Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 39
Þá kostaði tornedo-steikin 35 kr. Spjallað við Ib Wess- man, einn eigenda Naustsins, sem nú býður upp á 80 sér- rétti. Þegar veitingahúsið Naustið opnaði árið 1954 kostaði tornedo nautasteikin með tilheyrandi meðlæti 35 krónur. Nú 25 árum síðar kostar þessi sama steik 6.525 kr. Tímarnir og verðlagið hafa mikið breyzt á þessum tíma. En veitingahúsið sjálft, Naustið, hefur ekki breyzt mjög mikið á þessum sama tíma. Innréttingar eru þær sömu, eins innréttað og gömul skúta, með kringlóttum Ijórum, og fyrir ofan básana hanga gömul bátaskilti með nöfnum eins og Sæhrímnir, Röst, Andvari og Ægir. Naustið er sem sagt nýtísku veitingahús í gömlu skemmtilegu húsi. Eigendur Naustsins nú eru þrír, þeir Ib Wessman, Guðni Jónsson og Geir Zoéga yngri, en þeir Ib og Guðni hafa nýlega bæzt við sem eigendur Naustsins, og sér Ib Wessman einkum um þaö er lítur að veitingum og matreiðslu, en Guðni aftur á móti því er lítur að fjármálum. F.V. spjallaði við Ib Wessman fyrir skömmu um þær breytingar er verða nú hjá veitingahúsinu, og það helzta sem á döfinni er. Kemur í einkaþotu og borðar í Naustinu Húsið, sem veitingahúsið Naustið er nú í, er orðið tæplega hundrað ára gamalt, reist árið 1880. Það var byggt á sjávar- kambinum, sem nú er Tryggva- gata og var notað sem fiskverk- unarhús, bátanaust og einnig hafði þar verið netaverkstæði uppi. — Sumartíminn og helgarnar eru okkar mesti annatími, sagði Ib. Á sumrin eru 90% af okkar gestum útlendingar, en á veturna snýst þetta viö og þá eru íslendingarnir í meirihluta. Naustið er vel þekktur staður hjá mörgum útlendingum, sem koma hingað til lands. Það má nefna eitt skemmtilegt dæmi. Bandaríkja- maður nokkur, kunnur viðskipta- maður, sem kemur til íslands einu sinni til tvisvar á ári yfir vetrartím- ann, pantar sér gjarnan borð á Naustinu á Kennedy flugvelli, áður en hann stígur um borð í einka- þotu sína, mætir þar síðan um kvöldið ásamt fríðu föruneyti, og situr jafnan á sama stað. Þó þorrinn sé nú nýliðinn er ekki úr vegi að geta þess, að það var Naustið sem á sínum tíma, fyrir 21 ári, fór að hafa á boðstólum þorramat, sem var eiginlega orð- inn gleymdur matur á (slandi. Nú bjóöa mörg veitingahús upp á þorramat og þorrablót eru víða haldin. Wessman er í eldhúsinu eltthvað að fást vlð mat... 87

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.