Frjáls verslun - 01.07.1965, Qupperneq 5
Bakdyrainngangurinn í 28 Hyde Park Gate. Nokkur hluti garðsins sést á myndinni.
Hús aldarinnar
í október sl. var húsið við Hyde Park Gate 28,
í London, ásamt áfastri húseign við hliðina, selt á
uppboði, fyrir fjárhæð, er svarar til 14 millj. ísl.
króna. Þar var um árabil heimili Sir Winston
Churchill, er hann bjó ekki í Downing Street 10.
Eignirnar voru seldar án húsgagna þeirra, sem
sýnd eru á myndum þeim, sem fylgja hér. Lady
Spencer Churchill flutti þau til núverandi íbúðar
sinnar, í Princess Gate, Kensington. Þar hefur hún
nú til umráða þrjú móttökuherbergi, fimm svefn-
herbergi, fjögur baðherbergi og herbergi fyrir
starfslið.
í húsinu við Hyde Park Gate 28 eru þrjú mót-
tökuherbergi, átta svefnherbergi og fimm baðher-
bergi. Innangengt er til hússins við hliðina, en nú-
verandi eigendur, Simpsons, hafa þó fullan rétt til
að selja þá eign.
Það þykir mjög óvenjulegt í London nú á dög-
um, að þannig hagi til um tvær húseignir, sem seld-
ar eru í hverfi, þar sem lóðir eru dýrar, og leiga
há. Mun það hafa ráðið nokkru um, hve hátt sölu-
verðið var.
Það vakti mikla athygli víða um heim, er það
fréttist, að húseignir Sir Winston væru til sölu.
FRJÁLSVERZLUN
5