Frjáls verslun - 01.07.1965, Síða 10
vissulega hægt, en þó hafa þau náð það langt, að
þýzkir verkamenn hafa styttri vinnuviku en brezk-
ir. Lágmarkslaun í Þýzkalandi eru þó nokkru lægri,
en hlunnindi, bein og óbein, eru þó meiri; um jólin
og í sumarleyfum, auk þess, sem almennir helgi-
dagar eru 12 í Þýzkalandi, en 6 í Bretlandi. Það
gætir engrar undirgefni hjá verkalýðsleiðtogum, og
má þar nefna Otto Brenner, hjá II. G. Metall, og
telur 1.900.000 meðlimi, og er fyllilega á borð við
stærstu og valdamestu verkalýðsféiög í heimi. Hr.
Brenner er ekki lengur umdeildur, eins og fyrr —
því að það er ekkert að deila um. Árum saman
hefur hann horft á atvinnurekendur láta í minni
pokann, og þótt hann sé ekki eins harður í horn að
taka og fyrr, þá hefur hann í ár krafizt tveggja
aukaleyfisdaga, auk árlegrar 10% launahækkunar.
Hann fær því sennilega hvorutveggja framgengt.
Georg Leber, hjá I. G. Bau (byggingaverkamenn)
er í senn ákafur baráttumaður, og snjall málamiðl-
ari. Hann hefur unnið stórafrek, með því að koma
á sérstökum launagreiðslum, þegar veður eru vond,
og jafnvel stóru plasttjöldin, sem menn hans vinna
undir, nægja ekki til að skýla fyrir vindum og veðri.
í Þýzkalandi gefa launþegar og atvinnurekendur
hvor öðrum jafn mikið hornauga og í Bretlandi,
eða hverju öðru landi, sem vera skal. Þjóðverjar
gera sér þó grein fyrir, að það skiptir litlu máli,
hverja atvinnu þeir stunda, þeir eru allir á sama
báti. Hvorugur aðilinn lætur illyrði falla í garð
hins, þótt samningar eða deilur standi yfir. Stutt-
garter Zeitung sagði, er deila virtist framundan milli
hr. Brenner og atvinnurekenda: „Sú skoðun, að
Iaunþegum og atvinnurekendum beri að komast
að samkomulagi, er svo útbreidd, að það er óhugs-
andi, að baráttan berist út á strætin. Afturhvarf
til gamla hugsunarháttsins er útilokað.“
Það verður að teljast einkennilegt, að það skyldu
vera Bretar, sem lögðu hornsteininn að verkalýðs-
málum Þjóðverja, á árunum eftir styrjöldina. Má
þar minna á samákvörðunarlögin frá 1951, þar sem
fulltrúum kola-, járn- og stáliðnaðarins var gert
jafnhátt undir höfði. Þá eru lögin frá 1952 ekki
síður athyglisverð, en þar var sérhverri verksmiðju,
sem hafði fleiri en 21 starfsmann gert að skyldu að
koma á fót sérstöku verkamannaráði. Þessar stofn-
anir, sem halda uppi svo nánum tengslum milli
launþega og atvinnurekenda, leysa venjulega vanda-
málin, áður en þau komast á alvarlegt stig. Þannig
falla allar tilraunir til að halda á lofti fásinnu, um
sjálfar sig. Ilvað, sem menn kunna að vilja segja
um Þjóðverja, þá er þar um að ræða meira lýðræði
verkamanna að ræða en í Bretlandi, eða öðrum
löndum.
Það er jafn rangt að telja Þjóðverja haldna
þjónslund (skilningur á eigin vandamálum er rétta
lýsingin), og sömuleiðis á það ekki við rök að styðj-
ast, að Þjóðverjar leggi harðar að sér við vinnu en
aðrar þjóðir. Þótt benda megi á, að Prússar leggi
hart að sér fyrir góðu kaupi, þá verður það að
segjast um íbúana í Rínarhéruðunum, að þeir eru
sjálflilífnasti og óáreiðanlegasti hópur manna, ekki
aðeins fyrir norðan miðbaug, heldur sunnan líka.
Ibúar Bæheims, ef þá skal telja til Þjóðverja, fara
milliveginn. Skýringin á framleiðniaukningu í
Þýzkalandi (28 stig í Þýzkalandi síðan 1928, miðað
við 19 í Bretlandi) er ekki að finna í þjóðareinkenn-
um, heldur í mciri hæfni, sem beitt er af áhuga.
Þótt Þjóðverjar óttist hagræðingu og sjálfvirkni á
sama hátt og Bretar, þá gera þeir sér grein fyrir,
að báðir þessir þættir leiða til styttri vinnutíma,
lengri leyfa og hærri launa. Þýzkir verkamenn
stefna að því að taka í notkun nýjar vélar, á undan
öllum öðrum. Þá gætir engrar tortryggni í garð
erlendra verkamanna, sem eru nú hátt á aðra
milljón.
Dr. Erhard hafði mikilvægu hlutverki að gegna,
í upphafi, er hann gaf bæði launþegum og atvinnu-
rekendum lausan tauminn, og gerði þá að sinnar
eigin gæfu smiðurn, í þjóðfélagi, sem einkennist af
samkeppni, og stjórnað er af ráðherrum, sem aðeins
fylgjast mcð, ef frá eru talin nokkur atriði húsnæðis-
mál, námugröftur og ríkisjárnbrautir, þar sem fé-
lagsmál eru í forsæti, og í sparifjármálum, þar sem
10
FRJÁL.S VHRZIitTN