Alþýðublaðið - 14.07.1969, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 14.07.1969, Blaðsíða 16
N'r-"i Verð í lausasölu: 10 kr. eintakið ' ^ Alþýðu blaðið Afgreiðslusími: 14900 Auglýsingasími: 14906 Ritstjórnarsímar: 14901, 14902 Pósthólf 320, Reykjavík Verð í áskrift: 150 kr. á mánuði 25 ára dansafmæli Friðbjörns íslandssýn- n r js bs r sr ing i tvo ar i Þýzkalandi □ Þessi glaðlega fjölskylda á myndinni er vel þekkt hér á landi, a.m.k. balletthjónin Kir- sten Ralov og Friðbjörn Björns- son sem oft hafa sýnt okkur list sína við mikla hrifningu áhorfenda. Friðbjörn hélt ný- lega upp á 25 ára dansafmæli sitt hjá Konunglega leikhúsinu og er enn í fullu fjöri þótt starfsaldur ballettdansara sé að jafnaði sorglega stuttur. Sonur þeirra heitir Björn í höfuðið á langafa sínum, en hundurinn Ringo — kannski í höfuðið á Ringo Starr? UM þessar mundir er að ljúka í Þýzkalandi sýningum á gömlum íslandskortum og vatnslitamyndum frá íslandi, en þessi sýning hefur staðið yfir víðs vegar um landið síðast liðin tvö ár. Hefur sýning þessi gengið undir nafninu „Das Alte Island.‘! Það pr félagið Germanía, sem hefur, staðið að þessum sýningum í samvinnu við' Þjóðminjasafnið og þýzk ís- landsfélög. Á sýningunni voru 46 gömul kort, það elzta frá 1493, og auk þess 40 vatnslita- rnyndir EngOiendingsins Collingwood, en Þjóðminja- safnin voru gefnar þessar myndir fyrir fáeinum árum. Collingwood var hér á ferð um aldamótin síðustu. Þetta kom fram á aðalfundi Germaníu, sem haldinn var fyrr í sumar, en á næsta ári verða liðin 50 ár frá stofnun félagsins. Formaður German- íu er dr. Jón E. Vestdal. Allsherjarverkfall á Sikiiey □ PALERMÓ á Sikiley í morgun (ntb-afp); Stærstu stéttasamtökin á Sikiley hófu í morgun allsherj arverkfall, sem segja má, að lami allt athafna- líf á eynni. Er verkfallinu stefnt gegn hinu óviðunandi atvinnu- leysi, sem að undanförnu hefur sett svip sinn á líf eyjarskeggja. ‘ Krefjast verkfallsmenn i þess, ■ að ríki og sveitafélög láti meira ' af hendi rakna til eflingar at- vinnulífsins og atvinnurekend- ur hefji þegar í stað viðræður við launþega um leiðir til úr- lausnar. — Akureyrarlögregl- an í önnum 1 t Reykjavík. — HEH. Lögreglan á Akureyri tók 3 ökumenn þar í bæ fyrir meinta ölvn við akstur um helgina. Nokkrir árekstrar urðu á Ak- ureyri um helgina, og lögregl- an þar nyrðra þurfti að hafa afskipti af allmörgum öku- mönnum, sem óku hraðar en lög gera ráð fyrir um götur Akureyrarbæj ar. Vall á Vaðlaheiði Revkjavík. — HEH. Það óhapp varð á Vaðla- heiði um hálf þrjú leytið að- faranótt sunnudagsins að bifreið valt á Vaðlaheiði. Einn farþegi var í bifreiðinni auk öku- manns, en hvorugan sakaði, en hins vegar urðu talsverðar k skemmdir á bifeiðinni. „HÚN ER VÍST FLÖT” segja þeir ágæfu menn zetetikar' 114 norskir læknar í Sviþjóð □ Það eru fleiri en ísienzk- ir læiknar, sem flýja till Sví- þjóðar, því að samlkvæmit at- hugun, sem nýlega var gerð í Noregi, kom í ljós, að 114 norskir læknar eru nú við störf í Svíþjóð. Hefur flðtti norskra læ'kna til Svíþjóðar farið ört vaxandi á síðustu árum, þari sem aðeins .24 norskir læknar voru starf- andi þar árið 1964, 26 árið 1965, 104 árið 1966, 92 árið 1967, aftur 104 1968 — og 114 það, sem af er þessu ári. Talið er, að fjárhagSástæð.ur ráði þessu að mestu, en lækn ar eru mun betur launaðir í Svíþjóð en Noregi, DOVER. — AP. Alþjóðleg hreyfing manna þeirra, sem halda því fram að jörðin sé flöt hafa sagt það vel geta verið, að tunglið sé eins og kúla í laginu, en halda jafn- staðfastlega-fram og áður þeirri grundvallarskoðun sinni, að jörðin sé flöt eins og pönnu- kaka. ■ Tnglferðaáætlanirnar hafa ekki raskað rósemi æðstu manna samtakanna, og ritar- inn, Samuel Shenton, sem er 68 ára gamall, heldur því fram, að myndir þær, sem teknar eru frá geimskipunum og sýna að jörðin sé hnöttótt, séu falsaðar. Shenton og fylgismenn hans sem sífellt fer fækkandi, leita í Biblíuna til að finna rök fyr- ir fullyrðingu sinni um að jörð- in liggi kyrr í tóminu, á botnx alheimsins, en tungl, stjörnur og geimskip ferðist þar fyrir ofan. Þeir búast við því að fólk andmæli þeim, en það er einmitt eins og stendur í Bibl- íunni .,,.... hina síðustu daga koma spottarar og gjöra spott Og fara sínu fram.“ Nú eru innan við 80 meðlim- ir í þessum samtökum, en þeir eru mjög dreifðir út um héim- inn. Flestir eru gamlir, lítið af ungu fólki slæst í hópinn. — Ég skil ekki unga fólkið, vísindin hafa leitt það í blindni allt frá vöggu. Ekkert er honum verr við erx að’ fólk taki hreyfinguna ekki alvarlega. Hann hefur oft gagn- rýnt þá sem kalla áhangendur,. Framhald á bls. 15. Úihlulunarnefnd 1 1 □ Menntamálaráðuneytið heildarfjárhæð, er nemur tvenn hefur skipað nefnd, er annast um byrjunarlaunum mennta- skal úthlutun starfslauna handa skólakennara, samkvæmt launa- iistamönnum árið 1969, en kerfi starfsmanna ríkisins. heimilt er að verja í því skyni Framhald á bls. 13. Smíða kafbáta fyrir grísku herforingjastjórnina □ Vestur-Þjóðverjar eru að smíða fjóra kafbáta fyrir grísku herforingjastjórnina án leyfis frá vestur-evrópska samband- inu, sem upprunalega var sett á stofn til að fylgjast með end- urvígbúnaði Þjóðverja. Talsmaður stjórnarinnar sagði, að ríkisstjórnin hefði á- kveðið að framkvæma þetta verkefni á eigin spýtur, þar sem yfirmenn NATO í Evrópu hefðu lýst því yfir að nauðsynlegt væri að Grikkland fengi kaf- báta til að stuðla að öryggi Ev- rópu. Kafbátarnir eru 1000 tonn hver, en hingað til hafa V.-Þjóðverjar ekki haft leyfi til að smíða stærri kafbáta en 450 tonn án sérstakrar undanþágu. Talsmaðurinn var spurður að því hvað ríkisstjórnin gerði ef V.-Evrópusambandið gæfi ekki leyfi til að smíða kafbát- ana og svaraði hann þá, að sér þætti ótrúlegt annað en leyfið yrði veitt, og þá yrðu kafbát- arnir smíðaðir í pörtum. Kaf- bátarnir eru nú í smíðum í Köln. |, J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.