Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1965, Síða 14

Frjáls verslun - 01.07.1965, Síða 14
leiðslu, og stefnir að því að kanna framleiðslu fyrir- tækis á grundvelli mælikvarða um notagildi, fegurð, auðveldari framleiðsluhátta og minni framleiðslu- kostnaðar.“ Hvort heldur hann hefur gert sér grein fyrir því, lagði Allen Lane þennan mælikvarða á bókaútgáfu, er hann stofnaði útgáfufyrirtækið Penguin Books í Englandi 1935. Penguin-bækurnar voru hinar fyrstu í heimi, sem sameinuðu öll sércinkenni fjöl- útgáfubókanna. Þær voru þægilegar að gerð, og vel útlítandi, og tilkoma þeirra gerði það að vcrkum að hægt var að dreifa góðum ritverkum í gífurlegu upplagi og við vægu gjaldi. Hér skyldi aftur lögð áherzla á, að ekkert þessara atriða er hægt að líta á sjálfstætt; hvert einstakt þeirra byggist gagn- kvæmt á hinum, og leyndarmál fjölútgáfubókanna liggur í því, að sem nákvæmast jafnvægi náist. Penguin-bækurnar veittu almenningi aðgang að ritverkum, sem kostuðu nú aðeins sex pcnce, en í bundnum útgáfum um 10 shillinga og sex pence eða meira en tuttugu sinnum meira. Að slíkur verð- munur vcki feiknaathygli gerist ekki í dag, en eitt af skilvrðum fjöldaútgáfubókar er, að hún sé seld lægsta hugsanlegu verði. Hægt cr að reikna út bókarverðið nákvæmlega. Vcrð á bók, sem seld er almenningi, bvggist á kostn- aði hvers einstaks fyrsta upplagsins. og er ákveðið með einfaldri reglu. TTIuti kostnaðnrins við prcntun bókar ésetning, umbrot. o. s. frv.) verður hinn sami hvort heldur prentnðar eru 10 bækur eða 10.000. Annnr kostnaður ("t,. d. bókband og papnír) er bund- inn við hvert bóknreintak, og vaxa þessir kostnaðar- liðir því með stækkun upplagsins. Ef rætt er um kostnað á hvert eintak, er því ekki hægt að þjappa þessum liðum saman. Hinsvegar minnkar fastur kostnaður í réttu hlutfalli eftir því sem upplagið stækkar, þar eð hann dreifist á ankinn eintakafjölda. ITcildarkostnaður á eintak minnkar því samsvar- andi. Hinsvegar getur það gerzt, að þegar fastur kostn- aður dreifist á slíkan fjölda eintaka, að áhrif hans á verð hvers eintaks verða óveruleg, og kostnað- arverðið, og þá einnig smásöluverð bókarinnar, staðnar þá í lágmarki. Fyrsta boðorð útgefanda er því að ákvarða hvenær þessu takmarki er náð, því hann getur því aðeins hagnýtt sér að fullu áhrif fjöldaútgáfu, að svo verði. Hversu langt út fyrir ramma þessa takmarks skvldi útgefandi fara, kunna margir að spyrja. Pyr- ir útgefandann skipti það engu máli hvort bók er þannig gefin út í 50.000 eða einni milljón eintaka, þar eð lágmarksverði hafi þcgar verið náð. En málið lítur allt öðru vísi út frá sjónarhóli útgef- andans. Á annan bóginn cr fjárfesting hans meiri og áhættan sömuleiðis; liins vcgar ffct.ur hann ckki búizt við því, þrátt fyrir sanngirni og stöðugleika verðsins, að gcta drcift fjöldaútgáfubók með sömu aðferðum, og hann beitir við bækur í minni upp- lögum. ITér komnm við að þriðja skilyrði fjöldaútgáfu- bókarinnar: Nýir dreifingarmarkaðir verða að koma til sögunnar. í háþróuðum þjóðmenningum eru menningarbrautirnar engu að síður afmarkaðar með stimpli þjóðmenningar, sem byggist á menntaúrvali. Bókaverzlanir þjóna aðcins litlum hluta íbúanna — þeim þjóðfélagsstéttum, sem skapa „menningar- vitana“. t mjög háþróuðu landi, þar sem lescndafjöldinn fþeir sem geta valið og hagnýtt sér lesefni) nemur 14 FR JÁLS VER Z. I.l' \'

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.