Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 20
leyfðar, nema með fengnu sam- þykki þeirra. Heildsöluálagning á erlendum sérlyfjum er nú 18%, en smásöluálagning er 75%. Reynir sagði, að lyfjaverðlags- nefnd ákvæði grundvöll heild- sölu- og smásöluálagningar. Hún ákveður einnig grundvöll vinnu- og afhendingargjalda lyfjabúða, og gerir tillögur um útgáfu lyfja- verðskráa. Samkeppni framleiðenda geysi- hörð. Velflestir erlendir lyfjaframleið- endur hafa ekki náð einokunarað- stöðu hér, sagði Almar Grímsson, því í langflestum tilfellum eru til önnur samsvarandi lyf á mark- aðnum. Innbyrðis samkeppni milli fram- leiðenda er hins vegar mjög hörð. Þeir sem koma fyrstir á markaðinn með ákveðin lyf, t.d. róandi lyf eins og Valium og Librium á sínum tíma hafa náð forskoti og búa að því þrátt fyrir, að mörg samsvarandi lyf séu á markaðnum. Þessi merki hafa áunnið sér nafn, og eru þekktari en önnur. Erlendu fyrirtækin vinna helzt markað fyrir vörur sínar hér með því að senda sérfræðinga hingað á fund lækna til þess að kynna lyfin t.d. með kynningarfundum, ráð- stefnum svo og auglýsingum í fagtímaritum, en lyfjaauglýsingar í blöðum fyrir almenning eru ekki leyfðar samkvæmt lögum. Er aðeins leyft að auglýsa lyf í tímaritum eða blöðum lækna, lyfjafræðinga, tannlækna, dýra- lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara, Ijósmæöra og lyfja- tækna, nemenda í þessum grein- um og annarra sem vinna áþekk störf. Auglýsingar lyfjaframleiðenda eða umboðsmanna þeirra standa undir talsveröum hluta af kostnaði við útgáfu þessara fagtímarita, og skipta því umtalsverðu máli fyrir útgáfuna. Margar auglýsinganna koma tilbúnar erlendis frá. Eftirlit með lyfjaverzlun strangt Fullgerð lyf er einungis heimilt að selja, afhenda eða flytja til landsins, að þau falli undir stöðluö forskriftarlyf, framleidd af viðurkenndum framleiðenda, og nefnd gildandi samheiti, skráð sérlyf, framleidd af viðurkenndum framleiðanda og nefnd sérheiti og forskriftarlyf lækna, framleidd í lyfjabúðum samkvæmt sérstökum fyrirmælum á lyfseðli. Eftirlit með lyfjaverzlun hér er mjög strangt, en það er í höndum Lyfjaeftirlits ríkisins, sem nú er sjálfstæð stofnun undir yfirstjórn heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytisins. Verkefni þess eru marg- þætt. Þaö annast faglegt eftirlit með rekstri lyfjabúða, lyfjaheild- verzlana, lyfjagerða og annarra er selja, framleiða eða búa um lyf. Lyfjaeftirlitið hefur eftirlit með lyfjabirgðum spítaladeilda, eftirlit með innflutningi lyfja og hráefna til lyfjagerðar, metur kaupverð lyfja, annast eftirlit með verði lyfja í heildsölu og smásölu og hefur eft- irlit með lyfjaauglýsingum. — Samkvæmt alþjóðlegum samningum, sem ísland á aðild að, eru ávana- og fíknilyf eftirritunar- skyld, þ.e. lyfsalinn sendir frumrit lyfseðilsins til Lyfjaeftirlits ríkisins, sem fer yfir hann og er síðan af- hent landlæknl mánaðarlega, sagði Almar. Skráning og afskráning sérlyfja, flokkun lyfja, bann við sölu og innflutningi lyfja, veiting leyfa til tilrauna með óskráð lyf, reglu- gerðir um gerð lyfseðla og af- greiðslu lyfja, eru nokkur verkefni af mörgum sem lyfjanefnd starfar að, en að sögn Reynis eiga sæti í lyfjanefnd sérfræðingur í lyfja- fræði lækna, sérfræðingur í lyfja- fræði lyfjafræðinga og læknir með sérfræðingsmenntun í lyflækning- um. Sé tiltekið lyf of dýrt miðað við það sem annars staðar gerist er í langflestum tilfellum til annað lyf í staðinn, og það lyf sem talið er af yfirvöldum vera of dýrt er hægt að taka af markaði eða gera aðr- ar ráðstafanir til þess að verðið verði lækkað. Hins vegar er engin tilhneiging hjá ráðuneytinu til enn hertari reglna um að t.d. magnyl, eða aðrar höfuðverkjapillur, eöa vítamín, sem hingað til hafa verið lausasölulyf verði aðeins afgreidd gegn lyfseðli. Innlend lyfjaframleiðsla Það eru aðallega tvö fyrirtæki hér á landi, sem framleiða lyf, Pharmaco hf. og Lyfjaverzlun rík- isins, sem hefur m.a. sérhæft sig í framleiðslu innrennslislyfja, en þeirra framleiðsla er að mestu leyti til sjúkrahúsanna í landinu. Pharmaco hf. var stofnað 1956, sem innkaupasamband apótekara af ákveðinni þörf þeirra til að tryggja sér lyf. Eftir 1960 fór fyrir- tækið að framleiða lyf. Gerðar voru sívaxandi kröfur um fram- leiðsluaðstöðu, gæðamat og eftir- Hjá Pharmaco. Unnlð við innlenda lyfjagerð. 20

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.