Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1965, Síða 9

Frjáls verslun - 01.07.1965, Síða 9
arliði, sem bækistöðvar hafði í landinu (27.840 milljónir króna frá Bandaríkjunum, að ógleymdum 10.200 milljónum frá Bretum, auk smærri upphæða frá Frökkum, Belgum og Kanadamönnum). Þar við bættist sívaxandi vinnuafl, flóttamenn frá A- Þýzkalandi, unz hr. Ulbricht lokaði landi sínu, 1961. Þá varð ósigurinn í styrjöldinni til þess, að Þjóð- verjar hófust handa „með hreint borð“ í verka- lýðsmálum, að henni lokinni. Gömlum kreddum og kenningum á því sviði hafði verið kastað fyrir borð, venjum, sem annars hefðu orðið dragbítur. Þetta tækifæri var hagnýtt til fullnustu. Hans Böckler, einn kunnasti verkalýðsleiðtogi samtíðar- innar, óskaði eftir því, að verkalýðsfélögum yrði fækkað úr 200, — það var tala þeirra, á tímum Hitlers — í eitt. Hér hefði verið gengið einu skrefi of langt, en núverandi tala verkalýðsfélaga er 1(5, og að þeim eiga aðild um 6 milljónir manna. Verka- lýður landsins telur um 25 milljónir. Þess má geta í samanburði, að 176 verkalýðsfélög eru í Bret- iandi, meðlimir þeirra 10 milljónir, en sambærileg heildartala verkalýðs þó aðeins nokkru hærri en í Þýzkalandi. Starfsemi liggur hvergi niðri í Þýzkalandi, og lög landsins eru á þann veg, að nær óhugsandi er að skella á ólöglegum vinnustöðvunum. Er launasamn- ingar hafa verið gerðir, falla þeir undir landslög, en þótt samningstímabil hafi styzt að undanförnu, ná þau venjulega til 12 eða 15 mánaða. Meðan samn- ingstímabil stendur yfir, og án uppsagnar (sem venjulega kemur þó alltaf til), þá getur ekki komið til verkfalls, nema 75% félagsmeðlima gefi sam- þykki sitt. Þetta hefur þó ekki alltaf í för með sér verkfall, þótt verkalýðsleiðtogar hafi vopnin í hönd- unum. Þeim er sjaldnast beitt. Glataðir vinnudagar, vegna verkfalla, voru á árunum 1957—62 S.700.000 í Þýzkalandi, en 28.700.000 í Bretlandi. Efni ein- hverjir til ólöglegra verkfalla, njóta þeir aldrei stuðnings verkalýðsfélaga, en hljóta í stað þess fyrir- litningu samverkamanna sinna, og er venjulega sagt upp (með fullu samþykki verkalýðsfélaganna). Þá mega slíkir brjótar venjulega greiða sektir, er þeir hafa sætt dómi, fyrir sérstökum verkalýðsdómstól- um, sem starfa sjálfstætt. Það er auðvelt að segja, og hefur oft verið sagt, að það sé þjónslund verkamannsins að þakka, hve sjaldan kemur til verkfalla í Þýzkalandi. Það væri vissulega auðvelt, en er þó ósatt. Á fyrstu árum endurreisnarinnar, þegar barizt var harðlega til að vinna markað erlendis, þá fóru verkalýðsfélögin sér Nýir skýjakljúíar og nýir bílar setja svip hinn á lífið í Vestur- Þýzkalandi. FRJÁLS VERZLUN 9

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.