Frjáls verslun - 01.07.1965, Page 17
markaður — eða um 1%. Endurútgáfa sígildra
verka er því ekki ýkja áhæt.tusöm, og þetta skýrir
hversu á því stendur að í flestum löndum hefur
„pappabandið“ skapað flóð endurprentana af öll-
um tegundum, sem menn höfðu ekki þorað að láta
sig dreyma um eða vona. Bækur, sem höfðu löngu
horfið af markaðnum, hafa nú aftur haldið innreið
sína á almenningsmarkaðinn, og liægt er að kaupa
þær hvar sem vera skal.
En jafnframt eru þessari efnisauðlind takmörk
sett, og þessi háttur hefur ýmsa ókosti. Tala þeirra
sígildu verka, sem bókmenntirnar eiga, er ekki ótak-
mörkuð. E. t. v. nemur hún nokkrum þúsundum
í bezta lagi, og menn geta með nokkurri vissu horft
fram til þess tíma að fjöldaútgáfubækurnar í hin-
um þróaðri löndum beri þúsundir titla. Því hlýtur
að koma að því, og er raunar skammt undan í viss-
um löndum, að mettun markaðsins mun valda
skyndilegu hruni í þessum efnum, og þá mun eina
örugga söluleiðin fyrir þessa gífurlegu útgáfustarf-
semi byggjast á eðlilegri menningarnotkun skóla,
háskóla og annarra stofnana.
Einnig er hægt að gefa út metsölubók, á meðan
liún er enn í góðri sölu, áður en hún verður sígild
sem slík, og á meðan eina matið, sem hún hefur
gengið undir, er venjuleg sala í bókaverzlunum.
Þetta kann að reynast mjög ábatavænleg aðferð,
en því miður hafa margir útgefendur ekki enn skilið
aðferðirnar við þess háttar bðkasölur. Þeir bíða
yfirleitt of lengi eftir því að bókin nái söluárangri
í venjulegri útgáfu, áður en þeir framlengja þann
árangur með því að gefa hana út í fjölútgáfu.
Þeir ímynda sér, að þurrausa verði vinsældabrunn
bókarinnar áður en hún er gefin út á þann markað,
sem þeir halda að sé aðeins framlenging á sama les-
endahópi. En staðreynd er, að reynslan hefur sýnt
að hið rétta augnablik til þess að flytja bók úr
venjulegri útgáfu í fjölútgáfu, er þegar salan á
venjulegu útgáfunni nær hámarki.
Ejölútgáfan dregur síður en svo úr söluárangri
venjulegu útgáfunnar, heldur þvert á móti blæs
fjölútgáfan nýju lífi í hina venjulegu, og hefur þann-
ig á hana áhrif, á meðan fjölútgáfan sjálf byggir
upp sölur sínar á grundvelli áhuga þess, sem komið
hefur fram í hópi „menntamannanna“.
í háþróuðum þjóðfélögum tuttugustu aldarinnar
er daglegt samband meðal hins menntaða almenn-
ings, ef svo mætti að orði komast, því oft deila
þessir aðilar sömu fjölmiðlunartækjum. Bók, sem
rætt er um í bókmenntagagnrýnisdálkum dagblaðs,
fer ekki algjörlega ofan garðs og neðan lijá þeim
lesendum þess, sem fyrst og fremst hafa áhuga á
íþróttasíðum eða afbrotafregnum.
Eini galli þessa kerfis er því ekki fjárhagslegs
eðlis, heldur er hann að finna í þeirri staðreynd, að
einhliða aðgerðir stjórna hreyfingu útgáfu bókar
frá venjulegri útgáfu í fjölútgáfu. Sú bók, sem um
er að ræða, hefur verið örvuð og livött af menningar-
legri bókmenntagagnrýni. Nú er hún hinsvegar lögð
á altari fjölútgáfunnar, sem því miður hefur ekk-
ert „endurvarp“, sem með skoðunum hefur áhrif
á seinni útgáfur.
Þá komum við að þriðju tegund fjölútgáfubókar-
innar — bókinni, sem beinlínis er gefin út fyrir f jöl-
markaðinn, og fyrir áhrif eða „pressu“ frá þeim
sama markaði. Þessar bækur eru, ef svo má segja,
hinar nýju bókmenntalegu bækur í venjulegum
skilningi þess orðasambands. Því miður sýnir reynsl-
an, að slíkar bækur eru ákaflega fáar talsins. Út-
gefendur hafa ekki enn fyllilega skilið eðli tækis
þess, sem þeir hafa nú með höndum, og þeir vita
enn minna um hversu því skal beita. Hendur þeirra
FRJALS VERZLUN
17