pere-
grine Pollen, til New York til þess að stofnsetja og
skipuleggja útibú frá Sotheby’s þar. Hann hafði
einnig stundað nám við Eton og Oxford, og varð
síðar forstjóri Parke-Bernet Galleries.
Samruni Sotheby’s og Parke-Bernet vakti mikla
athygli í listaheiminum, og er talið að hann muni
vcrða hinn gagnlegasti.
Ef lesin er skráin yfir þá muni, sem Sothebv’s
hefur selt yfir árin, er það líkast því að lesa ævintýri
um liulda fjársjóðu; svo margir dýrmætir munir
hafa farið undir hvíta fílabeinshamarinn. Um upp-
boðssali fyrirtækisins hafa margir dásamlegir hlutir
farið, bæði sagnfræðilegs eðlis og listræns — mál-
verk gömlu meistaranna, nútímamálverk, dýrmætir
skartgripir, eðalsteinar, bækur, postulín, handrit —
minningar um liðna tíma. Aðeins safnarar og sér-
fræðingar hafa áhuga á sumum þcssar:i muna.
Þarna hafa farið um sali vopn og herklæði fyrri
alda, og í nóvember sl. hélt Sotheby’s fyrsta upp-
boð sitt á gömlum bílum. Það uppboð fór fram utan
aðseturs fyrirtækisins við Bond Street. Næsta upp-
boð á gömlum bílum mun fara fram á sumri kom-
anda að setri Lord Montague að Beaulieu, Hamps-
hire. Söfn um allan heim eru nú á höttunum eftir
gömlum bílum til þess að sýna, og mælt er að Rolls
Royce-bíII frá 1908 liafi nýverið verið seldur fyrir
7.200 sterlingspund, þannig að gamlir bílar virðast
vera góð fjárfesting!
Ilugsaidcgt er að Sotheby’s muni færa frekar út
kvíarnar á þessu nýja sviði, og selja jafnvel járn-
brautarvagna, gamlar saumavélar og fleira í þeim
dúr.
Naumast er hægt að ljúka þessu greinarkorni um
Sotheby’s án þess að rifja upp uppboð á nokkrum
heimsfrægum cða óvenjulegum munum. Dæmi: í
júní 1960 seldi Sotheby’s silfurborðbúnað Berkeley-
kastala fyrir 207.000 sterlingspund. (Þetta er eini
franski silfurborðbúnaðurinn frá því fyrir stjórnar-
byltinguna, sem til er í heiminum.) Hin fræga
mynd Goya af hertoganum af Wellington, sem ný-
lega var stolið ,en fannst aftur og hangir nú í
National Gallery, fór undir hamarinn hjá Sotheby’s
1960—-1961, og seldist fyrir 140.000 sterlingspund.
National Gallery fékk myndina eftir að hæstbjóð-
andi á uppboðinu, bandarískur einkasafnari, hafði
boðizt til að gefa eftir myndina, svo hún flyttist
ekki frá Bretlandi.
Á uppboðstímabilinu 1958—1959 fór verð á list-
munum mjög hækkandi, og hvert sölumetið á fætur
öðru var sett af fyrirtækinu. Ilámarki sínu náði
þetta uppboðstímabil er skiptaráðendur hins gífur-
lega dánarbús hertogans af Westminster ákváðu að
senda nokkuð af skartgripum og listmunum undir
hamarinn hjá Sotheby’s til þess að mæta erfðafjár-
skatti. Meðal munanna var eitt fegursta málverk
Rubens, „The Adoration of the Magi“, mikilsverð-
asta málverk, sem nokkru sinni hefur verið á upp-
boði. Enskm- einkasafnari keypti það á uppboðinu
hjá Sotheby’s fyrir 275.000 sterlingspund, sem þá
var uppboðsmet fyrir eitt málverk.
Westminster-höfuðdjásnið var selt á uppboði dag-
inn eftir fyrir 110.000 sterlingspund. í djásni þessu
eru t.veir eðalsteinar, hinir svonefndu Aseot-dem-
antar. Þeir voru upphaflega gefnir Charlotte drottn-
ingu, og djásnið kcypti síðan markgreifinn af West-
minster sem afmælisgjöf handa konu sinni.
Auk dæmalausra fjársjóða, sem þessara, eru sögu-
legar minjar einnig seldar á uppboðum Sotheby’s,
Fram. á bls. 11
4
FRJÁLS VERZLCN