Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 32
atvinnulífinu sé hornsteinn þeirra lífsgæða, sem bandaríska þjóðin býr við og hvergi séu meiri í heim- inum, eða eins og einn talsmanna Anaconda Co. komst að orði, — við teljum að ungmenni nútildags séu mötuð á skoðunum andsnún- um stórviðskiþtum einkaaðila og við höfum áhuga á að koma stað- reyndum atvinnulífsins á framfæri í skólunum. Florida Power & Light Co. lítur á gagnfræðaskólanema sem kjósendur og neytendur morgundagsins og Tomas Hoþkins, fræðslustjóri fyrirtækis- ins bætir því við, að þeir hafi áhuga á að kjósendur framtíðarinnar skilji hversvegna fyrirtæki þurfi að reka með ágóða og á hvern hátt sá ágóði komi neytendum að gagni. Houston Natural Gas Co. hefur tekið einna afdregnustu afstöðu til kynningar á frjálsu framtaki í skól- um og staðið fyrir kynningum í fjölmörgum gagnfræðaskólum í Houston og nágrenni. Auk þess skiþulagði fyrirtækið ritgerðasam- keþþni um efnið hagfræði í 23 gagnfræðaskólum og veitti verð- laun með hlutabréfum fyrirtækis- ins, en þau voru að samanlögðu nafnverði 18.500 dollarar. Verð- launin voru veitt fyrir 4 beztu rit- gerðirnar. Aukning fyrirhuguö á kynningarverkefni. * Nú ráðgerir US Chamber of Commerce að auka við þetta kynningarverkefni á næstunni einum þætti í viðbót sem kallast „Tilbúinn að taka við fyrsta starf- inu". Að því loknu mun uþþlýsing- um um árangur verða safnað frá öllum skólum, sem tekið hafa þátt í verkefninu og á niðurstöðum þeirra hyggjast samtökin byggja endurbætt námsefni um frjálst framtak í atvinnulífinu. Launa- greiðendur Kynnið yður skipan á greiðslu orlofsfjár Samkvæmt reglugerð nr. 161/1973 ber launagreiðend- um aö gera skil á orlofsfé fyrir 10. hvers mánaðar, vegna launa næsta mánaöar á undan. Greiðslunni skal fylgja skilagrein á þar til geróu eyðublaði sem Póstur og sími gefur út. Gætið þess sérstaklega að nafnnúmer séu rétt. Launþegar fá reikningsyfirlit á 3ja mánaóa fresti frá Pósti og síma. Þaó sýnir hve mikið orlofsfé hefur veriö mót- tekið þeirra vegna. Geyma þarf launaseólana til að geta séð hvort rétt upp- hæð hefur verið greidd inn á orlofsreikninginn. Við lok orlofsárs fær launþegi senda ávísun á orlofsfé sitt. Eyðublöð fást á póststööum og eru þar veittar nánari upplýsingar. PÓSTGÍRÓSTOFAN Ármúla 6, Reykjavík. Sími 86777. 32

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.