Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.02.1979, Blaðsíða 45
Austurísk kvöld og frönsk vika á Loftleiðum Mörg undanfarin ár hafa Hótel Loftleiðir verið með landakynn- ingar og hvers kyns aðra skemmtan yfir haust- og vetrar- mánuðina. Þannig hefur hótelið haft m.a. egypska viku, ísraelska viku, finnska viku og búlgarska viku. I janúarmánuði sungu t.d. kórar frá Bandaríkjunum í Blóma- sal, Coe College kór og Top 40. Bandarísk söngkona, Gloria Roberts var þar fyrir skemmstu, haldin var amerísk helgi, með til- heyrandi amerískum matseðli og sitthvað í þeim dúr. Um miðjan febrúarmánuö, var „Síldarævintýri" á hótelinu, en þá var á boðstólum síldar- og fiski- borð frá íslenzkum matvælum í samvinnu við Hótel Loftleiðir. Var ýmislegt gert til að ná upp stemn- ingu síldaráranna, t.d. með því að skreyta Blómasal myndum frá því tímabili, hengja upp net og kúlur, koma fyrir síldartunnu og síðast en ekki síst bjóða gestunum upp á fagurlega skreytta og gómsæta síldar- og fiskirétti eins og myndin ber með sér. Alls voru um 20 réttir framleidd- ur úr síld á boðstólum. Þar að auki réttir úr laxi, reyktur lax, gravlax og aðrir fiskiréttir. Nýlega var haldin búlgörsk vika í Víkingasal og kom þar fram búlg- örsk hljómsveit. Austurrísk kvöld verða dagana 8.—11. mars, og verður þá í sam- vinnu við Flugleiðir. Austurríkis- kynning og söngpar skemmtir. Seinni hluta aprílmánaðar er fyrirhugað að hafa franska viku í samvinnu við franska verzlunar- fulltrúann. Þessa viku verða m.a. kynntar feröir til Frakklands á sumri komanda með kvikmynda- sýningum m.a. Einnig er fyrirhug- að að kynna franskar vörur, og verður þá um leiö bílasýning, að ógleymdu hví, að þessa viku verð- ur framreiddur franskur matur og lagar matinn ekki ómerkari maður en skólastjóri franska kokkaskól- ans í París. Hingað kemur einnig dansflokkur frá Frakklandi, French Provence, sýndur verður látbragðsleikur og can-can dansar og auk þess syngur frönsk söng- kona á hótelinu. Einnig er fyrirhugaö að halda tískusýningar og herrakvöld með skemmtiatriðum. Sagði Emil Guð- mundsson, aðstoðarhótelstjóri á Hótel Loftleiöum, að það hefði sýnt sig að skemmtikvöld og kynningar sem hótelið hefur staðið fyrir undanfarin ár hefðu gefist mjög vel. Þegar sumartíminn nálgast eða frá apríl og fram í september gerir hótelið hlé, en þá taka feröamannastraumurinn og ráðstefnurnar við. Frá nýliðnu „síldarævintýri", sem var haldið á Hótel Loftleiðum. 93

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.