Frjáls verslun - 01.07.1965, Page 18
eru bundnar af ýmsum almennum hindrunum, ónóg-
um dreifingarleiðum, skeytingarleysi eða beinum
fjandskap gagnrýnenda, seni eru f ulltrúar hins
„menntaða“ hluta þjóðfélagsins, sem leggst gegn
fjölútgáfubókinni.
Enda þótt svo sé, og á þetta ber að leggja áherzlu,
er það ljóst að fjölútgáfu mun aldrei uppræta bækur
í venjulegum útgáfum. Þvert á móti mun hún vekja
nýjan áhuga á bókum yfirleitt, með því að færa
takmarkalaust út grundvöliinn fyrir bókmennta-
legri fjölmiðlun, þannig að bókalestur verði óað-
skiljanlegur hluti af hinu daglega lífi.
Þeir senr óttast, að hinar dýru bækur, og hinar
fremur ódýrari i venjulegum útgáfum, séu dæmdar
til þess að víkja af sjónarsviðinu fyrir fjölútgáfu-
bókinni, hafa á röngu að standa. Þörfin og löngunin
til þess að eiga bækur í fallegum útgáfum, vönd-
uðum og endingargóðum, er að dómi hins almenna
lesanda endanlegt val, scm aðeins getur verið afleið-
ing mikillar lestrarreynslu. Ef svo og svo mörgum
eftirlíkingum af skrautútgáfum er nú dreift af bóka-
klúbbum, og ef bækur eru oftlega taldar skraut, eða
dómur um stöðu í þjóðfélaginu, er það svo sökum
þess í slíkum tilfellum á bókareign ekkert skylt
við eiginlegan bóklestur, vegna þess að óbrúað bil
hefur myndazt milli bókarinnar og tilgangs hennar.
Eftir því sem lífskjörum fleygir fram í heíminum,
geta flciri og fleiri stéttir leyft sér að kaupa „gæða-
bækur“ til eignar, en bóklestur, í samvizkulcgum
og bókmenntalegum skilningi, verður áfram forrétt-
indi minnihlutans. En fyrir tilstilli fjölútgáfubókar-
innar er þetta ástand að breytast, og við getum nú
með nokkrum rétti vonast til þess að á næstu 50
árurn muni þessi tegund bóka, „lestrarvélin“, leggja
sitt af mörkum í lífi hinna nýju þjóðfélaga, sem
munu erfa heiminn.
Sálfræðingurinn var í heimsókn á geðveikrahæli.
— Ilvernig ákvarðið þér hvort óhætt sé að út-
skrifa sjúkling?
— Við fyllum baðkar með vatni, látum sjúkling-
inn fá teskeið, og segjum honum að tæma það.
— Hvað hefur það að gera með heilbrigði sjúk-
lingsins?
— Þeir sjúklingar, sem eru orðnir heilbrigðir, taka
auðvitað bara tappánn úr baðinu, og tæma það
þannig.
— Nú einmitt það. Þetta liafði mér ekki dottið
í hug.
— Mciturinn er tilbúinn!
— En það var í fréttunum að a!!t ílug hefði legið niðri vegna
veðurs í gær. Hvernig gat storkurinn þá lent?
18
FRJÁLS VERZLUN