Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1968, Page 20

Frjáls verslun - 01.09.1968, Page 20
20 FRJÁLB' VERZLUN lífsviðhorfa, ólíkra vinnuskilyrða og hinna óumflýjanlegu breyt- inga þjóðfélagsins. Þessar breytingar eru sýnilegar í öllum þjóðfélögum, gömlum og nýjum, og háhýsi eru reist, jafn- vel þótt landrými sé nægilegt. Og' þannig mun það verða í framtíð- inni. MINNKANDI NOTKUNARTÍMI. Bretland er þéttbýlt borið sam- an við önnur lönd, en svokallaður lóðaskortur er afstæður: hann er fyrir hendi innan borgarmarka og á nokkru svæði utan þeirra, en getur vart talizt tilfinnanlegur, sé litið á landið í heild. Hlutfallið milli flatarmáls alls Bretlands og íbúanna er um það bil ein ekra á hvern íbúa, en 80% af því landi er notað til landbúnaðar, en að- eins 8% fer undir borgarstæði. Jafnvel um miðbik borganna er ekki eins mikill lóðaskortur og í fljótu bragði virðist, því margar byggingar þarf að brjóta niður og endurbyggja. Áður fyrri var hæfi- legur notkunartími bygginga álit- inn 75 ár. Nú hefur hann minnk- að niður í 50 ár eða minna. Þeim skoðunum er haldið á lofti, að sér- hver kynslóð skuli losa sig alger- lega við gamlar byggingar og reisa nýjar, að sjálfsögðu með þeirri undantekningu þó, að sögu- legar og frábærlega fallegar bygg- ingar fái að standa. Hagskýrslur sýna, að árið 1964 voru 16,8 milljón íbúðir í Bret- landi, og að árið 2000 muni 70 milljónir manna búa þar í landi og þarfnast 24 milljóna nýrra ibúða. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir er álitinn vera milli 40.000—80.000 milljónir sterlings- punda. Sérhver einstaklingur skiptir um húsnæði að minnsta kosti 5 til 6 sinnum á ævinni, þegar hann er ungur og ógiftur, við giftingu og síðar, þegar börnin eru á unga aldri, og þegar þau eru uppkom- in, því þarfir hans breytast í sam- ræmi við allt þetta. Hann vill fá aðstöðu fyrir starf sitt, heimili, og bústað til hvíldar, og háhýsi, séu þau rétt og vel skipulögð, geta uppfyllt öll þessi skilyrði. Nú á tímum höfum við kost á allri nauðsynlegri þekkingu, hæfi- leikum og vönduðum byggingar- efnum, sem til starfsins þarf. Á tveim síðustu áratugum hafabygg- ingar, stál og styrkt steinsteypa tekið ótrúlegum framförum. Ný tækni gerir kleift að byggja há- hýsi á fljótan og hentugan hátt. Jafnvel varðandi hlaðin hús hef- ur orðið mikil breyting á. Hægt er að hlaða byggingu, sem er til- tölulega lítil um sig, upp í 20 metra eða meira, og er það reynd- ar gert. Einstakur hæfileiki háhýsa til að standa af sér jarðskjálfta kem- ur á óvart. Þau geta staðið af sér jarðskjálfta og sprengingar, án þess að verða fyrir teljanlegum skakkaföllum, þótt smærri bygg- ingar, sem gerðar eru úr sömu efnum, í sömu hlutföllum og formi og byggðar eru á sama hátt, kunni að falla saman. HÁHÝSI A FELLIBYLJA- OG JARÐSK í 4LFTAS VÆÐUM. Athuganir sem gerðar hafa ver- ið á íellibylja- og jarðskjálfta- svæðum, sýna, a'ð háhýsi verða að geta staðið vel af sér hliðarverk- andi krafta. Það er fengið með þunga byggingai innar og með því að gera hina einstöku hluti veggja og gólfa samfellda. Það gerir það að verkum, að byggingarnar geta tekið til sín orku með því að vagga til og frá og tryggir, að þær finni aftur jafnvægi og hindrar, að einstakir hlutar fari úr skorð- um á keðjuverkandi hátt. Þessi samfelling tryggir einnig, að skemmdir, sem kunna að verða á byggingunni, eru bundnar við einn ákveðinn stað, en verka ekki út frá sér. Kostnaður við slíka samfellingu er hverfandi, ef vel er skipulagt fyrirfram, en all mik- ið mun kosta að koma slíkri sam- íellingu fyrir, eftir að húsið hefur verið reist. Rétt er, að öll háhýsi hæfa ekki barnafjölskyldum til íbúðar, en auðvelt er að teikna þau þannig, að svo megi verða á hentugan hátt, og á marga vegu betri en að búa í úthverfi, með þeim fyrir- vara þó, að það er mjög ólíkt. Um allan heim er enn leitað að lausn þess vandamáls, hvernig kynslóðir framtíðarinnar geti lif- að á sem hagkvæmastan hátt, og skipulagning líkamlegra þæginda er aðeins einn þátturinn. Með þeirri þekkingu, sem við höfum nú, getum við að minnsta kosti skipulagt aðstöðu okkar þannig, að hún uppfylli allar kröfur, hvernig sem þær eru fram settar. FRAMTÍÐ HÁHÝSA. Háhýsi framtíðarinnar munu spara lóðir, færa ferskara and- rúmsloft og sólskin inn á heimili okkar og skrifstofur og loks, sé landslagið heppilegt, munu þau láta okkur finnast, að við störf- um og búum í geysistórum garði fremur en í þröngbýlli borg. Slík þróun mun losa okkur við ys og þys gatnanna, óhreinindi, loft- leysi og hávaða og breiða yfir, hversu þéttbýl borgin kann í rauninni að vera. Háhýsi, framar öllum einingum borga, geta breytt einkennum þeirra og haft áhrif á lifnaðar- hætti þjóðfélagsins. Þeir tímar eru í nánd, þegar sérhver fjölskylda á ekki aðeins tvo bíla, heldur tvær eða fleiri íbúðir í mismun- andi landshlutum, aðra fyrir dag- leg störf, en hina til hvíldar. Það er erfitt að spá um fram- vindu þróunarinnar og áhrif henn- ar á daglegt líf okkar. Ýmsum kenningum er á loft haldið, en eitt virðist auðsætt: að með hröð- um framförum tækni og vísinda, mun sá heimur, sem nú er upp að ljúkast, vera einstakur í sinni röð. Álitið er, að orka muni verða ótæmandi, og með henni bíður okkar þægilegra líf, bæði andlegt og líkamlegt. Háhýsi munu ekki aðeins koma að góðum notum, heldur munu þau gera komandi kynslóðum lífið bærilegra. KÆLI- og FRYSTIKERFI UPPSETNINGAR OG VIÐHALD. VIÐGERÐIR Á ÖLLUM TEGUNDUM AF KÆU- og FRYSTITÆKJUM. KÆLIIVG S.F. SÍMAR 21686 - 33838

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.