Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1968, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.09.1968, Qupperneq 9
FRJÁLS VERZLUN 9 „Óhjákvœmilegt er að fœra tekjurnar frá borgurunum og frá öSrum atvinnugreinum til sjávarútvegsins, ef hann á ekki að stöðvast”. „Fram til þessa hefur ekki verið fyrir hendi stjórnmáia- leg skilyrði til að gera þœr ráðstafanir, sem nú eru fyrir- hugaðar eða eru að komast í framkvœmd”. „Umsókn að EFTA þýðir ekki, að við verðum aðilar strax, heldur er tilgangurinn sá, að kanna með hvaða kjörum við gœtum orðið aðilar”. „Launþegar eiga aðeins um tvennt að velja: Hvort vilja þeir heldur taka hinar raunverulegu kjaraskerðingu á sig í mynd atvinnuleysis eða minnkandi kaupmáttar”. ekki verið fyrir hendi stjórnmála- leg skilyrði til að gera þær ráð- stafanir, sem nú eru fyrirhugað- ar eða að komast í framkvæmd. Ráðstafanirnar, sem nú er ver- ið að gera, eru aðferð til að dreifa byrðunum. Ef við hugsum okkur hins veg- ar, að ekkert yrði gert, vísitalan hækkaði og síðan launin, mundi það ekki bjarga launþegunum. Lífskjaraskerðingin kæmi þá fram í atvinnuleysi. Launþegar eiga því aðeins um tvennt að velja: Hvort vilja þeir heldur taka hina raunverulegu kjaraskerðingu á sig í mynd at- vinnuleysis eða minni kaupmátt- ar. Myndin horfir þannig við frá mínum bæjardyrum séð. Teljið þér, að þessir örðugleikar verði Jangvinnir? Um það er erfitt að spá, en ég tel mjög óvarlegt að gera ráð fyr- ir, að um skyndilega breytingu til batnaðar geti orðið að ræða. Hvernig eigum við að fara að því að halda uppi jafngóðum lífskjör- um liér og í næstu nágrannalönd- unum? Ég álít, að við eigum að stefna að því að gera okkur óháðari sjáv- arútveginum, þótt við verðum að sjálfsögðu að byggja að mestu á honum í næstu framtíð. Við eig- um að keppa að því að koma á fót útflutningsiðnaði, — ekki ein- göngu á sjávarvörum, — svo að þær sveiflur, sem alltaf verða í sjávarútveginum, hafi ekki jafn- mikil áhrif á lífskjör þjóðarinnar og nú. í þessu sambandi bind ég vonir við álverksmiðjuna, rekstur henn- ar og eftir atvikum iðnað, sem byggist á notkun álsins. Auk þess er margt fleira á prjónunum, eins og sjóefnaverksmiðja, olíuhreins- unarstöð og vinnsla biksteinsins fyrir austan. Ef skynsamlega er á okkar efna- hagsmálum haldið, mundi ég því álíta, að íslendingar ættu að geta búið við sambærileg lífskjör og hinar Norðurlandaþjóðirnar þótt svo, að mjög hafi syrt að í bili. Grundvallarskilyrði þess, að smáþjóð eins og íslendingar verði þess megnug að geta það, er, að við tengjumst á einn eða annan hátt stærri efnahagslegri heild. Innlendi markaðurinn er svo lít- ill, að hann einvörðungu skapar ekki skilyrði til þess að nota hag- kvæmustu tækni. Það að vera sjálfum okkur nóg- ir á sem allra flestum sviðum, verðum við þess vegna að kaupa því verði, að þjóðin búi við rýrari lífskjör en nágrannaþjóðirnar. Þannig að það, sem Magnús Kjart- ansson á við, þegar hann talar um að við eigum eingöngu að sinna ,þjóðlegum atvinnuvegum', mundi þá leiða beint til kjararýrnunar? Mér er nú ekki ljóst, hvað hann á við með „þjóðlegum atvinnu- vegum“. í því getur þó varla fal- izt, að ekki megi ráðast í neinar nýjungar í atvinnurekstri. Ef það hins vegar þýðir, að alltaf eigi að hjakka í sama farinu, verður að kaupa það því verði, að lífskjör- in standi í stað eða fari jafnvel afturábak í samkeppninni við aðr- ar þjóðir, sem fylgja tímanum. Nú halda ýmsir stjórnarandstæð- ingar því fram, að ekki sé tíma- bært að sækja um aðild að EFTA vegna efnahagsörðugleikanna. . . Umsókn að EFTA þýðir ekki, að við verðum aðilar strax, held- ur er tilgangurinn sá að kanna, með hvaða kjörum við gætum orð- ið aðilar. Ég fæ þess vegna ekki séð annað, en það sé tímabært að sækja um, alveg óháð því, hvaða efnahagsráðstafanir verði gerðar á næstunni. Hvaða áhrif mundi aðild að EFTA hafa á íslenzkan iðnað? Tollalækkanir geta skapað vandamál fyrir íslenzka iðnaðinn. Til að mæta þeim þurfum við að- lögunartímabil. Hins vegar mundi aðildin skapa útflutningsmögu- leika fyrir iðnaðinn, sem ekki yrðu annars fyrir hendi. Að því leyti, sem fríverzlunar- ákvæðin ná til sjávarafurða, ættu

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.