Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 49
Samtal við Þórhall Ásgeirsson, ráðu- neytisstjóra í við- skiptaráðuneytinu, um verzlun milli ís- lands og Vestur-- Þýzkalands. Sp.: — Hver hefur þróunin í við- skiptum okkar við Vestur-Þýzka- land verið í stórum dráttum síðan sambandslýðveldið var stofnað 1949? Svar: — Á fyrstu árum sam- bandslýðveldisins, þegar efna- hagslíf Þýzkalands var enn í rúst- um, var ekki mikiö um kaup á þýzkum vörum að ræða, en eftirað leið á viðreisnartímann jukust inn- kaupin þaðan hröðum skrefum. Síðustu tvo áratugina hafa svo Þýzkaland og Bretland skipst á um að vera í efsta sæti þeirra landa, sem hafa selt vörur til okkar. Hefur 10—15% af heildarinnflutningi okkar árlega komið frá Vestur— Þýzkalandi. Þróun útflutningsins til Þýzka- „ Höfum frjálsan aðgang án tolla að þýska markaðnum fyrir iðnaðarvörur okkar og flestar sjávarafurðir” lands hefur veriö nokkuö önnur, því að árið 1949 náði útflutningur okkar til Þýzkalands hlutfallslega hámarki og var þá 22% af heildar- útflutningnum. Sérstakar ástæður lágu fyrir þessu, því að hernáms- yfirvöldin, Bandaríkin og Bretland, keyptu freðfisk og ísfisk fyrir Þjóð- verja. Á því ári voru 3,5 millj. doll- ara notaðir af Marshall-fé til kaupa á íslenskum freðfiski. Þessi við- skipti voru aðeins bráðabirgöafyr- irbrigði og var útflutningur okkar til Vestur-Þýzkalands á árunum næst á eftir miklu minni. Síöustu tvo áratugina hefur frá 8—12% af út- flutning okkar fariö til Þýzkalands og hefur Vestur-Þýzkaland oftast verið í þriðja sæti sem kaupandi að okkar vörum næst á eftir Banda- ríkjunum, Bretlandi og stundum Sovétríkjunum. Flest árin hefur veriö mikill halli á viðskiptum okkar við Þýzkaland, en eftir að alþjóðleg gjaldeyrisvið- skipti hafa orðið frjáls, hefur þetta ekki skapað neitt vandamál. Þess misskilnings gætir stundum, að það sé okkur í hag aö hafa við- skiptin í jöfnuði við sem flest lönd, en þaó er auðvitað miklu hag- kvæmara fyrir okkur að geta selt afurðir okkar á þá markaöi, sem borga best verð og kaupa síðan í staðinn frá þeim löndum, þar sem hægt er að gera hagstæðust inn- kaup. Þannig getum við t.d. notaö umfram tekjur okkar af freðfiskút- flutningi til Bandaríkjanna til að 47

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.