Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 2
Rætt við Jóhann J. Ólafsson forstjóra um viðskipti við þýzk útflutningsfyrir- tæki en fyrirtæki hans, Jóhann Olafsson & Co. hefur mikilvæg vióskiptasam- bönd við Vestur-Þýzkaland Eitt þeirra íslenzku innflutn- ingsfyrirtækja, sem gert hafa mikil viðskipti við Þýzkaland um langt árabil er Jóhann Ólafsson & Co., sem nú er til húsa í Sundaborg 43 í Reykjavík. Af þeim vörum, sem Jóhann Ólafsson flytur inn frá Þýzkalandi eru eflaust Osram- Ijósaperurnar þekktastar en ýmislegt annað kemur einnig við sögu. Frjáls verzlun leitaði upplýsinga hjá Jóhanni J. Ólafssyni, forstjóra fyrirtækisins um byrjun þessara viðskipta og hvernig þau hefðu þróazt fram á þennan dag. Sagöi Jóhann að upphafið mætti rekja til áranna fyrst eftir fyrri heimsstyrj- öldina eða um 1920, er faðir hans Jóhann Ólafsson og Björn Arn- órsson, félagi hans, ráku fyr- irtækið. Framan af var mest flutt inn af leirvörum, sérstaklega bús- áhöldum, en mikil vinna var þá lögð í að ná umboðum fyrir hin þýzku fyrirtæki úr höndum danskra heildsala, sem selt höfðu hingað til Islands. Var þetta gert í framhaldi af fullveldisstofnuninni, og nutu fslendingar þess nokkuð að á þessum árum voru litlir kær- leikar með Dönum og Þjóðverjum vegna ágreinings um yfirráð yfir Schleswig-Holstein svæðinu á landamærum ríkja þeirra. Helztu viðskiptasambönd Viðskiptin blómguðust síðan á millistríðsárunum en í seinni heimsstyrjöldinni lágu þau eöli- lega alveg niðri og það tók nokk- urn tíma eftir að styrjöldinni lauk að endurvekja þau. Má segja að viðskiptin hafi ekki hafizt aftur fyrr en 1948-50 og þá viö fyrirtæki í Vestur-Þýzkalandi. Ýmis ný sam- bönd komu þá til sögunnar og hefur þeim verið haldið við síðan. Af þeim er Osram mikilvægast en af öðrum þýðingarmiklum má nefna Hella, sem selur varahluti í bifreiðar og Kalle, sem er angi út úr Hoechst-samsteyþunni, en þaö framleiðir Ijósnæmar plötur fyrir offsetprentun. Þessi framleiðsla olli nokkrum þáttaskilum í offset- prentun hérlendis, því að áður voru Ijósnæmar prentþlötur húð- aðar hér innanlands og var það seinleg aðferð og dýr. Jóhann var spurður hvort Os- ram-ljósaperur væru ekki yfir- gnæfandi á markaðnum hérlendis. Sagði hann að svo væri ekki. Hinu væri ekki að leyna að hlutdeild Osram væri mikil og sennilega stærsti hlutinn. Samkeppni væri aftur á móti geypilega hörð frá framleiðendum í Englandi, Holl- andi og Ameríku. Af þeim sökum væri verð á Ijósaperum hér á landi líklega lægra en víðast hvar ann- ars staðar í Evrópu. Jóhann Ólafsson sagði, að yfir- leitt væri þægilegt að eiga viðskiþti við þýzk útflutningsfyrirtæki. Mikil regla væri á rekstri þeirra að flest stæði, sem þau segðu. Vörur væru afgreiddar eins og um væri beðið, þær væru vandaöar en ef einhver mistök yrðu, eins og hent gætu alla, væru þau lagfærð í skyndi. Það kemur líka á óvart í viðskiptum við Þjóðverja, að allir starfsmenn fyrirtækja viröast vinna eins og þeir eigi þau sjálfir. Áhuginn og alúöin eru slík, að halda mætti að eigandinn sjálfur væri að verki. Sagði Jóhann að í viðskiþtum við fulltrúa fyrirtækja í öðrum löndum liti þetta oft þannig út, að skyldum starfsmanna við fyrirtækin væri lokið klukkan 5 síðdegis. Margar kaupstefnur haldnar Aðspurður um tengslin við þýzku fyrirtækin, gagnkvæmar heimsóknir og ferðir á þýzkar kaupstefnur sagðist Jóhann fara til Þýzkalands að minnsta kosti einu sinni á ári. Ekki væri mikið um heimsóknir Þjóðverja hing- að og væri það til marks um aö fyrirtækjunum þætti umboð standa sig eins og til væri ætlazt. Þó kæmu fulltrúar fyrirtækjanna stundum við á íslandi á leið sinni til Bandaríkjanna. Þýzkaland er mik- ið kaupstefnuland og sennilega eitt hið fremsta á því sviði í Evróþu. Kauþstefnurnar gegna mjög þýð- ingarmiklu hlutverki í öllum við- skiþtum við þýzk fyrirtæki. Af þeim eru sýningar í Frankfurt og Hann- over einna kunnastar, einnig eru Köln og Dusseldorf þarna ofarlega á blaði. Sýningarnar eru oft sér- staklega skipulagðar með það fyrir augum að erlendir umboðsmenn fyrirtækja eigi greiðan aðgang að fulltrúum þeirra og geti þannig heimsótt sem flesta sína við- skiptaaðila á einum og sama stað. Er þetta mjög hentugt fyrir inn- flytjendur af íslandi eins og gefur að skilja, þegar þeir geta hitt full- 52

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.