Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 5
einn risanna þriggja í ullarútílutningi Meðal hinna þriggja stærstu í ullarút- flutningi, þeim útflutningsiðnaði, sem hvað hraðast hefur vaxið á íslandi, hefur eitt fyrirtæki sérstöðu fyrir það að vera einkafyrirtæki. Það er Hilda hf. sem hef- ur skapað sér trausta stöðu við hlið ríkisfyrirtækisins Álafoss og Iðnaðar- deildar Sambandsins, undir stjórn Tom Holton, forstjóra og aðaleiganda. Vöxtur íslenzks ullarútflutningsiðnað- ar hefur verið hraður. En það er e.t.v. dæmigert fyrir skipulag íslenzks at- hafnalífs að meirihluti þessa útflutnings skuli vera í höndum ríkisfyrirtækis og samvinnufélags, en einkafyrirtæki haldi aðeins þriðja bitanum. Hins vegar sýnir og sannar vöxtur og velgengni Hildu að einkafyrirtæki geta þrifizt vel í því and- rúmslofti, sem einkaframtakinu er búið á Islandi. hygli. Ég fór aö spyrja spurninga og komst þá að því að næsta lítið væri gert við uilina, en hún hlaut að vera verðmæt auðlind. Um þetta leyti var ullin aðallega flutt út sem hráefni. Álafoss og Sambandið stunduðu ein- hvern útflutning á fullunninni ull en það var í mjög litlúm mæli. Útflutningur á ullarfatnaði var rétt að hefjast til Rússlands og eitthvað var framleitt af tepp- um og plötulopa. Það eina ullarfatakyns, sem maður sá á götunum voru lopapeysur, sem seldar voru í fáeinum verzlunum. Það hljómar kannski furðulega en þá tók ég skyndilega þáákvörðun að hérvildi ég búaog að ullin skyldi verða mitt fag. Ævintýraþrá hefur alltaf verið í minni ætt og með hana er ég fæddur. Þaö brjálæðislegasta við þessa ákvörðun mína var þó þaö aö ég átti ágæta framtíðarmöguleika í Banda- ríkjunum. Herþjónustu minni var að Ijúka, en ég átti góða framamöguleika í flotanum. En að gera her- þjónustu að ævistarfi veitti mér ekki þá lífsfyllingu, sem ég þarfnaðist. Þetta var um það leyti, sem tölvubyltingin var að eiga sér stað. Ég hafði fengið mikla reynslu við að vinna með tölvur og stórfyrirtækin, eins og Ford og G.M. voru á höttum eftir fólki til að starfa við tölvur, sem þau voru að taka í notkun. Mér var meðal annars boðin vinna hjá IBM þar sem ég átti að vinna við þróun næstu tölvukynslóðar. Ég fór reyndar í heim- sókn til þeirra í aðalstöövarnar og að lokinni hringferð kom ég auga á fatahengi. Það sem vakti athygli mína var að öll fötin í henginu voru eins og allir hattar ungra manna, sem væru á uppleiö hjá fyrirtækinu, framtíðar framkvæmdastjóra þess. Rétt í þessu komu þeir allir út úr kennslustofu eigendur þessara fata og allir voru þeir hver öðrum líkir, næstum eins og gataspjöld. Ég hef ekkert á móti IBM, þvert á móti er það gott og traust fyrirtæki, en mig langaði ekki til að verða einn af þessum mönnum. Þetta var að snúast í kollinum á mér þegar ég kom til (slands. önnur hlið málsins er sú að ég er alinn upp í smábæ og finn því til mín sem einstaklingur. Hér á íslandi er maður einstaklingur en ekki þara eitt númer úr fjöldanum. Hér eru fjölskyldutengsl líka nánari og fjölskyldur dreifast ekki um allt eins og í stóru lönd- unum. Það er mikilvægt atriöi, sem Islendingar gera sér ekki grein fyrir. Svo hafði það mikið að segja að Hönnu langaði heim. ( augum Bandaríkjamanna er það hræðilegur hlut- ur að afsala sér bandarískum ríkisborgararétti og það er skiljanlegt að mörgu leyti. Sjálfur er ég stoltur af uppruna mínum og átthögum, en nú er ísland mitt land og land fjölskyldu minnar og veröur þaö eins lengi og ég lifi. Ég er satt að segja mikill þjóðernis- sinni, næstum eins og umsnúinn kaþólikki og þá er nú mikið sagt. — Var ekki erfitt að byrja hér frá grunni? „Jú það fylgdu því ýmsir erfiðleikar. Ég var bjart- sýnn og 100% ákveðinn í að okkur skyldi heppnast. Hanna sá betur en ég að hér yrði erfitt aö byggja upp útflutningsiðnað frá grunni og þaö olli auðvitaö meiri erfiðleikum að ég var ekki fæddur hér. Við stofnuðum strax fyrirtækið Hildu árið 1962 þó þaö væri ekki skráð fyrr en 1964. Markmiðið með nafninu var að hafa það rammíslenzkt en þó þannig að útlendingar ættu auðvelt með að segja þaö og muna. Eitt af helztu vandamálunum var það að ullarfata- framleiðslan var mjög vanþróuð. Til dæmis voru engar staölaðar stærðir og hending hvort samræmi væri á milli ermalengdar og búks. Við urðum að vinna með fólki við að bæta framleiðsluna heima hjá því eða okkur því þetta var næstum eingöngu heimaiðnaður. Frumskilyrði var að staðla stærðir ef möguleiki ætti að vera á útflutningi. Við unnum mikið heima og fólk kom þangað með vörur. Segja má að heimilið væri allt undirlagt af ull. Maður borðaði varla graut án þess að í honum væri ló. Viö mátuöum sjálf allar flíkurnar og lærðum mikið og prjónakonurnar lærðu mikið og smám saman batnaði varan. Þegar litið er til baka sér maður að þetta voru geysilegir erfiðleikar. Ekki vorum við rík þegar við fórum út í þetta og afraksturinn varð ekki mikill því kostnaðurinn var hár. Við þurftum að ferðast töluvert og byrjuðum á Bandaríkjunum. Við fórum út með peysur, vettlinga og sokka og bönkuðum bara upp á hjá innkaupastjórum verzlana. Ég get ekki lýst því 55

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.