Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1968, Page 46

Frjáls verslun - 01.09.1968, Page 46
FRJALS VERZLUN 46 Evi jpubúar kynntust tóbaki á fremur óvenjulegan hátt. Þegar Kólumbus lenti í Vestur-Indíum 12. október 1492, gáfu hinir inn- fæddu honum tóbaksblöð, sína dýrmætustu eign. Síðar sá Kól- umbus og menn hans hina inn- fæddu ganga um með logandi teina. Þeir prófuðu að púa svo- lítið og kynntust þar með vindl- inum. Aldarfjórðungi síðar sást fyrst nokkurs konar tilraunamódel af sígarettunni, í Mexíkó. Það var indíánahöfðingi, sem gaf land- könnuðinum Juan de Grijalva að reykja, og þótt sígarettan væri nokkuð öðruvísi útlits en við eig- um nú að venjast, líkaði honum hún vel. Áður en leið á löngu, var það mjög í tízku að reykja sígar- ettur og fjöldi smáfyrirtækja byrjaði að framleiða þær á Spáni og flytja út. Einn innflytjendanna í Eng- landi var Philip nokkur Morris, sem er skráður meðal kaupmanna í London árið 1850. Þegar Philip Morris opnaði tóbaksverzlur, sína voru spænskar sígarettur mjög vinsælar í Evrópu. En árið 1850 opnaði þýzkur herramaður verk- smiðju í Sankti Pétursborg í Rúss- landi og byrjaði að framleiða nýja tegund. f hana var notað dýrt tyrkneskt tóbak og fyrsti filter- inn. Það var bómullarfilter og sjálfsagt ekki eins fullkominn og sá, sem við njótum í dag, en þess- ar sígarettur náðu geysilegum vinsældum og voru kallaðar „The Russian Mode“. Bretar tóku þátt í Krímstríðinu eins og allir vita, misstu léttvopn- uðu riddaraliðssveitina, sem Tennyson hefur gert ódauðlega, en kynntust hins vegar „Russian Mode“ sígarettunum. Það var 18.54. Brezkir hermenn höfðu handtekið nokkra rússneska „koll- ega“ sína og af forvitni prófuðu þeir sígaretturnar þeirra. Og sígaretturnar, ef svo má segja, hertóku Bretana, því að upp frá því vildu þeir ekkert annað reykja. Þegar þeir komu heim frá víg- stöðvunum, leituðu þeir um alla London að þessum sígarettum eða einhverjum svipuðum, en fundu ekkert. Þessi eftirspurn vakti hins vegar tóbakskaupmennina til umhugsunar og einna fyrstur til að láta til skarar skríða var herra Philip Morris. Áður en langt um leið, hafði hann safnað til sín hópi sérfræð- inga frá Rússlandi, Tyrklandi og Egyptalandi. Þessir góðu herrar voru allir sérfræðingar í að ,,rúlla“ sígarettur í höndunum, því þá voru engar vélar til slíkra Elzta lifandi vörumerki heims er eflaust Johnny Philip Morris. hluta. Morris sendi frá sér nokkr- ar tegundir, en frægastar urðu Philip Morris, Cambridge, Oxford Blues, Ovals og nokkrar fleiri. Viðbrögðin við eftirspurn her- mannanna voru í rauninni byrj- unin á sígarettuframleiðslu í Englandi, og Philip Morris var þar einna fremstur í flokki. Löngu eftir að Philip Morris fyrirtækið var komið á traustan grunn, opnaði keppinautur verk- smiðju í London og byrjaði að selja sígarettur, sem gengu imdir nafninu Benson & Hedges. Það leið næstum heil öld, áður en fjárhagsástæður gerðu Philip Morris það kleift að kaupa Ben- son & Hedges og innlima það. Philips Morris hafði þá flutt út sígarettur til Bandaríkjanna í mörg ár, en árið 1902 var fyrsta félagið stofnað þar. Meðal eigna þess var sígarettutegund, sem hét Marlboro, mest selda tegund þess í dag. Nú, til að gera langa sögu stutta, var opnað fyrirtæki í Vir- giníu árið 1919, sem bar nafnið Philips Morris & Co. Ltd., Inc. Það var fremur lítið í fyrstu, en undir stjórn þeirra Reuben M. Ellis, Leonards B. McKitterick og Alfreds E. Lyon óx það óðfluga. Þeir voru hugmyndaauðugir menn og hugrakkir. Ein frægasta auglýsingaherferð sögunnar hófst árið 1933, þegar vikadrengurinn Johnny varð lif- andi tákn Philip Morris. Johnny gekk um og hrópaði: „Call for Philip Morris, Call for Philip Morris!“ Þetta er nokkurs konar orða- leikur, þetta getur nefnilega bæði þýtt, að það sé síminn til herra Philips Morris og að fólkið eigi að biðja um Philip Morris sígar- ettur. Johnny náði fljótlega álíka miklum vinsældum og frægustu kvikmyndastjörnur þeirra tíma, og enn í dag vekur hann mikinn fögnuð á samkomum og í fjöl- leikahúsum, þegar hann kemur hrópandi. Líklega er þó ekki þar á ferðinni hinn upprunalegi Johnny. En þeir eru sífellt fleiri og fleiri, sem heyra kall hans, því að alltaf heldur Philip Morris áfram að vaxa.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.