Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 31
búast við að minni eftirspurn verði eftir flutningum á hinum alþjóð- lega markaði þannig að hlutur Flugleiða á N-Atlantshafsleiðinni fari minnkandi. Ein ódýrasta fríhöfnin í Evrópu Þórður var spurður að því, hve aðlaðandi verðlagið í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli væri fyrir „transif'-farþega, sem heföu að- gang að fríhöfnum við brottför vestan hafs eða austan. Hann sagði að Fríhöfnin væri ein hin ódýrasta sinnar tegundar í allri Evrópu, t.d. væri hún langlægst í verði á vindlingum. Fríhöfnin í Amsterdam kemur næst henni í kjaraboðum. Við verðlagningu á helztu söluvörum eins og áfengi og tóbaki er tekið tillit til verðsins hjá samkeppnisaðilum erlendis. Þeir erlendir flugfarþegar, sem á annaö borð kæmu inn í verzlunina og athuguðu verðið, færu þaðan alla jafna út hlaðnir. Þetta benti ótvírætt tii þess að verðið væri hagkvæmt þrátt fyrir þann auka- kostnað, sem leggst á vörur hér miöað við aðrar fríhafnir vegna langra flutninga. Aukin áherzla verður nú lögð á að fá þá ,,transit“-farþega, sem inn í flug- stöðina koma til að líta inn í Frí- höfnina meðan þeir staldra hér við. Verðlagningin á áfengi í Frí- höfninni er ekki látin haldast í neinu ákveðnu hlutfalli viö verðið hjá Áfengisverzlun ríkisins. Verð- hækkanir hjá Fríhöfninni ráðast aðeins af kostnaðarhækkunum erlendis, sem endurspeglast einn- ig í verölagningu annarra fríhafna og þeirra aðila sem Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli stendur í sam- keppni við. „Gagnvart íslenzka markaðnum gætum við vissulega hækkaö verðið miklu oftar en gert er,“ sagði Þóröur, ,,en það er sam- keppnin við erlendu aðilana sem ræður ferðinni." Verðmunur hjá Fríhöfn og „Ríkinu" mismikill Áriö 1978 urðu kostnaðarhækk- anir á áfengi og tóbaki frá nær öll- um framleiðendum 10—15% Verðmunur milli Fríhafnarinnar og Áfengisverzlunarinnar getur verið mjög misjafnlega mikill. Almenna reglan er sú að hann eykst Frí- höfninni í hag eftir því sem teg- undirnar verða dýrari. ( ódýrum, léttum vínum er verðlagið hjá Áfengisverzlun ríkisins yfirleitt hlutfallslegra hagstæðara. Algengustu tegundir af skozku viskíi kosta nú 6,25 dollara og vodka 4,75 dollara. Við umreikn- ing í íslenzkar krónur er notað skráð gengi og 1% vegna banka- kostnaðar bætt við. Veislumatur hvaða nafni sem hann nefnist: Kaldir eða heitir réttir Kalt borð Kabarett Síldarréttir Snittur og fl. Veitingahúsið í Glæsibæ Sími: 86220 79

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.