Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 4
samtídarmadur „Sambúð okkar við Álafoss og Sambandið er ágæt,“ sagði Holton. „Milli okkar ríkir gagnkvæm virðing og gott samstarf. Við ræðumst oft við, við Pétur Eiríksson í Álafossi og Hjörtur Eiríksson hjá Sambandinu og vinnum að sameiginlegum vanda- málum. Við erum ekki alltaf sammála og hver með sínu móti reynum við að styrkja okkur gegn erlendri samkeppni. Því er hins vegar ekki að leyna aö ég tel vera mikinn mun á aðstöðu einkafyrirtækis á íslandi og fyrirtækja, sem þessara, þó það sé nú að breytast vona ég. Aðstöðumunurinn kemur fyrst og fremst fram í opin- berri fyrirgreiðslu. Það er yfirleitt þannig að við berum minnst úr býtum eða minna en hinir tveir, Álafoss og Sambandið, enda eru þau fyrirtæki mjög sterk póli- tískt. Það þarf að gera meira af því að meta útkomu eða árangur verkefna, sem sótt er um fjárhagsaðstoð vegna og afgreiða hverja umsókn eftir styrk hennar og ágæti. Tom Holton er upprunninn í Norður-Kaliforníu í Bandaríkjunum, þar sem hann ólst upp fyrst í sveita- þorpi en síðan í fiskvinnslubænum Monterey. Æsku- slóðir Toms eru náttúruparadís og kannast margir við þær úr bókum John Steinbeck. Eins og flestir (slend- ingar hefur Tom ættfræðina á hreinu. Föðurætt Toms á sér sögu í Bandaríkjunum allt frá árinu 1634 en Holtonarnir eru eins og nafnið bendir til upprunnir í Englandi. ,,í rauninni er nafnið mitt norrænt, og sjálfsagt upprunnið úr þeim héruðum, sem Danir eða Norð- menn réðu á víkingaöld. Tómas frá Holti er sennilega mitt forna nafn." Það var í gullæðinu mikla, sem langafi Toms tók sig upp frá Massachusetts og hélt vestur. Það var þó ekki gull, sem rak hann áfram heldur skyldi hann gerast skipstjóri á fljótabát á Sacramentoánni. f móðurætt er Tom hins vegar kominn af byggingarmeisturum frá San Francisco, og þar má finna franskt blóð. „Það var mér tii mikilla þæginda þegar ég sótti um íslenzkan ríkisborgararétt að ég skildi heita svo ís- lenzkum nöfnum sem Thomas Albert, þannig að ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af að breyta þeim. Ekki þar fyrir aö vafi lék á hver gæfa fylgdi fyrra nafninu, því í ætt minni hafa tveir heitað Thomas og báðir voru drepnir af indíánum. En ég taldi ekki geta komið til greina að afsala mér föðurnafni mínu Holton. Þaö hefði verið svik við forfeður mína, enda er ég stoltur af mínu nafni og mér er skylda að geyma vel það sem mér hefur verið trúað fyrir. Með því að taka upp nafnið Tómas Róbertsson hefði ég svikið fortíð mína og uppruna. Af þessum orsökum dró ég það að sækja um íslenzkan ríkisborgararétt, þar til glufa opnaðist fyrir Vladimir Askenazhy árið 1972. Ég notaði þá tækifærið og fékk sömu undanþágu og honum var veitt, enda hefði annað tæplega orðið sanngjarnt." — En hvað veldur því að menn taka upp á því að flytjast frá stað eins og Kaliforníu til íslands? „Það hafa margir spurt mig að þessu sama, sér- Tom Holton — „Hér á fslandi er maður einstaklingur en ekki bara eitt númer úr fjöldanum" staklega Bandaríkjamenn og Kanadamenn, sem hafa látið sig dreyma um að komast á staði eins og Noröur-Kaliforníu. £n eftir háskólann fór ég í flotann og gegndi herskyldu eins og aðrir jafnaldrar mínir í Bandaríkjunum, sem liðsforingi á Kyrrahafi. Það var í fríi aö ég hitti íslenzka stúlku, Hönnu, en við höfðum bæöi farið á skíði upp til Lake Taho í Kaliforníu. Hanna vann þá hjá byggingarfyrirtæki í San Fran- sisco. Þetta var árið 1956 og stuttu síðar vorum við gift. Við bjuggum áfram í Kaliforníu, þar sem tvö eldri börnin okkar eru fædd, en fluttumst síðan til Mary- land, þar sem ég varð yfirmaður í tölvudeild flotans, en þar var notuð IBM 1401 tölva, sem þá var með þeim fullkomnustu og afkastamestu. Það var ekki fyrr en fjórum árum eftir að við giftum okkur að ég kom fyrst í heimsókn til Islands. Ég varð strax ógurlega hrifinn af landinu, en lét mér ekki detta það í hug að flytja hingað. í marz 1962 komum við hingað í aðra heim- sókn og þá var það aó ég fór að veita kindunum at- 54

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.